Veröldin vill samning sem heldur 12. desember 2009 06:00 Í dag, 12. desember, klukkan 17.30, mun Íslandsdeild Attac-samtakanna, í samvinnu við Náttúruverndarsamtök Íslands og netsamfélagið Avaaz.org, standa fyrir kertaljósavöku á Lækjartorgi, í Reykjavík. Tilefnið er loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn þar sem þjóðarleiðtogar heimsins munu freista þess að komast að samkomulagi um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Samskonar kertaljósavökur hafa verið skipulagðar um allan heim, og hafa félagasamtök og einstaklingar í meira en 130 löndum hlýtt kallinu. Krafa okkar er skýr: Sanngjarnt, metnaðarfullt, lagalega bindandi samkomulag verður að nást, veröldin krefst samnings sem heldur! Rannsóknir vísindamanna sýna með óyggjandi hætti að styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti jarðar hefur aukist frá upphafi iðnbyltingarinnar á átjándu öld, en þó sérstaklega á undanförnum áratugum. Orsök aukningarinnar eru athafnir okkar mannanna, brennsla olíu og kola. Vísindafólk er á einu máli um að aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu leiði til hlýnunar jarðar. Af síðustu fjórtán árum hafa enda ellefu verið hin heitustu síðan mælingar hófust. Haldi styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu áfram að aukast án þess að nokkuð sé að gert mun það leiða til stórkostlegra breytinga á loftslagi jarðarinnar, bráðnunar jökla og íshellu heimskautanna og þar með hækkunar sjávarborðs, og óafturkræfra breytinga á vistkerfi jarðarinnar. Fátækustu systkin okkar á suðurhveli jarðar, sem þola skort og búa við erfið skilyrði, eru í mikilli hættu. Vistkerfi margra þróunarlanda eru nú þegar mjög brothætt. Í Sahelbeltinu, þar sem Saharaeyðimörkin hefur verið að færa sig stöðugt sunnar, geta jafnvel tiltölulega smávægilegar loftslagsbreytingar þýtt uppskerubrest, þurrka og uppblástur. Í löndum Suðaustur-Asíu hafa loftslagsbreytingar síðustu ára leitt til stóraukinnar tíðni hitabeltisstorma sem hafa eyðilagt uppskeru og vatnsból, og á kóraleyjum Indlandshafs getur mjög lítil hækkun sjávarborðs þýtt að heilu eyjarnar fara á kaf. Þessi lönd skortir fé til þess að grípa til aðgerða sem gætu unnið gegn afleiðingum loftslagbreytinga. Það dylst engum að Vesturlönd bera meginábyrgð á aukningu gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti jarðar, og það getur varla dulist nokkurri manneskju að íbúum hinna ríku Vesturlanda ber þvi siðferðileg skylda að koma fátækustu löndum jarðar til hjálpar. Baráttufólk og sérfræðingar í loftslagsmálum fullyrða að raunverulegur samningur um samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda verði að innihalda eftirfarandi atriði: a) Sanngirni – Tryggja verður 200 milljarða Bandaríkjadollara til að fjármagna aðgerðir í fátækum ríkjum til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. b) Metnað – Stefnt verði að því að útblástur koltvísýrings nái hámarki eigi síðar en árið 2015 og að styrkur hans í andrúmsloftinu verði þegar fram í sækir ekki meiri en 350 ppm (er nú 384 ppm). c) Lagalega bindandi – Samningur verður að binda ríki heims að þjóðarrétti. Okkur hefur verið falið að varðveita hið einstaka kraftaverk sem sköpunarverkið er fyrir komandi kynslóðir, og okkur ber skylda að axla þá ábyrgð af ánægju og dugnaði, því afkomendur okkar eiga sama rétt á ávöxtum jarðarinnar og við. Sjáumst á Lækjartorgi. Höfundur skrifar fyrir hönd Íslandsdeildar Attac. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Sólveig Anna Jónsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Í dag, 12. desember, klukkan 17.30, mun Íslandsdeild Attac-samtakanna, í samvinnu við Náttúruverndarsamtök Íslands og netsamfélagið Avaaz.org, standa fyrir kertaljósavöku á Lækjartorgi, í Reykjavík. Tilefnið er loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn þar sem þjóðarleiðtogar heimsins munu freista þess að komast að samkomulagi um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Samskonar kertaljósavökur hafa verið skipulagðar um allan heim, og hafa félagasamtök og einstaklingar í meira en 130 löndum hlýtt kallinu. Krafa okkar er skýr: Sanngjarnt, metnaðarfullt, lagalega bindandi samkomulag verður að nást, veröldin krefst samnings sem heldur! Rannsóknir vísindamanna sýna með óyggjandi hætti að styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti jarðar hefur aukist frá upphafi iðnbyltingarinnar á átjándu öld, en þó sérstaklega á undanförnum áratugum. Orsök aukningarinnar eru athafnir okkar mannanna, brennsla olíu og kola. Vísindafólk er á einu máli um að aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu leiði til hlýnunar jarðar. Af síðustu fjórtán árum hafa enda ellefu verið hin heitustu síðan mælingar hófust. Haldi styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu áfram að aukast án þess að nokkuð sé að gert mun það leiða til stórkostlegra breytinga á loftslagi jarðarinnar, bráðnunar jökla og íshellu heimskautanna og þar með hækkunar sjávarborðs, og óafturkræfra breytinga á vistkerfi jarðarinnar. Fátækustu systkin okkar á suðurhveli jarðar, sem þola skort og búa við erfið skilyrði, eru í mikilli hættu. Vistkerfi margra þróunarlanda eru nú þegar mjög brothætt. Í Sahelbeltinu, þar sem Saharaeyðimörkin hefur verið að færa sig stöðugt sunnar, geta jafnvel tiltölulega smávægilegar loftslagsbreytingar þýtt uppskerubrest, þurrka og uppblástur. Í löndum Suðaustur-Asíu hafa loftslagsbreytingar síðustu ára leitt til stóraukinnar tíðni hitabeltisstorma sem hafa eyðilagt uppskeru og vatnsból, og á kóraleyjum Indlandshafs getur mjög lítil hækkun sjávarborðs þýtt að heilu eyjarnar fara á kaf. Þessi lönd skortir fé til þess að grípa til aðgerða sem gætu unnið gegn afleiðingum loftslagbreytinga. Það dylst engum að Vesturlönd bera meginábyrgð á aukningu gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti jarðar, og það getur varla dulist nokkurri manneskju að íbúum hinna ríku Vesturlanda ber þvi siðferðileg skylda að koma fátækustu löndum jarðar til hjálpar. Baráttufólk og sérfræðingar í loftslagsmálum fullyrða að raunverulegur samningur um samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda verði að innihalda eftirfarandi atriði: a) Sanngirni – Tryggja verður 200 milljarða Bandaríkjadollara til að fjármagna aðgerðir í fátækum ríkjum til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. b) Metnað – Stefnt verði að því að útblástur koltvísýrings nái hámarki eigi síðar en árið 2015 og að styrkur hans í andrúmsloftinu verði þegar fram í sækir ekki meiri en 350 ppm (er nú 384 ppm). c) Lagalega bindandi – Samningur verður að binda ríki heims að þjóðarrétti. Okkur hefur verið falið að varðveita hið einstaka kraftaverk sem sköpunarverkið er fyrir komandi kynslóðir, og okkur ber skylda að axla þá ábyrgð af ánægju og dugnaði, því afkomendur okkar eiga sama rétt á ávöxtum jarðarinnar og við. Sjáumst á Lækjartorgi. Höfundur skrifar fyrir hönd Íslandsdeildar Attac.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar