Reiðin sem förunautur Margrét kristmannsdóttir skrifar 16. júlí 2009 06:00 Á undanförnum mánuðum hefur okkur sennilega flestum liðið svipað; orðið öskureið, pirruð, döpur og leið og hugsað upphátt: „Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst?" Flestir hafa blótað útrásarvíkingunum, bankastjórunum, ríkisstjórninni, Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu og fleirum bæði upphátt og í hljóði. Það er rifist og skammast á kaffistofum, í fjölskylduboðum, í fjölmiðlum, á netinu - á flestum stöðum þar sem menn tjá skoðanir sínar. En reiðin er ekki góður förunautur. Í fyrsta lagi eru fáir sérlega skemmtilegir þannig og í öðru lagi breytist ástandið lítið við að láta reiðina taka völdin. En það sem skiptir þó mestu máli er að sjálfum líður okkur ekkert vel þegar við erum reið og hverjum hugnast að búa í þjóðfélagi þar sem allir eru reiðir og neikvæðir - hverjum hugnast að ala börn sín upp í þannig þjóðfélagi? Við Íslendingar þurfum að hafa í huga að þrátt fyrir allt höfum við það mjög gott. Langstærsti hluti jarðarbúa vildi án lítillar umhugsunar hafa vistaskipti við okkur þrátt fyrir þær þrengingar sem við erum að ganga í gegnum, en þessari staðreynd gleymum við oft. Það mun segja mikið um okkur sem þjóð hvernig við tökumst á við núverandi aðstæður - hvaða karakter við höfum að geyma. Ætlum við að halda áfram að fara þetta á hnefanum eða ætlum við að snúa bökum saman og vinna okkur út úr þessu sem einn maður? En það mun ekki síður segja mikið um orðstír okkar á komandi áratugum hvernig við vinnum okkur út úr núverandi stöðu. Ætlum við ofan á gríðarlega skuldsetningu komandi kynslóða að skilja þær eftir með svert mannorð á alþjóðavettvangi? Það er ótrúlega mikið til í því orðatiltæki að „eftir höfðinu dansi limirnir" og þessa dagana er fátt dapurlegra en að fylgjast með störfum Alþingis og kannski ekki að undra að þjóðin er í því ástandi sem hún er þegar horft er til þeirra sem við höfum valið að leiða okkur út úr núverandi þrengingum. Flestir stjórnmálamenn eru þó vafalítið að gera sitt besta í erfiðri stöðu en allt of margir þurfa að taka sig saman í andlitinu og átta sig á því að þetta er ekki tími hinna stóru hugmyndafræðilegu sigra. Þeir verða að átta sig á því að þeir eru ekki eingöngu framsóknarmenn, samfylkingarmenn, sjálfstæðismenn, vinstri grænir eða í Borgarahreyfingunni - þeir eru fyrst og fremst Íslendingar og að setja verður þjóðarhag ofar flokkshagsmunum. Við núverandi aðstæður verða stjórnmálamenn að leggja til hliðar venjulegt argaþras. Fátt myndi skipta eins miklu fyrir baráttuanda þjóðarinnar en að horfa til samhentrar liðsheildar á Alþingi. Aðilar vinnumarkaðarins ákváðu með stöðugleikasáttmálanum að leggja til hliðar sínar ýtrustu kröfur, snúa bökum saman og vinna sig í sameiningu út úr hruninu. Er til of mikils mælst að alþingismenn geri slíkt hið sama? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum mánuðum hefur okkur sennilega flestum liðið svipað; orðið öskureið, pirruð, döpur og leið og hugsað upphátt: „Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst?" Flestir hafa blótað útrásarvíkingunum, bankastjórunum, ríkisstjórninni, Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu og fleirum bæði upphátt og í hljóði. Það er rifist og skammast á kaffistofum, í fjölskylduboðum, í fjölmiðlum, á netinu - á flestum stöðum þar sem menn tjá skoðanir sínar. En reiðin er ekki góður förunautur. Í fyrsta lagi eru fáir sérlega skemmtilegir þannig og í öðru lagi breytist ástandið lítið við að láta reiðina taka völdin. En það sem skiptir þó mestu máli er að sjálfum líður okkur ekkert vel þegar við erum reið og hverjum hugnast að búa í þjóðfélagi þar sem allir eru reiðir og neikvæðir - hverjum hugnast að ala börn sín upp í þannig þjóðfélagi? Við Íslendingar þurfum að hafa í huga að þrátt fyrir allt höfum við það mjög gott. Langstærsti hluti jarðarbúa vildi án lítillar umhugsunar hafa vistaskipti við okkur þrátt fyrir þær þrengingar sem við erum að ganga í gegnum, en þessari staðreynd gleymum við oft. Það mun segja mikið um okkur sem þjóð hvernig við tökumst á við núverandi aðstæður - hvaða karakter við höfum að geyma. Ætlum við að halda áfram að fara þetta á hnefanum eða ætlum við að snúa bökum saman og vinna okkur út úr þessu sem einn maður? En það mun ekki síður segja mikið um orðstír okkar á komandi áratugum hvernig við vinnum okkur út úr núverandi stöðu. Ætlum við ofan á gríðarlega skuldsetningu komandi kynslóða að skilja þær eftir með svert mannorð á alþjóðavettvangi? Það er ótrúlega mikið til í því orðatiltæki að „eftir höfðinu dansi limirnir" og þessa dagana er fátt dapurlegra en að fylgjast með störfum Alþingis og kannski ekki að undra að þjóðin er í því ástandi sem hún er þegar horft er til þeirra sem við höfum valið að leiða okkur út úr núverandi þrengingum. Flestir stjórnmálamenn eru þó vafalítið að gera sitt besta í erfiðri stöðu en allt of margir þurfa að taka sig saman í andlitinu og átta sig á því að þetta er ekki tími hinna stóru hugmyndafræðilegu sigra. Þeir verða að átta sig á því að þeir eru ekki eingöngu framsóknarmenn, samfylkingarmenn, sjálfstæðismenn, vinstri grænir eða í Borgarahreyfingunni - þeir eru fyrst og fremst Íslendingar og að setja verður þjóðarhag ofar flokkshagsmunum. Við núverandi aðstæður verða stjórnmálamenn að leggja til hliðar venjulegt argaþras. Fátt myndi skipta eins miklu fyrir baráttuanda þjóðarinnar en að horfa til samhentrar liðsheildar á Alþingi. Aðilar vinnumarkaðarins ákváðu með stöðugleikasáttmálanum að leggja til hliðar sínar ýtrustu kröfur, snúa bökum saman og vinna sig í sameiningu út úr hruninu. Er til of mikils mælst að alþingismenn geri slíkt hið sama?
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun