Ekki misþyrma Jóni með leiðindum 2. október 2010 06:00 Hættan við afmælisár Jóns Sigurðssonar er aðallega sú að árið verði allt of fjarlægt venjulegu fólki. Þannig auki árið á fjarlægðina milli Jóns og almennings í landinu. Það má ekki verða. Árið á ekki að nota til að misþyrma Jóni Sigurðssyni með leiðindum. Þegar hefur verið lagt í heilmikinn undirbúning til að minnast þess myndarlega að á næsta ári verða tvö hundruð ár liðin frá því að Jón Sigurðsson fæddist. Greinilegt er að sjónir fólks beinast einkum að eftirfarandi stöðum og þáttum: 1. Að Alþingi, sem sannarlega er sá staður sem best er til þess fallinn að minnast Jóns Sigurðssonar. Besta afmælisgjöfin til þjóðarinnar í tilefni afmælisins væri að sett yrði saman á næsta ári ný tillaga að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Það verkefni er í undirbúningi. Ég hef áður skrifað stutta grein um nokkrar mikilvægar breytingar sem ég tel að gera eigi á stjórnarskránni varðandi stjórnkerfi lýðveldisins. En auk þess á að setja í nýja skrá ákvæði um að þjóðin eigi auðlindirnar, eins og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, benti á í viðtalsþætti mínum á ÍNN nýlega. Þá ber að styrkja mannréttindaþáttinn og svo á að breyta uppbyggingu stjórnarskrárinnar, það er að setja manninn og frelsi hans fremst og stofnanirnar síðast en ekki öfugt. 2. Háskóli Íslands minnist hundrað ára afmælis síns á næsta ári og um leið 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar. Þar er margt skemmtilegt í undirbúningi sem meðal annars var kynnt fyrir áhugasömum á einkar fróðlegu málþingi á Skagaströnd fyrir nokkrum dögum. Besta afmælisminningin á vegum háskólans væri þó að efla skólann, sem meðal annars mætti gera með því að sameina að einhverju leyti þá skóla sem nú eru kallaðir háskólar. Í Danmörku er talið hæfilegt að hafa einn háskóla á hverja eina milljón íbúa. Á Íslandi eru sjö háskólar handa 330 þúsund manns; það eru innan við 50 þúsund manns á háskóla. Tuttugasti partur af því sem miðað er við á Norðurlöndum. 3. Sjónir manna beinast eðlilega til húss Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn á afmælisárinu. Þar hefur margt verið vel gert og því verður haldið áfram. Þar hefur Alþingi staðið sig frábærlega vel við að byggja upp staðinn og efla á alla lund. Þar þarf ekki miklu við að bæta frá því sem þegar hefur verið gert. 4. Hrafnseyri er staður í vanda. Þar hefur verið ákveðið að eyða tugum milljóna í endurbætur í ár og næsta ár. Staðinn þarf að efla og Hrafnseyri þarf að tengja við íslenska háskólasamfélagið með skipulegum hætti. Hrafnseyri er þjóðargersemi en ekki byggðasafn nánasta umhverfis. Þó gæti Hrafnseyri risið til vegs með því til dæmis að hafa þar yfirumsjón með rannsóknum á stórbrotinni náttúru Arnarfjarðar og nágrennis, svo dæmi sé nefnt. Þannig þarf ekki endilega að efna til stórkostlegra nýrra fjárútláta vegna afmælisins, því margt er á dagskrá á Alþingi og í háskólum sem hentar til að minna okkur á forystuhutverk Jóns Sigurðssonar. Á næstu mánuðum munu æ fleiri halda því fram að Jón Sigurðsson hefði orðið á móti aðild Íslands að ESB; jafnmargir að minnsta kosti munu halda því gagnstæða fram. Jón mun þola hvorutveggja. Hann hefur verið mikilvægur leiðtogi Íslands og táknmynd í 200 ár; það er ekki endilega víst að hann verði það næstu 100 ár. Hjá honum er vissulega ekki að finna leiðarvísa í kvenfrelsisbaráttu eða umhverfisbaráttu komandi áratuga eða til umræðna um stöðu innflytjenda, svo brýnustu verkefni samtímans séu nefnd. En hjá honum er að finna kjark og bjartsýni til að taka á móti framtíðinni sem er full af tækifærum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Svavar Gestsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Hættan við afmælisár Jóns Sigurðssonar er aðallega sú að árið verði allt of fjarlægt venjulegu fólki. Þannig auki árið á fjarlægðina milli Jóns og almennings í landinu. Það má ekki verða. Árið á ekki að nota til að misþyrma Jóni Sigurðssyni með leiðindum. Þegar hefur verið lagt í heilmikinn undirbúning til að minnast þess myndarlega að á næsta ári verða tvö hundruð ár liðin frá því að Jón Sigurðsson fæddist. Greinilegt er að sjónir fólks beinast einkum að eftirfarandi stöðum og þáttum: 1. Að Alþingi, sem sannarlega er sá staður sem best er til þess fallinn að minnast Jóns Sigurðssonar. Besta afmælisgjöfin til þjóðarinnar í tilefni afmælisins væri að sett yrði saman á næsta ári ný tillaga að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Það verkefni er í undirbúningi. Ég hef áður skrifað stutta grein um nokkrar mikilvægar breytingar sem ég tel að gera eigi á stjórnarskránni varðandi stjórnkerfi lýðveldisins. En auk þess á að setja í nýja skrá ákvæði um að þjóðin eigi auðlindirnar, eins og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, benti á í viðtalsþætti mínum á ÍNN nýlega. Þá ber að styrkja mannréttindaþáttinn og svo á að breyta uppbyggingu stjórnarskrárinnar, það er að setja manninn og frelsi hans fremst og stofnanirnar síðast en ekki öfugt. 2. Háskóli Íslands minnist hundrað ára afmælis síns á næsta ári og um leið 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar. Þar er margt skemmtilegt í undirbúningi sem meðal annars var kynnt fyrir áhugasömum á einkar fróðlegu málþingi á Skagaströnd fyrir nokkrum dögum. Besta afmælisminningin á vegum háskólans væri þó að efla skólann, sem meðal annars mætti gera með því að sameina að einhverju leyti þá skóla sem nú eru kallaðir háskólar. Í Danmörku er talið hæfilegt að hafa einn háskóla á hverja eina milljón íbúa. Á Íslandi eru sjö háskólar handa 330 þúsund manns; það eru innan við 50 þúsund manns á háskóla. Tuttugasti partur af því sem miðað er við á Norðurlöndum. 3. Sjónir manna beinast eðlilega til húss Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn á afmælisárinu. Þar hefur margt verið vel gert og því verður haldið áfram. Þar hefur Alþingi staðið sig frábærlega vel við að byggja upp staðinn og efla á alla lund. Þar þarf ekki miklu við að bæta frá því sem þegar hefur verið gert. 4. Hrafnseyri er staður í vanda. Þar hefur verið ákveðið að eyða tugum milljóna í endurbætur í ár og næsta ár. Staðinn þarf að efla og Hrafnseyri þarf að tengja við íslenska háskólasamfélagið með skipulegum hætti. Hrafnseyri er þjóðargersemi en ekki byggðasafn nánasta umhverfis. Þó gæti Hrafnseyri risið til vegs með því til dæmis að hafa þar yfirumsjón með rannsóknum á stórbrotinni náttúru Arnarfjarðar og nágrennis, svo dæmi sé nefnt. Þannig þarf ekki endilega að efna til stórkostlegra nýrra fjárútláta vegna afmælisins, því margt er á dagskrá á Alþingi og í háskólum sem hentar til að minna okkur á forystuhutverk Jóns Sigurðssonar. Á næstu mánuðum munu æ fleiri halda því fram að Jón Sigurðsson hefði orðið á móti aðild Íslands að ESB; jafnmargir að minnsta kosti munu halda því gagnstæða fram. Jón mun þola hvorutveggja. Hann hefur verið mikilvægur leiðtogi Íslands og táknmynd í 200 ár; það er ekki endilega víst að hann verði það næstu 100 ár. Hjá honum er vissulega ekki að finna leiðarvísa í kvenfrelsisbaráttu eða umhverfisbaráttu komandi áratuga eða til umræðna um stöðu innflytjenda, svo brýnustu verkefni samtímans séu nefnd. En hjá honum er að finna kjark og bjartsýni til að taka á móti framtíðinni sem er full af tækifærum.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun