Ekki batnar það – ráðherra á villigötum 18. febrúar 2010 06:00 Ari Trausti Guðmundsson skrifar um skuldavanda. Í viðtali í Fréttablaðinu 13. feb. svarar Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra spurningum blaðamanns. Þegar spurt er um skuldavanda heimila svarar ráðherra og er inntakið þetta: - bankar eiga að bera byrðar sem hljótast af greiðsluvanda heimila, ekki á að ríkisvæða þennan kostnað af hruninu - tryggð hafa verið úrræði sem gera öllum þorra fólks kleift að standa í skilum - hinir sem eru í vanda þrátt fyrir þessi úrræði eru þrenns konar fólk: Þeir sem eru með viðkvæman tekjugrunn eða hafa misst vinnu, þeir sem keyptu á óheppilegum tíma og loks þeir sem tefldu of djarft við skuldsetningu sjálfra sín. Þessu fólki eiga bankar að gera kleift að greiða af lánum og halda veðum í hófi. Líklega þarf langa hag- og siðfræðigrein til að svara þessari sýn ráðherrans á hrunið, heimilin og skyldur borgarana. Ekki ætla ég mér þá vinnu. Hitt vita flestir að skuldi menn meira en fáeinar milljónir í meðalhúseign er, með stefnu stjórnvalda og vitund ráðherrans, verið að berja mjög fast á þeim skuldurum með öllum ráðum. Þeim er einfaldlega ætlað að greiða hundruð milljarða upp í hrunskuldir ríkis og banka á næstu árum um leið og þeir horfa upp á eignarhluta sína rýrna þrátt fyrir skilvísu greiðslurnar. Í því samhengi er grátbroslegt að sjá ráðherrann tala um að ekki skuli ríkisvæða kostnað af greiðsluhjálp við þorra fólks í landinu. Ríkisvaldið ber nefnilega stóran hluta ábyrgðar á hruninu og getur með engu móti sagt sig frá sérvöldum kostnaði af því, gagnvart þorra borgaranna. Hvers konar siðræn rök mæla með því? Enn grátbroslegra er að halda því fram að núverandi úrræði geri þorra fólks kleift að standa í skilum. Vissulega geta menn borgað af skuldum um það bil þar til gjaldþrot er í augsýn en slíkt holtaþokutal felur þá staðreynd að á meðan því fer fram étur verðtryggingin, verðbólgan og hávaxtastefnan upp þau verðmæti sem menn hafa unnið fyrir, og það mjög hratt um þessar mundir. Ef einhver á 40 milljón króna eign og skuldar verðtryggðar 15 í henni, er þá ásættanlegt að hann borgi af láninu nokkur næstu ár og sjái á meðan eignarhlutann rýrna um 10-20%? Þetta er það sem þorri skuldara stendur frammi fyrir, ráðherra góður. En vill ekki. Kemur þá að þrískiptingu þeirra sem eru um það bil að kikna eða hafa kiknað undan lánum. Án hliðsjónar af því af hverju svo er komið, er löngu orðið ljóst af reynslunni, af umsögnum þessa fólks, af könnunum og ályktunum, t.d. ASÍ, að úrræði stjórnvalda duga ekki. Vissulega geta einhverjir reynt að selja, eins og ráðherrann bendir á, snjósleða eða sumarbústað sem þeir keyptu of glannalega en slíkt hjálpar bara sumum og ef til vill ekki svo glatt í miðri kreppu. Þegar allt er þá til talið, blasir við, ef fram heldur sem horfir, að allur þorri fólks verður látinn greiða sinn kreppuhluta og miklu meira til af sjaldgæfri hörku. Villigötur ráðherrans og stjórnvalda í þessum efnum eru því miður farnar af því þessi þáttur kreppuviðbragðanna er rangur. Og allra síst er hann jafnaðarmennska. En hvað á það að gera? spyrja menn. Meginverkefnið er að lækka höfuðstól lána niður í það sem var fyrir hrun og endurskoða bæði verðtryggingu og vexti. Bankar, sem eru að hluta í eigu erlendra vogunarsjóða, ríkið (Íbúðalánasjóður) og lífeyrissjóðir verða að taka kostnaðinn á sig að þessu marki. Þorri almennings borgar engu síður væna fúlgu með lagfærðum afborgunum, sköttum og öðrum félagslegum greiðslum. Og mun gera það af fullri þegnskyldu þegar vitað er að sanngirni ræður. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson skrifar um skuldavanda. Í viðtali í Fréttablaðinu 13. feb. svarar Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra spurningum blaðamanns. Þegar spurt er um skuldavanda heimila svarar ráðherra og er inntakið þetta: - bankar eiga að bera byrðar sem hljótast af greiðsluvanda heimila, ekki á að ríkisvæða þennan kostnað af hruninu - tryggð hafa verið úrræði sem gera öllum þorra fólks kleift að standa í skilum - hinir sem eru í vanda þrátt fyrir þessi úrræði eru þrenns konar fólk: Þeir sem eru með viðkvæman tekjugrunn eða hafa misst vinnu, þeir sem keyptu á óheppilegum tíma og loks þeir sem tefldu of djarft við skuldsetningu sjálfra sín. Þessu fólki eiga bankar að gera kleift að greiða af lánum og halda veðum í hófi. Líklega þarf langa hag- og siðfræðigrein til að svara þessari sýn ráðherrans á hrunið, heimilin og skyldur borgarana. Ekki ætla ég mér þá vinnu. Hitt vita flestir að skuldi menn meira en fáeinar milljónir í meðalhúseign er, með stefnu stjórnvalda og vitund ráðherrans, verið að berja mjög fast á þeim skuldurum með öllum ráðum. Þeim er einfaldlega ætlað að greiða hundruð milljarða upp í hrunskuldir ríkis og banka á næstu árum um leið og þeir horfa upp á eignarhluta sína rýrna þrátt fyrir skilvísu greiðslurnar. Í því samhengi er grátbroslegt að sjá ráðherrann tala um að ekki skuli ríkisvæða kostnað af greiðsluhjálp við þorra fólks í landinu. Ríkisvaldið ber nefnilega stóran hluta ábyrgðar á hruninu og getur með engu móti sagt sig frá sérvöldum kostnaði af því, gagnvart þorra borgaranna. Hvers konar siðræn rök mæla með því? Enn grátbroslegra er að halda því fram að núverandi úrræði geri þorra fólks kleift að standa í skilum. Vissulega geta menn borgað af skuldum um það bil þar til gjaldþrot er í augsýn en slíkt holtaþokutal felur þá staðreynd að á meðan því fer fram étur verðtryggingin, verðbólgan og hávaxtastefnan upp þau verðmæti sem menn hafa unnið fyrir, og það mjög hratt um þessar mundir. Ef einhver á 40 milljón króna eign og skuldar verðtryggðar 15 í henni, er þá ásættanlegt að hann borgi af láninu nokkur næstu ár og sjái á meðan eignarhlutann rýrna um 10-20%? Þetta er það sem þorri skuldara stendur frammi fyrir, ráðherra góður. En vill ekki. Kemur þá að þrískiptingu þeirra sem eru um það bil að kikna eða hafa kiknað undan lánum. Án hliðsjónar af því af hverju svo er komið, er löngu orðið ljóst af reynslunni, af umsögnum þessa fólks, af könnunum og ályktunum, t.d. ASÍ, að úrræði stjórnvalda duga ekki. Vissulega geta einhverjir reynt að selja, eins og ráðherrann bendir á, snjósleða eða sumarbústað sem þeir keyptu of glannalega en slíkt hjálpar bara sumum og ef til vill ekki svo glatt í miðri kreppu. Þegar allt er þá til talið, blasir við, ef fram heldur sem horfir, að allur þorri fólks verður látinn greiða sinn kreppuhluta og miklu meira til af sjaldgæfri hörku. Villigötur ráðherrans og stjórnvalda í þessum efnum eru því miður farnar af því þessi þáttur kreppuviðbragðanna er rangur. Og allra síst er hann jafnaðarmennska. En hvað á það að gera? spyrja menn. Meginverkefnið er að lækka höfuðstól lána niður í það sem var fyrir hrun og endurskoða bæði verðtryggingu og vexti. Bankar, sem eru að hluta í eigu erlendra vogunarsjóða, ríkið (Íbúðalánasjóður) og lífeyrissjóðir verða að taka kostnaðinn á sig að þessu marki. Þorri almennings borgar engu síður væna fúlgu með lagfærðum afborgunum, sköttum og öðrum félagslegum greiðslum. Og mun gera það af fullri þegnskyldu þegar vitað er að sanngirni ræður. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og rithöfundur.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun