Hvers konar verðtrygging? Þorkell Helgason skrifar 29. september 2009 06:00 Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi, hefur lagt til að verðtrygging lána miðist fremur við laun en neysluverð. Þannig tengist greiðslubyrðin beint við afkomu lángreiðenda. Hængurinn er sá að til lengdar litið hafa laun hækkað meira en verðlag og svo verður vonandi í framtíðinni. Í frétt á forsíðu Fréttablaðsins í gær er t.d. bent á að launavísitala hafi hækkað um 29% umfram vísitölu neysluverðs síðan 1991. Því er hæpið að lántakendum sé greiði gerður með tengingu höfuðstóls við laun. En til er svipuð en betri lausn. Hún felst í ársgamalli lagasetningu um greiðslujöfnun á verðtryggðum fasteignaveðlánum. Lánin eru samkvæmt þessu fyrirkomulagi verðtryggð miðað við neysluverð en greiðslubyrðin aðlöguð breytingu á launum frá ársbyrjun 2008. Þannig er byrðin léttari nú en ella væri, og gott betur því einnig er tekið tillit til lækkandi atvinnustigs. Aftur á móti mun höfuðstóllinn ekki hækka meira en svarar til hækkunar neysluverðs þegar hagur þjóðarinnar fer að vænkast og kaupmáttur að vaxa á ný. Undarlegt er að bjargráðið sem felst í greiðslujöfnunarlögunum hefur lítt borist almenningi til eyrna og fáir nýtt sér möguleikann. Lækkun á greiðslubyrði er vissuleg keypt því verði að lánin lengjast. Dágóð von er samt til þess að þeir sem nýta sér greiðslujöfnun séu á endanum betur settir en með verðtryggingu að hætti Stiglitz. Engu að síður kann kúfurinn sem bætist við lánin að vera ástæða þess að lausnin er vannýtt. Nú hefur kvisast út að félagsmálaráðherra hyggist dusta nýfallið ryk af greiðslujöfnunarlögunum og gera tillögur um endurbætur og útvíkkun á þeim í ljósi reynslunnar. M.a. mun hugað að viðlagaákvæði sem taki með samfélagslegum hætti á eftirhreytum greiðslujafnaðra lána verði þær óeðlilega miklar. Tillögur ráðherrans virðast því bæði sneiða hjá þeim galla sem felst í tengingu höfuðstóls við laun og jafnframt stemma stigu við löngum skuldahala ef efnahagsbati lætur á sér standa. Gagnrýni er samt þegar komin á kreik, t.d. í fyrrgreindri frétt blaðsins. Þjóðmálaumræða á Íslandi er einatt þannig að byrjað er að gagnrýna áður en ljóst er að hverju hún beinist. Hvernig væri að sjá tillögur ráðherrans áður en gripið er til vopna? Höfundur sat á sínum tíma í vinnuhópi um greiðslujöfnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi, hefur lagt til að verðtrygging lána miðist fremur við laun en neysluverð. Þannig tengist greiðslubyrðin beint við afkomu lángreiðenda. Hængurinn er sá að til lengdar litið hafa laun hækkað meira en verðlag og svo verður vonandi í framtíðinni. Í frétt á forsíðu Fréttablaðsins í gær er t.d. bent á að launavísitala hafi hækkað um 29% umfram vísitölu neysluverðs síðan 1991. Því er hæpið að lántakendum sé greiði gerður með tengingu höfuðstóls við laun. En til er svipuð en betri lausn. Hún felst í ársgamalli lagasetningu um greiðslujöfnun á verðtryggðum fasteignaveðlánum. Lánin eru samkvæmt þessu fyrirkomulagi verðtryggð miðað við neysluverð en greiðslubyrðin aðlöguð breytingu á launum frá ársbyrjun 2008. Þannig er byrðin léttari nú en ella væri, og gott betur því einnig er tekið tillit til lækkandi atvinnustigs. Aftur á móti mun höfuðstóllinn ekki hækka meira en svarar til hækkunar neysluverðs þegar hagur þjóðarinnar fer að vænkast og kaupmáttur að vaxa á ný. Undarlegt er að bjargráðið sem felst í greiðslujöfnunarlögunum hefur lítt borist almenningi til eyrna og fáir nýtt sér möguleikann. Lækkun á greiðslubyrði er vissuleg keypt því verði að lánin lengjast. Dágóð von er samt til þess að þeir sem nýta sér greiðslujöfnun séu á endanum betur settir en með verðtryggingu að hætti Stiglitz. Engu að síður kann kúfurinn sem bætist við lánin að vera ástæða þess að lausnin er vannýtt. Nú hefur kvisast út að félagsmálaráðherra hyggist dusta nýfallið ryk af greiðslujöfnunarlögunum og gera tillögur um endurbætur og útvíkkun á þeim í ljósi reynslunnar. M.a. mun hugað að viðlagaákvæði sem taki með samfélagslegum hætti á eftirhreytum greiðslujafnaðra lána verði þær óeðlilega miklar. Tillögur ráðherrans virðast því bæði sneiða hjá þeim galla sem felst í tengingu höfuðstóls við laun og jafnframt stemma stigu við löngum skuldahala ef efnahagsbati lætur á sér standa. Gagnrýni er samt þegar komin á kreik, t.d. í fyrrgreindri frétt blaðsins. Þjóðmálaumræða á Íslandi er einatt þannig að byrjað er að gagnrýna áður en ljóst er að hverju hún beinist. Hvernig væri að sjá tillögur ráðherrans áður en gripið er til vopna? Höfundur sat á sínum tíma í vinnuhópi um greiðslujöfnun.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun