Fílabeinsturn ráðherrans Guðni Ágústsson skrifar 27. júlí 2008 06:00 Það er eflaust erfitt að tilheyra daufri ríkisstjórn. Öðruvísi er ekki hægt að útskýra viðbrögð Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í Fréttablaðinu fyrir helgi þar sem hann rembist við að rægja Framsóknarflokkinn af fádæma yfirlæti. Tilgangur Einars er náttúrulega sá að drekkja umræðunni um dugleysi hans og allrar ríkisstjórnarinnar í brýnustu málum þjóðarinnar. Ef til vill er ekki við öðru að búast þegar menn eru málefnalega gjaldþrota og líði illa á sálinni. Þó Einar K. upplifi málefnalegar tillögur okkar framsóknarmanna, til aðstoðar vandræða ríkisstjórninni eins og margir eru farnir að nefna hana, sem neikvæðni þá eru það nú svo að þær hafa samhljóm þjóðfélagsins, atvinnulífsins og fyrirtækja. Þær eru jákvæðar fyrir fólkið í landinu og munu skila hér mýkri lendingu en ella. Þetta vita ábyrgu tvíburarnir í Sjálfstæðisflokknum, Illugi og Bjarni, sem taka nú undir þessar tillögur og rassskella forystu sína fyrir framan alþjóð. Það veldur eflaust reiði í flokknum, sérstaklega meðal þeirra sem hafa þjónað sérhagsmunum auðmanna. Ráðherra er því nær að líta í eigin barm. Hann tók 20 milljarða út úr sjóvarútveginum í mesta niðurskurði allra tíma, hann kokgleypti svokallaðar mótvægisaðgerðir sem gagnast ekki sjómönnunum, verkafólkinu né útgerðum. Sjávarútvegsráðherra er enginn auðfúsugestur í sjávarbyggðunum um þessar mundir. Fólkið spyr eftir aðgerðum. Vandi framsóknarmanna er þó ekki meiri en svo að sjálfstæðismenn hafa samband við okkur um allt land til sjávar og sveita og segjast ekki þekkja flokkinn sinn. Sjálfstæðisflokkurinn á eftir að fá þann skell sem hann á skilið fyrir aumt samstarf við Samfylkinguna, sem virkar eins og marglytta á Sjálfstæðisflokkinn og dregur úr honum allt afl. Það er engin kjölfesta í samstarfinu. Ráðning forsætisráðherra á Tryggva Þór Herbertssyni hefur orkað tvímælis, ekki bara hjá okkur framsóknarmönnum heldur vítt og breitt í samfélaginu. Tryggvi er eflaust ágætis piltur en aðeins einn af tugum hagfræðinga sem forsætisráðherra hefur aðgang að og ráðning hans því sjónarspil. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Það er eflaust erfitt að tilheyra daufri ríkisstjórn. Öðruvísi er ekki hægt að útskýra viðbrögð Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í Fréttablaðinu fyrir helgi þar sem hann rembist við að rægja Framsóknarflokkinn af fádæma yfirlæti. Tilgangur Einars er náttúrulega sá að drekkja umræðunni um dugleysi hans og allrar ríkisstjórnarinnar í brýnustu málum þjóðarinnar. Ef til vill er ekki við öðru að búast þegar menn eru málefnalega gjaldþrota og líði illa á sálinni. Þó Einar K. upplifi málefnalegar tillögur okkar framsóknarmanna, til aðstoðar vandræða ríkisstjórninni eins og margir eru farnir að nefna hana, sem neikvæðni þá eru það nú svo að þær hafa samhljóm þjóðfélagsins, atvinnulífsins og fyrirtækja. Þær eru jákvæðar fyrir fólkið í landinu og munu skila hér mýkri lendingu en ella. Þetta vita ábyrgu tvíburarnir í Sjálfstæðisflokknum, Illugi og Bjarni, sem taka nú undir þessar tillögur og rassskella forystu sína fyrir framan alþjóð. Það veldur eflaust reiði í flokknum, sérstaklega meðal þeirra sem hafa þjónað sérhagsmunum auðmanna. Ráðherra er því nær að líta í eigin barm. Hann tók 20 milljarða út úr sjóvarútveginum í mesta niðurskurði allra tíma, hann kokgleypti svokallaðar mótvægisaðgerðir sem gagnast ekki sjómönnunum, verkafólkinu né útgerðum. Sjávarútvegsráðherra er enginn auðfúsugestur í sjávarbyggðunum um þessar mundir. Fólkið spyr eftir aðgerðum. Vandi framsóknarmanna er þó ekki meiri en svo að sjálfstæðismenn hafa samband við okkur um allt land til sjávar og sveita og segjast ekki þekkja flokkinn sinn. Sjálfstæðisflokkurinn á eftir að fá þann skell sem hann á skilið fyrir aumt samstarf við Samfylkinguna, sem virkar eins og marglytta á Sjálfstæðisflokkinn og dregur úr honum allt afl. Það er engin kjölfesta í samstarfinu. Ráðning forsætisráðherra á Tryggva Þór Herbertssyni hefur orkað tvímælis, ekki bara hjá okkur framsóknarmönnum heldur vítt og breitt í samfélaginu. Tryggvi er eflaust ágætis piltur en aðeins einn af tugum hagfræðinga sem forsætisráðherra hefur aðgang að og ráðning hans því sjónarspil. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun