Háskaleg blekking Sighvatur Björgvinsson skrifar 6. maí 2009 00:01 Benedikt Sigurðarson, samfylkingarmaður frá Akureyri, sakar undirritaðan um að hafa ráðist með offorsi á talsmann neytenda og jafnvel hótað honum með forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Ekkert af þessu hefi ég gert. Ég var einfaldlega að ástunda það, sem Benedikt biður um í grein sinni - heiðarleg samræðustjórnmál. Reyna eftir bestu getu að koma í veg fyrir það, sem ég tel vera háskalegan blekkingarleik. Hvert var meginefnið í tillögum þeim, sem talsmaður neytenda gerði til þeirra flokka, sem nú starfa að myndun ríkisstjórnar - og hverjir voru hinir alvarlegu ágallar á þeim tillögum að mínu mati: Talsmaðurinn lagði til að ríkið tæki eignarnámi allar kröfur lánveitenda með veði í íbúðarhúsnæði. Ég benti á þá einföldu staðreynd, að eignarnámi fylgja afdráttarlausar skyldur um eignarnámsbætur. Ef farið yrði að tillögu talsmannsins myndi eignabótakrafan nema samanlagðri fjárhæð allra krafnanna og skattborgarar yrðu að standa skil á þeirri kröfu. Talsmaðurinn lagði svo til, að opinberri nefnd yrði falið að afskrifa kröfurnar eftir tilteknum reglum. Ég benti á að þá væri verið að afskrifa kröfur, sem komnar væru í eigu ríkisins og enginn stæði undir þeim afskriftakostnaði annar en skattborgarar. Talsmaður neytenda fullyrti í viðtali við Kastljós, að yrðu tillögur hans samþykktar myndu þær nánast ekki kosta neitt nema kostnað við störf umræddrar nefndar. Ég benti á að það væri þvættingur. Þessi úrræði væru leið til þess að velta öllum vanda lánveitenda íbúðalána yfir á herðar skattborgara. Ekkert af þessu hrekur Benedikt. Hann einfaldlega getur það ekki. Hann hefur engin rök til þess. Þess í stað veitist hann með skattyrðum að Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni fyrir að hafa ekki viljað hlíta hans leiðsögn en ver svo mestri umfjöllun sinni í að andmæla verðtryggingu fjárskuldbindinga, sem verið hefur lengi eins og bögglað roð fyrir brjósti honum. Vissulega væri ástæða til þess að ræða þau mál á grundvelli heiðarlegra samræðustjórnmála. Ég nefnilega man vel þá tíma, þegar sparifé landsmanna brann upp á verðbólgubáli í lágvaxtaumhverfi í háverðbólgu; þegar nánast allur sparnaður landsmanna varð að vera lögþvingaður; þegar aðgangur að lánsfé var skammtaður því lán var nánast sama og gjöf; þegar skömmtunarstjórarnir voru stjórnmálamenn á þingi, í bankaráðum og við stjórn bankanna; þegar víxileyðublöð frá öllum bankastofnunum og sparisjóðum landsins voru í hillum við hliðina á innganginum að fundarsal alþingis og svokallaðir „fyrirgreiðslustjórnmálamenn" gengu um ganga með víxileyðublöðin standandi upp úr öllum vösum. Verðtrygging fjárskuldbindinga batt enda á þennan tíma. Helsti baráttumaður fyrir þeirri lausn hét Vilmundur Gylfason. Hún var leidd í lög fyrir tilstuðlan þáverandi formanns Framsóknarflokksins, Ólafs Jóhannessonar, í lögum, sem við hann eru kennd. Fyrir tilstilli þeirrar breytingar var opnuð leið til sparnaðar og um leið greiður aðgangur jafnt fólks sem fyrirtækja að lánum. Skömmtunarstjórarnir hurfu eins og dögg fyrir sólu. Engin víxileyðublöð sjást lengur í nágrenni við fundarsal Alþingis - og slík blöð standa ekki lengur upp úr vösum fyrirgreiðslustjórnmálamanna. Fólk hefur einfaldlega ekki þurft á þeim að halda til þess að fá aðgang að lánum. Mér er ljóst, að margt fólk á nú við erfiðleika að etja vegna skuldsetningar. Þeim þarf að bjarga, sem hægt er - en sumum er einfaldlega ekki hægt að bjarga. Þeim, sem farið hafa offari í að reyna að lifa á sparnaði annarra verður ekki bjargað. Sú ómótmælanlega staðreynd, að íslensk heimili gerðust í góðæri skuldsettustu heimili í víðri veröld segja mikla sögu. Sú skuldsetning var ekki nauðung. Hins vegar er mikill ábyrgðarhluti að reyna að telja fólki trú um, að hægt sé að bjarga skuldurum án þess að það kosti nokkurn neitt. Engin slík lausn er til. Kostnaðurinn við slíkar aðgerðir er mikill. Byrðarnar munu leggjast annars vegar á skattborgara - þ.á m. á þá sem notuðu góðærið til þess að greiða skuldir sínar eða ekki skuldsettu sig umfram greiðslugetu - og hins vegar á lánveitendur. Og hverjir eru þeir? Þeir eru lífeyrissjóðir landsmanna, sem þegar hafa orðið fyrir miklu tjóni og kemur þá skuldayfirtakan til viðbótar og mun falla á núverandi lífeyrisþega og lífeyrisþega framtíðarinnar með skertum lífeyri. Og þeir eru fólkið, sem enn á sparifé sitt í bönkum og sparisjóðum landsins. Óhjákvæmilegt er með öllu að tjóni bankanna muni verða velt yfir á innistæðueigendur því bankarnir eru ekkert annað en milliliðir á milli þeirra, sem hafa lánað þeim fé og hinna, sem hafa tekið það fé að láni. Í heiðarlegum samræðustjórnmálum felst að ræða hlutina eins og þeir eru en ekki að telja fólki trú um að hægt sé að yfirtaka skuldir fólks án þess að það kosti nokkurn nokkuð. Að predika slík sjónarmið á tímum eins og við nú lifum er beinlínis háskaleg blekking. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Benedikt Sigurðarson, samfylkingarmaður frá Akureyri, sakar undirritaðan um að hafa ráðist með offorsi á talsmann neytenda og jafnvel hótað honum með forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Ekkert af þessu hefi ég gert. Ég var einfaldlega að ástunda það, sem Benedikt biður um í grein sinni - heiðarleg samræðustjórnmál. Reyna eftir bestu getu að koma í veg fyrir það, sem ég tel vera háskalegan blekkingarleik. Hvert var meginefnið í tillögum þeim, sem talsmaður neytenda gerði til þeirra flokka, sem nú starfa að myndun ríkisstjórnar - og hverjir voru hinir alvarlegu ágallar á þeim tillögum að mínu mati: Talsmaðurinn lagði til að ríkið tæki eignarnámi allar kröfur lánveitenda með veði í íbúðarhúsnæði. Ég benti á þá einföldu staðreynd, að eignarnámi fylgja afdráttarlausar skyldur um eignarnámsbætur. Ef farið yrði að tillögu talsmannsins myndi eignabótakrafan nema samanlagðri fjárhæð allra krafnanna og skattborgarar yrðu að standa skil á þeirri kröfu. Talsmaðurinn lagði svo til, að opinberri nefnd yrði falið að afskrifa kröfurnar eftir tilteknum reglum. Ég benti á að þá væri verið að afskrifa kröfur, sem komnar væru í eigu ríkisins og enginn stæði undir þeim afskriftakostnaði annar en skattborgarar. Talsmaður neytenda fullyrti í viðtali við Kastljós, að yrðu tillögur hans samþykktar myndu þær nánast ekki kosta neitt nema kostnað við störf umræddrar nefndar. Ég benti á að það væri þvættingur. Þessi úrræði væru leið til þess að velta öllum vanda lánveitenda íbúðalána yfir á herðar skattborgara. Ekkert af þessu hrekur Benedikt. Hann einfaldlega getur það ekki. Hann hefur engin rök til þess. Þess í stað veitist hann með skattyrðum að Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni fyrir að hafa ekki viljað hlíta hans leiðsögn en ver svo mestri umfjöllun sinni í að andmæla verðtryggingu fjárskuldbindinga, sem verið hefur lengi eins og bögglað roð fyrir brjósti honum. Vissulega væri ástæða til þess að ræða þau mál á grundvelli heiðarlegra samræðustjórnmála. Ég nefnilega man vel þá tíma, þegar sparifé landsmanna brann upp á verðbólgubáli í lágvaxtaumhverfi í háverðbólgu; þegar nánast allur sparnaður landsmanna varð að vera lögþvingaður; þegar aðgangur að lánsfé var skammtaður því lán var nánast sama og gjöf; þegar skömmtunarstjórarnir voru stjórnmálamenn á þingi, í bankaráðum og við stjórn bankanna; þegar víxileyðublöð frá öllum bankastofnunum og sparisjóðum landsins voru í hillum við hliðina á innganginum að fundarsal alþingis og svokallaðir „fyrirgreiðslustjórnmálamenn" gengu um ganga með víxileyðublöðin standandi upp úr öllum vösum. Verðtrygging fjárskuldbindinga batt enda á þennan tíma. Helsti baráttumaður fyrir þeirri lausn hét Vilmundur Gylfason. Hún var leidd í lög fyrir tilstuðlan þáverandi formanns Framsóknarflokksins, Ólafs Jóhannessonar, í lögum, sem við hann eru kennd. Fyrir tilstilli þeirrar breytingar var opnuð leið til sparnaðar og um leið greiður aðgangur jafnt fólks sem fyrirtækja að lánum. Skömmtunarstjórarnir hurfu eins og dögg fyrir sólu. Engin víxileyðublöð sjást lengur í nágrenni við fundarsal Alþingis - og slík blöð standa ekki lengur upp úr vösum fyrirgreiðslustjórnmálamanna. Fólk hefur einfaldlega ekki þurft á þeim að halda til þess að fá aðgang að lánum. Mér er ljóst, að margt fólk á nú við erfiðleika að etja vegna skuldsetningar. Þeim þarf að bjarga, sem hægt er - en sumum er einfaldlega ekki hægt að bjarga. Þeim, sem farið hafa offari í að reyna að lifa á sparnaði annarra verður ekki bjargað. Sú ómótmælanlega staðreynd, að íslensk heimili gerðust í góðæri skuldsettustu heimili í víðri veröld segja mikla sögu. Sú skuldsetning var ekki nauðung. Hins vegar er mikill ábyrgðarhluti að reyna að telja fólki trú um, að hægt sé að bjarga skuldurum án þess að það kosti nokkurn neitt. Engin slík lausn er til. Kostnaðurinn við slíkar aðgerðir er mikill. Byrðarnar munu leggjast annars vegar á skattborgara - þ.á m. á þá sem notuðu góðærið til þess að greiða skuldir sínar eða ekki skuldsettu sig umfram greiðslugetu - og hins vegar á lánveitendur. Og hverjir eru þeir? Þeir eru lífeyrissjóðir landsmanna, sem þegar hafa orðið fyrir miklu tjóni og kemur þá skuldayfirtakan til viðbótar og mun falla á núverandi lífeyrisþega og lífeyrisþega framtíðarinnar með skertum lífeyri. Og þeir eru fólkið, sem enn á sparifé sitt í bönkum og sparisjóðum landsins. Óhjákvæmilegt er með öllu að tjóni bankanna muni verða velt yfir á innistæðueigendur því bankarnir eru ekkert annað en milliliðir á milli þeirra, sem hafa lánað þeim fé og hinna, sem hafa tekið það fé að láni. Í heiðarlegum samræðustjórnmálum felst að ræða hlutina eins og þeir eru en ekki að telja fólki trú um að hægt sé að yfirtaka skuldir fólks án þess að það kosti nokkurn nokkuð. Að predika slík sjónarmið á tímum eins og við nú lifum er beinlínis háskaleg blekking. Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun