Reiðin sem förunautur Margrét kristmannsdóttir skrifar 16. júlí 2009 06:00 Á undanförnum mánuðum hefur okkur sennilega flestum liðið svipað; orðið öskureið, pirruð, döpur og leið og hugsað upphátt: „Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst?" Flestir hafa blótað útrásarvíkingunum, bankastjórunum, ríkisstjórninni, Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu og fleirum bæði upphátt og í hljóði. Það er rifist og skammast á kaffistofum, í fjölskylduboðum, í fjölmiðlum, á netinu - á flestum stöðum þar sem menn tjá skoðanir sínar. En reiðin er ekki góður förunautur. Í fyrsta lagi eru fáir sérlega skemmtilegir þannig og í öðru lagi breytist ástandið lítið við að láta reiðina taka völdin. En það sem skiptir þó mestu máli er að sjálfum líður okkur ekkert vel þegar við erum reið og hverjum hugnast að búa í þjóðfélagi þar sem allir eru reiðir og neikvæðir - hverjum hugnast að ala börn sín upp í þannig þjóðfélagi? Við Íslendingar þurfum að hafa í huga að þrátt fyrir allt höfum við það mjög gott. Langstærsti hluti jarðarbúa vildi án lítillar umhugsunar hafa vistaskipti við okkur þrátt fyrir þær þrengingar sem við erum að ganga í gegnum, en þessari staðreynd gleymum við oft. Það mun segja mikið um okkur sem þjóð hvernig við tökumst á við núverandi aðstæður - hvaða karakter við höfum að geyma. Ætlum við að halda áfram að fara þetta á hnefanum eða ætlum við að snúa bökum saman og vinna okkur út úr þessu sem einn maður? En það mun ekki síður segja mikið um orðstír okkar á komandi áratugum hvernig við vinnum okkur út úr núverandi stöðu. Ætlum við ofan á gríðarlega skuldsetningu komandi kynslóða að skilja þær eftir með svert mannorð á alþjóðavettvangi? Það er ótrúlega mikið til í því orðatiltæki að „eftir höfðinu dansi limirnir" og þessa dagana er fátt dapurlegra en að fylgjast með störfum Alþingis og kannski ekki að undra að þjóðin er í því ástandi sem hún er þegar horft er til þeirra sem við höfum valið að leiða okkur út úr núverandi þrengingum. Flestir stjórnmálamenn eru þó vafalítið að gera sitt besta í erfiðri stöðu en allt of margir þurfa að taka sig saman í andlitinu og átta sig á því að þetta er ekki tími hinna stóru hugmyndafræðilegu sigra. Þeir verða að átta sig á því að þeir eru ekki eingöngu framsóknarmenn, samfylkingarmenn, sjálfstæðismenn, vinstri grænir eða í Borgarahreyfingunni - þeir eru fyrst og fremst Íslendingar og að setja verður þjóðarhag ofar flokkshagsmunum. Við núverandi aðstæður verða stjórnmálamenn að leggja til hliðar venjulegt argaþras. Fátt myndi skipta eins miklu fyrir baráttuanda þjóðarinnar en að horfa til samhentrar liðsheildar á Alþingi. Aðilar vinnumarkaðarins ákváðu með stöðugleikasáttmálanum að leggja til hliðar sínar ýtrustu kröfur, snúa bökum saman og vinna sig í sameiningu út úr hruninu. Er til of mikils mælst að alþingismenn geri slíkt hið sama? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum mánuðum hefur okkur sennilega flestum liðið svipað; orðið öskureið, pirruð, döpur og leið og hugsað upphátt: „Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst?" Flestir hafa blótað útrásarvíkingunum, bankastjórunum, ríkisstjórninni, Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu og fleirum bæði upphátt og í hljóði. Það er rifist og skammast á kaffistofum, í fjölskylduboðum, í fjölmiðlum, á netinu - á flestum stöðum þar sem menn tjá skoðanir sínar. En reiðin er ekki góður förunautur. Í fyrsta lagi eru fáir sérlega skemmtilegir þannig og í öðru lagi breytist ástandið lítið við að láta reiðina taka völdin. En það sem skiptir þó mestu máli er að sjálfum líður okkur ekkert vel þegar við erum reið og hverjum hugnast að búa í þjóðfélagi þar sem allir eru reiðir og neikvæðir - hverjum hugnast að ala börn sín upp í þannig þjóðfélagi? Við Íslendingar þurfum að hafa í huga að þrátt fyrir allt höfum við það mjög gott. Langstærsti hluti jarðarbúa vildi án lítillar umhugsunar hafa vistaskipti við okkur þrátt fyrir þær þrengingar sem við erum að ganga í gegnum, en þessari staðreynd gleymum við oft. Það mun segja mikið um okkur sem þjóð hvernig við tökumst á við núverandi aðstæður - hvaða karakter við höfum að geyma. Ætlum við að halda áfram að fara þetta á hnefanum eða ætlum við að snúa bökum saman og vinna okkur út úr þessu sem einn maður? En það mun ekki síður segja mikið um orðstír okkar á komandi áratugum hvernig við vinnum okkur út úr núverandi stöðu. Ætlum við ofan á gríðarlega skuldsetningu komandi kynslóða að skilja þær eftir með svert mannorð á alþjóðavettvangi? Það er ótrúlega mikið til í því orðatiltæki að „eftir höfðinu dansi limirnir" og þessa dagana er fátt dapurlegra en að fylgjast með störfum Alþingis og kannski ekki að undra að þjóðin er í því ástandi sem hún er þegar horft er til þeirra sem við höfum valið að leiða okkur út úr núverandi þrengingum. Flestir stjórnmálamenn eru þó vafalítið að gera sitt besta í erfiðri stöðu en allt of margir þurfa að taka sig saman í andlitinu og átta sig á því að þetta er ekki tími hinna stóru hugmyndafræðilegu sigra. Þeir verða að átta sig á því að þeir eru ekki eingöngu framsóknarmenn, samfylkingarmenn, sjálfstæðismenn, vinstri grænir eða í Borgarahreyfingunni - þeir eru fyrst og fremst Íslendingar og að setja verður þjóðarhag ofar flokkshagsmunum. Við núverandi aðstæður verða stjórnmálamenn að leggja til hliðar venjulegt argaþras. Fátt myndi skipta eins miklu fyrir baráttuanda þjóðarinnar en að horfa til samhentrar liðsheildar á Alþingi. Aðilar vinnumarkaðarins ákváðu með stöðugleikasáttmálanum að leggja til hliðar sínar ýtrustu kröfur, snúa bökum saman og vinna sig í sameiningu út úr hruninu. Er til of mikils mælst að alþingismenn geri slíkt hið sama?
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun