Þóra á að vera í markinu á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2009 08:00 Guðbjörg Gunnarsdóttir og Þóra Björk Helgadóttir. Mynd/Anton Það styttist óðum í Evrópumótið í Finnlandi og íslenska kvennalandsliðið er nú komið saman fyrir lokaundirbúning sinn. Ein stærsta ákvörðunin sem bíður Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar er að velja á milli tveggja frábærra markvarða liðsins en Þóra Björk Helgadóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir hafa aldrei verið í betra formi og hafa báðar farið á kostum með liðum sínum í Noregi og Svíþjóð. Þjálfarar Pepsi-deildar kvenna eru þó nánast á einu máli um hvor eigi að vera í markinu því átta af tíu segja að Þóra eigi að vera markmaður númer eitt. Fréttablaðið kannaði skoðanir tíu þjálfara Pepsi-deildar kvenna á nokkrum hlutum varðandi landsliðið og EM. Þjálfararnir voru, auk þess að velja markmann liðsins, spurðir hver væri mikilvægasti leikmaður liðsins, hver kæmi mest á óvart á EM og hvernig liðinu myndi ganga. Þóra hefur meiri reynsluÞóra Björg Helgadóttir fær atkvæði átta af tíu þjálfurum. „Þóra á að klára sinn landsliðsferil þarna," sagði einn þjálfarinn og flestir tala um að hún hafi meiri reynslu en Guðbjörg og það ráði úrslitum.„Þóra fær mitt atkvæði, mér finnst hún betri markmaður og hún er best undir mikilli pressu og álagi. Hún stýrir vörninni vel og gefur henni sjálfstraust með miklu öryggi í sínum leik. Einnig hef ég séð hana á æfingum núna og hún er í hörkuformi," sagði annar þjálfari úr Pepsi-deildinni.Guðbjörg fær aðeins tvö atkvæði þrátt fyrir að hafa staðið sig frábærlega með Djurgården á sínu fyrsta ári í sænsku deildinni.„Guðbjörg á að standa í markinu, hún er á toppi síns ferils að spila gríðarlega vel í einni af þrem sterkustu deildum heims. Hungrið og viljinn fyrir því að spila knattspyrnu í háum gæðaflokki um ókomna tíð er til staðar. Hún er því sá markvörður sem ver mark liðsins næstu árin og á að fá þessa reynslu á EM í ár," sagði annar þjálfarinn og hinn segir að þær séu jafngóðar en að það sé meiri framtíð í Guðbjörgu.Allir ættu að fá góða vísbendingu um hvor þeirra verður í markinu þegar Ísland mætir Serbíu á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Margrét Lára og Katrín mikilvægastarFimm leikmenn íslenska liðsins fengu atkvæði sem mikilvægasti leikmaður liðsins. Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir fékk flest atkvæði eða fimm en fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir fékk fjögur atkvæði, þar af tvö sem hluti af mikilvægu miðvarðarpari með Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur. Einhverjir þjálfarar áttu erfitt með að gera upp á milli.„Þetta er gríðarlega erfið spurning, ég met þetta þannig að miðvarðarparið og Margrét Lára séu mikilvægustu leikmenn Íslands eins og stendur og ég get ekki gert upp á milli þeirra," sagði einn þjálfarinn.Skarð Margrétar Láru verður ekki fyllt að mati margra þjálfaranna.„Liðið þarfnast leikmanns sem hefur sannað sig sem markaskorari á stóra sviðinu á móti frábærum vörnum og vel skipulögðum liðum," sagði einn og annar átti erfitt með að gera upp á milli Katrínar og Margrétar en komst samt að niðurstöðu.„Það er eiginlega engin sem getur fyllt skarð Margrétar, eigum því miður ekki annan senter eins og Margréti þannig að ég held að hún fái mitt atkvæði." Katrín fær mikið hrós frá þjálfurunum.„Hún er svakalegur leiðtogi, skorar mikilvæg mörk og á eftir að drífa liðið áfram," sagði einn um fyrirliða íslenska liðsins og annar var á svipuðum nótum.„Katrín er mikill leiðtogi í þessu liði bæði innan vallar og utan og stelpurnar bera mikla virðingu fyrir henni." Katrín og Sara Björk koma á óvartÁtta leikmenn íslenska liðsins fengu tilnefningu til þess að koma mest á óvart en þær Katrín Ómarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir fengu báðar tvö atkvæði. Einn þjálfarinn talaði þó um að það kæmi ekkert á óvart í þessu liði.Flestir þjálfaranna eru bjartsýnir á gengi íslenska liðsins á mótinu og sjö af tíu þjálfurum spá því að íslenska liðið komist upp úr riðlinum.„Ég hef trú á því að ef við náum góðum úrslitum úr þeim leik og verðum ekki fyrir meiðslum, þá nái liðið frábærum árangri," sagði einn og annar er á svipuðum nótum.„Ég hef mikla trú á þessum stelpum sem eru búnar að leggja mikið á sig til þess að toppa núna á EM."Þrír þjálfaranna telja að liðið komist ekki áfram. „Þær munu standa í öllum liðum en fara ekki upp úr riðlinum. Til þess er riðillinn of sterkur og við erum enn með of marga farþega í hópnum sem hafa engu að bæta við þetta lið," sagði einn þjálfarinn, sem trúir ekki á að liðið fari í átta liða úrslitin.Fréttablaðið þakkar góð viðbrögð þjálfaranna tíu í Pepsi-deild kvenna við þessari könnun. Nú er bara að bíða og sjá hvernig stelpurnar okkar standa sig þegar á hólminn er komið í Finnlandi. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Þórir hefur ekki áhuga Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Sjá meira
Það styttist óðum í Evrópumótið í Finnlandi og íslenska kvennalandsliðið er nú komið saman fyrir lokaundirbúning sinn. Ein stærsta ákvörðunin sem bíður Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar er að velja á milli tveggja frábærra markvarða liðsins en Þóra Björk Helgadóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir hafa aldrei verið í betra formi og hafa báðar farið á kostum með liðum sínum í Noregi og Svíþjóð. Þjálfarar Pepsi-deildar kvenna eru þó nánast á einu máli um hvor eigi að vera í markinu því átta af tíu segja að Þóra eigi að vera markmaður númer eitt. Fréttablaðið kannaði skoðanir tíu þjálfara Pepsi-deildar kvenna á nokkrum hlutum varðandi landsliðið og EM. Þjálfararnir voru, auk þess að velja markmann liðsins, spurðir hver væri mikilvægasti leikmaður liðsins, hver kæmi mest á óvart á EM og hvernig liðinu myndi ganga. Þóra hefur meiri reynsluÞóra Björg Helgadóttir fær atkvæði átta af tíu þjálfurum. „Þóra á að klára sinn landsliðsferil þarna," sagði einn þjálfarinn og flestir tala um að hún hafi meiri reynslu en Guðbjörg og það ráði úrslitum.„Þóra fær mitt atkvæði, mér finnst hún betri markmaður og hún er best undir mikilli pressu og álagi. Hún stýrir vörninni vel og gefur henni sjálfstraust með miklu öryggi í sínum leik. Einnig hef ég séð hana á æfingum núna og hún er í hörkuformi," sagði annar þjálfari úr Pepsi-deildinni.Guðbjörg fær aðeins tvö atkvæði þrátt fyrir að hafa staðið sig frábærlega með Djurgården á sínu fyrsta ári í sænsku deildinni.„Guðbjörg á að standa í markinu, hún er á toppi síns ferils að spila gríðarlega vel í einni af þrem sterkustu deildum heims. Hungrið og viljinn fyrir því að spila knattspyrnu í háum gæðaflokki um ókomna tíð er til staðar. Hún er því sá markvörður sem ver mark liðsins næstu árin og á að fá þessa reynslu á EM í ár," sagði annar þjálfarinn og hinn segir að þær séu jafngóðar en að það sé meiri framtíð í Guðbjörgu.Allir ættu að fá góða vísbendingu um hvor þeirra verður í markinu þegar Ísland mætir Serbíu á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Margrét Lára og Katrín mikilvægastarFimm leikmenn íslenska liðsins fengu atkvæði sem mikilvægasti leikmaður liðsins. Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir fékk flest atkvæði eða fimm en fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir fékk fjögur atkvæði, þar af tvö sem hluti af mikilvægu miðvarðarpari með Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur. Einhverjir þjálfarar áttu erfitt með að gera upp á milli.„Þetta er gríðarlega erfið spurning, ég met þetta þannig að miðvarðarparið og Margrét Lára séu mikilvægustu leikmenn Íslands eins og stendur og ég get ekki gert upp á milli þeirra," sagði einn þjálfarinn.Skarð Margrétar Láru verður ekki fyllt að mati margra þjálfaranna.„Liðið þarfnast leikmanns sem hefur sannað sig sem markaskorari á stóra sviðinu á móti frábærum vörnum og vel skipulögðum liðum," sagði einn og annar átti erfitt með að gera upp á milli Katrínar og Margrétar en komst samt að niðurstöðu.„Það er eiginlega engin sem getur fyllt skarð Margrétar, eigum því miður ekki annan senter eins og Margréti þannig að ég held að hún fái mitt atkvæði." Katrín fær mikið hrós frá þjálfurunum.„Hún er svakalegur leiðtogi, skorar mikilvæg mörk og á eftir að drífa liðið áfram," sagði einn um fyrirliða íslenska liðsins og annar var á svipuðum nótum.„Katrín er mikill leiðtogi í þessu liði bæði innan vallar og utan og stelpurnar bera mikla virðingu fyrir henni." Katrín og Sara Björk koma á óvartÁtta leikmenn íslenska liðsins fengu tilnefningu til þess að koma mest á óvart en þær Katrín Ómarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir fengu báðar tvö atkvæði. Einn þjálfarinn talaði þó um að það kæmi ekkert á óvart í þessu liði.Flestir þjálfaranna eru bjartsýnir á gengi íslenska liðsins á mótinu og sjö af tíu þjálfurum spá því að íslenska liðið komist upp úr riðlinum.„Ég hef trú á því að ef við náum góðum úrslitum úr þeim leik og verðum ekki fyrir meiðslum, þá nái liðið frábærum árangri," sagði einn og annar er á svipuðum nótum.„Ég hef mikla trú á þessum stelpum sem eru búnar að leggja mikið á sig til þess að toppa núna á EM."Þrír þjálfaranna telja að liðið komist ekki áfram. „Þær munu standa í öllum liðum en fara ekki upp úr riðlinum. Til þess er riðillinn of sterkur og við erum enn með of marga farþega í hópnum sem hafa engu að bæta við þetta lið," sagði einn þjálfarinn, sem trúir ekki á að liðið fari í átta liða úrslitin.Fréttablaðið þakkar góð viðbrögð þjálfaranna tíu í Pepsi-deild kvenna við þessari könnun. Nú er bara að bíða og sjá hvernig stelpurnar okkar standa sig þegar á hólminn er komið í Finnlandi.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Þórir hefur ekki áhuga Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Sjá meira