Að baka tóm vandræði 11. desember 2009 05:30 Spunameistarar Samfylkingarinnar finna sífellt ný orð til að slengja fram úr fjóshaugnum sínum. Þau nýjustu eru „kvenfyrirlitning" og „drengjaremba", sem óspart er atað á Framsóknarmenn. Ástæðan er gagnrýni okkar á vinnubrögð og þekkingarskort Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og margra stjórnarliða í Icesave-málinu. Í stað þess að beita þekkingu og rökum eru vopnin helst hroki, yfirlæti og smjörklípur. Þar sem ég vil forðast að falla niður á sama plan og flestir stuðningsmenn Icesave vil ég benda á nokkur dæmi máli okkar til stuðnings. Í fyrsta lagi hefur þingflokksformaður VG staðfest að ríkisstjórnin hafi nánast öll verið tilbúin til að samþykkja Icesave-samningana án þess að hafa lesið þá. Lestur samninganna er forsenda skilnings á þeim, nema stjórnarliðar séu farnir að nýta vinnuaðferðir miðla eða einhliða túlkun íslenskra embættismanna á flóknum alþjóðlegum samningum. Í öðru lagi spurði ég forsætisráðherra um fullyrðingar hennar, fjármálaráðherra og fleiri um að hægt væri að hefja greiðslur úr þrotabúi Landsbankans inn á Icesave-lánið, um leið og búið væri að samþykkja samningana. Benti ég á að slitastjórn gamla Landsbankans hefði ekki í hyggju að greiða neitt úr þrotabúinu fyrr en komin væri niðurstaða í lagaleg ágreiningsmál. Sú niðurstaða mun liggja fyrir eftir 1-2 ár. Forsætisráðherra kom af fjöllum og sýndi þannig skýrt skilningsleysi sitt á málinu öllu. Í þriðja lagi virðast þingmenn Samfylkingarinnar missa málið á Alþingi þegar reynt er að fá þá til að útskýra hvernig þjóðin á að standa undir erlendum skuldum þjóðarbúsins og hvaðan á að fá gjaldeyrinn. Viðskiptajöfnuður er óáhugaverður að þeirra mati og fullyrti einn þingmaður Samfylkingarinnar að hún hefði lítinn áhuga á að ræða krónur í þessu sambandi. Ríkisstjórnin, undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur, hefur fátt annað gert frá því að hún tók við völdum en baka þjóðinni vandræði með vanþekkingu sinni og úreltum vinnubrögðum. Því verður að breyta! Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Spunameistarar Samfylkingarinnar finna sífellt ný orð til að slengja fram úr fjóshaugnum sínum. Þau nýjustu eru „kvenfyrirlitning" og „drengjaremba", sem óspart er atað á Framsóknarmenn. Ástæðan er gagnrýni okkar á vinnubrögð og þekkingarskort Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og margra stjórnarliða í Icesave-málinu. Í stað þess að beita þekkingu og rökum eru vopnin helst hroki, yfirlæti og smjörklípur. Þar sem ég vil forðast að falla niður á sama plan og flestir stuðningsmenn Icesave vil ég benda á nokkur dæmi máli okkar til stuðnings. Í fyrsta lagi hefur þingflokksformaður VG staðfest að ríkisstjórnin hafi nánast öll verið tilbúin til að samþykkja Icesave-samningana án þess að hafa lesið þá. Lestur samninganna er forsenda skilnings á þeim, nema stjórnarliðar séu farnir að nýta vinnuaðferðir miðla eða einhliða túlkun íslenskra embættismanna á flóknum alþjóðlegum samningum. Í öðru lagi spurði ég forsætisráðherra um fullyrðingar hennar, fjármálaráðherra og fleiri um að hægt væri að hefja greiðslur úr þrotabúi Landsbankans inn á Icesave-lánið, um leið og búið væri að samþykkja samningana. Benti ég á að slitastjórn gamla Landsbankans hefði ekki í hyggju að greiða neitt úr þrotabúinu fyrr en komin væri niðurstaða í lagaleg ágreiningsmál. Sú niðurstaða mun liggja fyrir eftir 1-2 ár. Forsætisráðherra kom af fjöllum og sýndi þannig skýrt skilningsleysi sitt á málinu öllu. Í þriðja lagi virðast þingmenn Samfylkingarinnar missa málið á Alþingi þegar reynt er að fá þá til að útskýra hvernig þjóðin á að standa undir erlendum skuldum þjóðarbúsins og hvaðan á að fá gjaldeyrinn. Viðskiptajöfnuður er óáhugaverður að þeirra mati og fullyrti einn þingmaður Samfylkingarinnar að hún hefði lítinn áhuga á að ræða krónur í þessu sambandi. Ríkisstjórnin, undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur, hefur fátt annað gert frá því að hún tók við völdum en baka þjóðinni vandræði með vanþekkingu sinni og úreltum vinnubrögðum. Því verður að breyta! Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar