Sterkara Ísland innan ESB Jón Steindór Valdimarsson skrifar 24. febrúar 2010 06:00 Frá haustdögum 2008 hafa orðið sviptingar í íslensku þjóð- og efnahagslífi, meiri en nokkurn óraði fyrir. Sjálfsmynd okkar beið mikinn hnekki þegar í ljós kom að innviðir velgengni okkar reyndust á mörgum sviðum feysknir. Ekki bætti úr skák að á augabragði breyttist aðdáun umheimsins á litla Íslandi í góðlátlega meðaumkun í besta falli en að öðru leyti í afskiptaleysi sem við eigum erfitt með að skilja. Efnahagslegir erfiðleikar hafa leitt til þess að í stað þess að vera fyrirmynd annarra ríkja í efnahagslegri velgengni höfum við orðið að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og eigum í erfiðum samskiptum við Breta og Hollendinga vegna Icesave. Okkur þykir sem bandamenn okkar til langs og skamms tíma hafi á ögurstundu brugðist okkur í stað þess að leggja okkur lið. ÓvinafagnaðurÞessi staða er frjór jarðvegur fyrir þá sem vilja ýta undir þjóðerniskennd og rómantískar hugmyndir. Því er haldið fram að réttast sé að Íslendingar láti Evrópu sigla sinn sjó og að okkur farnist best einum og óstuddum með fullt forræði yfir eigin málum og gjaldmiðli. Staðan sýni svart á hvítu að þegar á reyndi yrði aðild að ESB ekkert annað en óvinafagnaður þar sem Ísland mætti sín lítils gegn þjóðum sem hyggja flátt í garð Íslendinga og íslenskra hagsmuna. Að minni hyggju er þessu þveröfugt farið. Atburðarás síðustu missera sýnir glöggt hve vegferð þjóða er samtvinnuð og hve mikilvægt það er að taka saman á hlutum og hafa vettvang til þess að ráða sameiginlega fram úr vandasömum málum. ESB er slíkur vettvangur og raunar sá eini þar sem Íslandi gefst kostur á að setjast til borðs. ESB er ekki gallalaust og Íslendingar munu ekki fá öll sín vandamál leyst þar. Við munum örugglega þurfa að beygja okkur undir einhverjar ákvarðanir sem eru okkur ekki að skapi. Innan ESB höfum við hins vegar raunverulegan aðgang að ákvörðunum og getum talað okkar máli. Að standa utan ESB leiðir hins vegar til fullkomins áhrifaleysis og engum ber nein sérstök skylda til þess að taka tillit til okkar hagsmuna. Við eigum erindiÍsland er ekki stórveldi og verður aldrei. Ísland er og verður háð samskiptum og viðskipum við aðrar þjóðir. Ísland og Íslendingar hafa samt sem áður sýnt og sannað að þeir eiga fullt erindi í alþjóðlegt samstarf og geta lagt þar gott til mála og að á þá er hlustað. Engin ástæða er því til að hafa minnimáttarkennd gagnvart aðild að ESB. Þar getum við gengið stolt til leiks og lagt okkar af mörkum til sameiginlegra verkefna og stefnumótunar á vettvangi fullvalda þjóða. Samvinnan leiðir oftar en ekki til betri lausna en að hver hokri í sínu horni. Aðild að ESB er ekki lausn á aðsteðjandi efnahagsvanda. Evra leysir Íslendinga ekki undan því að kunna fótum sínum forráð í stjórn efnahagsmála sinna. Þetta má glöggt læra af vandræðum Grikkja um þessar mundir. Þeirra vandi snýr hins vegar ekki að því að aðild að ESB eða evran hafi steypt þeim í vandræði. Vandi þeirra er algjörlega heimatilbúinn, sannkallað sjálfskaparvíti. Aðild Íslands að ESB og upptaka evru hefur í för með sér að við verðum að temja okkur meiri aga og ábyrgð í stjórn efnahagsmála á öllum sviðum. Það verður erfitt og ef illa tekst til lendum við í vandræðum. Takist okkur hins vegar að nýta tækifærin af skynsemi er líklegt að við náum langþráðum stöðugleika í efnahagsmálum, minni verðbólgu, lægri vöxtum og áhrif gengissveiflna verði nánast úr sögunni. Þessi ávinningur er hluti af því sem fylgir aðild að ESB. Þjóð meðal þjóðaVið munum ekkert fá á silfurfati frekar en fyrri daginn þótt við göngum í ESB. Eftir sem áður verðum við að vinna hagsmunum okkar framgang af elju og þrautseigju. Með því að velja okkur réttan vettvang til að vinna á verður Ísland sterkara í samfélagi þjóðanna. Það ætti að vera keppikefli okkar allra. STERKARA ÍSLAND - þjóð meðal þjóða er samfélag þeirra sem eru sammála um að vinna að aðild Íslands að Evrópusambandinu með því að stuðla að hagstæðum aðildarsamningi og upplýstri umræðu um aðildina. Sjá nánar á slóðinni: www.sterkaraisland.is. Höfundur er félagsmaður í Sterkara Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frá haustdögum 2008 hafa orðið sviptingar í íslensku þjóð- og efnahagslífi, meiri en nokkurn óraði fyrir. Sjálfsmynd okkar beið mikinn hnekki þegar í ljós kom að innviðir velgengni okkar reyndust á mörgum sviðum feysknir. Ekki bætti úr skák að á augabragði breyttist aðdáun umheimsins á litla Íslandi í góðlátlega meðaumkun í besta falli en að öðru leyti í afskiptaleysi sem við eigum erfitt með að skilja. Efnahagslegir erfiðleikar hafa leitt til þess að í stað þess að vera fyrirmynd annarra ríkja í efnahagslegri velgengni höfum við orðið að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og eigum í erfiðum samskiptum við Breta og Hollendinga vegna Icesave. Okkur þykir sem bandamenn okkar til langs og skamms tíma hafi á ögurstundu brugðist okkur í stað þess að leggja okkur lið. ÓvinafagnaðurÞessi staða er frjór jarðvegur fyrir þá sem vilja ýta undir þjóðerniskennd og rómantískar hugmyndir. Því er haldið fram að réttast sé að Íslendingar láti Evrópu sigla sinn sjó og að okkur farnist best einum og óstuddum með fullt forræði yfir eigin málum og gjaldmiðli. Staðan sýni svart á hvítu að þegar á reyndi yrði aðild að ESB ekkert annað en óvinafagnaður þar sem Ísland mætti sín lítils gegn þjóðum sem hyggja flátt í garð Íslendinga og íslenskra hagsmuna. Að minni hyggju er þessu þveröfugt farið. Atburðarás síðustu missera sýnir glöggt hve vegferð þjóða er samtvinnuð og hve mikilvægt það er að taka saman á hlutum og hafa vettvang til þess að ráða sameiginlega fram úr vandasömum málum. ESB er slíkur vettvangur og raunar sá eini þar sem Íslandi gefst kostur á að setjast til borðs. ESB er ekki gallalaust og Íslendingar munu ekki fá öll sín vandamál leyst þar. Við munum örugglega þurfa að beygja okkur undir einhverjar ákvarðanir sem eru okkur ekki að skapi. Innan ESB höfum við hins vegar raunverulegan aðgang að ákvörðunum og getum talað okkar máli. Að standa utan ESB leiðir hins vegar til fullkomins áhrifaleysis og engum ber nein sérstök skylda til þess að taka tillit til okkar hagsmuna. Við eigum erindiÍsland er ekki stórveldi og verður aldrei. Ísland er og verður háð samskiptum og viðskipum við aðrar þjóðir. Ísland og Íslendingar hafa samt sem áður sýnt og sannað að þeir eiga fullt erindi í alþjóðlegt samstarf og geta lagt þar gott til mála og að á þá er hlustað. Engin ástæða er því til að hafa minnimáttarkennd gagnvart aðild að ESB. Þar getum við gengið stolt til leiks og lagt okkar af mörkum til sameiginlegra verkefna og stefnumótunar á vettvangi fullvalda þjóða. Samvinnan leiðir oftar en ekki til betri lausna en að hver hokri í sínu horni. Aðild að ESB er ekki lausn á aðsteðjandi efnahagsvanda. Evra leysir Íslendinga ekki undan því að kunna fótum sínum forráð í stjórn efnahagsmála sinna. Þetta má glöggt læra af vandræðum Grikkja um þessar mundir. Þeirra vandi snýr hins vegar ekki að því að aðild að ESB eða evran hafi steypt þeim í vandræði. Vandi þeirra er algjörlega heimatilbúinn, sannkallað sjálfskaparvíti. Aðild Íslands að ESB og upptaka evru hefur í för með sér að við verðum að temja okkur meiri aga og ábyrgð í stjórn efnahagsmála á öllum sviðum. Það verður erfitt og ef illa tekst til lendum við í vandræðum. Takist okkur hins vegar að nýta tækifærin af skynsemi er líklegt að við náum langþráðum stöðugleika í efnahagsmálum, minni verðbólgu, lægri vöxtum og áhrif gengissveiflna verði nánast úr sögunni. Þessi ávinningur er hluti af því sem fylgir aðild að ESB. Þjóð meðal þjóðaVið munum ekkert fá á silfurfati frekar en fyrri daginn þótt við göngum í ESB. Eftir sem áður verðum við að vinna hagsmunum okkar framgang af elju og þrautseigju. Með því að velja okkur réttan vettvang til að vinna á verður Ísland sterkara í samfélagi þjóðanna. Það ætti að vera keppikefli okkar allra. STERKARA ÍSLAND - þjóð meðal þjóða er samfélag þeirra sem eru sammála um að vinna að aðild Íslands að Evrópusambandinu með því að stuðla að hagstæðum aðildarsamningi og upplýstri umræðu um aðildina. Sjá nánar á slóðinni: www.sterkaraisland.is. Höfundur er félagsmaður í Sterkara Íslandi.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun