Þjóðin á að eiga bankana Björgvin Guðmundsson skrifar 8. desember 2008 06:00 Bankastarfsemi Einkavæðing bankanna mistókst. Sala Landsbankans og Búnaðarbankans til einkaaðila var algert klúður. Í fyrstu var ákveðið að hafa dreifða eignaraðild að einkavæddu bönkunum og að enginn mætti eiga meira en 3-5% eignarhlut. En eftir að Björgólfur Guðmundsson talaði við þáverandi forsætisráðherra var horfið frá þessu markmiði og samþykkt að Björgólfur, ásamt syni sínum og þriðja aðila, mætti kaupa ráðandi hlut í Landsbankanum. Við þessa ákvörðun var gengið fram hjá einkavæðingarnefnd. Margir telja að Landsbankinn hafi verið seldur á alltof lágu verði. Eftir að þetta hafði verið ákveðið eða samhliða var ákveðið að hópur fyrrum Sambandsmanna mætti kaupa Búnaðarbankann. Fengu þeir m.a. lán í Landsbankanum til þess að geta keypt bankann. Þessir tveir bankar voru m.ö.o. seldir einkavinum stjórnarflokkanna. Í því fólst klúðrið. Þorvaldur Gylfason prófessor segir að bankarnir hafi verið afhentir mönnum, sem ekki kunnu að reka banka. Hann segir að það hefði átt að selja bankana kunnáttumönnum, fagmönnum. Eitt er víst að þessir aðilar sem keyptu bankana settu þá í þrot vegna óvarkárni við rekstur bankanna. Þeir tóku alltof mikil erlend lán, voru óvarkárir. Þeir byggðu á því að geta tekið ný og ný erlend lán til þess að greiða eldri lán og þegar lánalínur lokuðust erlendis fóru þeir í þrot. Nú eru stóru einkabankarnir þrír allir komnir í eigu ríkisins á ný. En þó ekki hafi verið svo nema í nokkrar vikur er samt strax farið að ræða um að selja bankana til einkaaðila! Hafa menn ekkert lært? Eru ekki vítin til þess að varast þau? Ég tel bankana best komna í höndum ríkisins. Ef bankarnir hefðu haldist í höndum ríkisins og engin einkavæðing hefði átt sér stað hefðu þeir ekki komist í þrot. Ríkisbankarnir voru ekki í fjárfestingum erlendis og gífurlegum lántökum ytra til þess að fjármagna fjárfestinguna. En það var þessi fjárfesting erlendis og gífurlegar lántökur, sem settu bankana á hausinn. Ég tel, að ríkið eigi að reka bankana og fara varlega í allar breytingar. Það kæmi til greina síðar, að leyfa lífeyrissjóðunum að kaupa hlut í bönkunum. En ég er andvígur því að hleypa erlendum aðilum inn í bankana. Bankar hafa unnvörpum orðið gjaldþrota erlendis ekki síður en hér og það er engin trygging fyrir öruggum rekstri að fá útlendinga inn í bankana. Markmið einkabankanna að braska og græða. Meðan bankarnir eru í höndum ríkisins, þjóðarinnar, er markmiðið með rekstri þeirra að þjóna viðskiptavinum vel, einstaklingum og fyrirtækjum. Í höndum einkaaðila er markmiðið að græða sem mest á rekstrinum. Vaxtamunur jókst við einkavæðinguna, þjónustugjöld voru hækkuð og bankarnir fóru út í alls konar verðbréfabrask og fjárfestingarbrask, sem að lokum varð þeim að falli. Það var orðið meira atriði hjá einkabönkunum að kaupa og selja fyrirtæki en að þjóna viðskiptaaðilum sínum. Bankarnir sýndu stórar tölur yfir gróða af þessu braski en þetta var pappírsgróði, sem lítið var á bak við. Almenningur var öruggur með sparifé sitt í ríkisbönkunum. En margir hafa tapað stórfé á því að geyma sparifé sitt í ýmsum sérsjóðum, sem sparifjáreigendur voru lokkaðir inn í hjá einkabönkunum. Eldra fólk sem sagði nei takk við peningamarkaðssjóðum og öðrum sérsjóðum einkabankanna og hélt sig við gömlu sparisjóðsbókina slapp við tap og áföll. Um leið og einkaaðilum er hleypt inn í ríkisbankana byrjar þessi leikur á ný. Þá verður aftur farið að gylla fyrir sparisjóðseigendum alls konar kostaboð, hærri vexti á sérreikningum, sem sagði eru án áhættu en svo er ekki. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra var að segja, að til greina kæmi að hleypa erlendum aðilum inn í ríkisbankana. Ég er andvígur því. Ég tel, að ríkið eigi að eiga og reka bankana næstu árin. Þeir eru best komnir í höndum þjóðarinnar. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Sjá meira
Bankastarfsemi Einkavæðing bankanna mistókst. Sala Landsbankans og Búnaðarbankans til einkaaðila var algert klúður. Í fyrstu var ákveðið að hafa dreifða eignaraðild að einkavæddu bönkunum og að enginn mætti eiga meira en 3-5% eignarhlut. En eftir að Björgólfur Guðmundsson talaði við þáverandi forsætisráðherra var horfið frá þessu markmiði og samþykkt að Björgólfur, ásamt syni sínum og þriðja aðila, mætti kaupa ráðandi hlut í Landsbankanum. Við þessa ákvörðun var gengið fram hjá einkavæðingarnefnd. Margir telja að Landsbankinn hafi verið seldur á alltof lágu verði. Eftir að þetta hafði verið ákveðið eða samhliða var ákveðið að hópur fyrrum Sambandsmanna mætti kaupa Búnaðarbankann. Fengu þeir m.a. lán í Landsbankanum til þess að geta keypt bankann. Þessir tveir bankar voru m.ö.o. seldir einkavinum stjórnarflokkanna. Í því fólst klúðrið. Þorvaldur Gylfason prófessor segir að bankarnir hafi verið afhentir mönnum, sem ekki kunnu að reka banka. Hann segir að það hefði átt að selja bankana kunnáttumönnum, fagmönnum. Eitt er víst að þessir aðilar sem keyptu bankana settu þá í þrot vegna óvarkárni við rekstur bankanna. Þeir tóku alltof mikil erlend lán, voru óvarkárir. Þeir byggðu á því að geta tekið ný og ný erlend lán til þess að greiða eldri lán og þegar lánalínur lokuðust erlendis fóru þeir í þrot. Nú eru stóru einkabankarnir þrír allir komnir í eigu ríkisins á ný. En þó ekki hafi verið svo nema í nokkrar vikur er samt strax farið að ræða um að selja bankana til einkaaðila! Hafa menn ekkert lært? Eru ekki vítin til þess að varast þau? Ég tel bankana best komna í höndum ríkisins. Ef bankarnir hefðu haldist í höndum ríkisins og engin einkavæðing hefði átt sér stað hefðu þeir ekki komist í þrot. Ríkisbankarnir voru ekki í fjárfestingum erlendis og gífurlegum lántökum ytra til þess að fjármagna fjárfestinguna. En það var þessi fjárfesting erlendis og gífurlegar lántökur, sem settu bankana á hausinn. Ég tel, að ríkið eigi að reka bankana og fara varlega í allar breytingar. Það kæmi til greina síðar, að leyfa lífeyrissjóðunum að kaupa hlut í bönkunum. En ég er andvígur því að hleypa erlendum aðilum inn í bankana. Bankar hafa unnvörpum orðið gjaldþrota erlendis ekki síður en hér og það er engin trygging fyrir öruggum rekstri að fá útlendinga inn í bankana. Markmið einkabankanna að braska og græða. Meðan bankarnir eru í höndum ríkisins, þjóðarinnar, er markmiðið með rekstri þeirra að þjóna viðskiptavinum vel, einstaklingum og fyrirtækjum. Í höndum einkaaðila er markmiðið að græða sem mest á rekstrinum. Vaxtamunur jókst við einkavæðinguna, þjónustugjöld voru hækkuð og bankarnir fóru út í alls konar verðbréfabrask og fjárfestingarbrask, sem að lokum varð þeim að falli. Það var orðið meira atriði hjá einkabönkunum að kaupa og selja fyrirtæki en að þjóna viðskiptaaðilum sínum. Bankarnir sýndu stórar tölur yfir gróða af þessu braski en þetta var pappírsgróði, sem lítið var á bak við. Almenningur var öruggur með sparifé sitt í ríkisbönkunum. En margir hafa tapað stórfé á því að geyma sparifé sitt í ýmsum sérsjóðum, sem sparifjáreigendur voru lokkaðir inn í hjá einkabönkunum. Eldra fólk sem sagði nei takk við peningamarkaðssjóðum og öðrum sérsjóðum einkabankanna og hélt sig við gömlu sparisjóðsbókina slapp við tap og áföll. Um leið og einkaaðilum er hleypt inn í ríkisbankana byrjar þessi leikur á ný. Þá verður aftur farið að gylla fyrir sparisjóðseigendum alls konar kostaboð, hærri vexti á sérreikningum, sem sagði eru án áhættu en svo er ekki. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra var að segja, að til greina kæmi að hleypa erlendum aðilum inn í ríkisbankana. Ég er andvígur því. Ég tel, að ríkið eigi að eiga og reka bankana næstu árin. Þeir eru best komnir í höndum þjóðarinnar. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun