Hér segir frá vondu fólki Sighvatur Björgvinsson skrifar 22. nóvember 2008 07:00 Í hartnær fjóra áratugi hef ég fylgst náið með störfum Alþingis og umfjöllun um Alþingi og alþingismenn í fjölmiðlum og orðræðum þar um meðal fólks. Stundum sem áhorfandi. Oftar sem þátttakandi. Á þeim árum hef ég átt samskipti og samleið með fjöldanum öllum af konum og körlum, sem starfað hafa á Alþingi, komið þar og farið. Ég man þó ekki eftir öðru en sú skoðun hafi ávallt verið mjög eindregin; jafnvel ríkjandi; að alltaf hafi á þessu tímabili valist til setu á þjóðþinginu vont fólk, vanhæft og spillt og á allt of háum launum. Þannig hefur a.m.k. umræðan verið Þó fólk af þessu tagi hafi jafnan horfið á braut í talsverðum hópum ekki síðar en á fjögurra ára fresti hefur aldrei neitt skárra fólk komið í staðinn. Í heil fjörutíu ár. Merkileg sú þjóð sem aldrei getur valið sér nema vont fólk til starfa á löggjafarsamkomu sinni. Eins og sagt er þó að mikið sé til af hæfu og góðu fólki sem sé miklu betur til starfans fallið en það fólk, sem þjóðin hefur valið. Meira að segja sá stóri hópur fjölmiðlafólks, sem setið hefur á Alþingi, hefur ekkert reynst vera skárra fólk en aðrir. Slík er ógæfa þjóðarinnar að meira að segja úr hópi mestu gagnrýnendanna hefur aldrei tekist að velja nema versta fólkið. Meira en tímabært að spurt sé hvort ekki sé rétt að menn hætti að velja sér löggjafarsamkomu með þessum hætti. Hvort ekki muni gefa miklu betri raun að þjóðþingið sé einfaldlega skipað þeim, sem skipa sig bara sjálfir? Er ekki orðið fullreynt að brúka kosningar? Þær skila engu nema vondu fólki. Ólánssöm er sú þjóð sem sjálf getur aldrei valið sér nema vont fólk til forystu. Bönnum rotnu og spilltu flokkana!Þá er það flokkakerfið. Það hefur nú alltaf verið rotið og gegnumspillt. Þó hefur þjóðin alltaf af og til verið að reyna að stofna nýja flokka. Ég man í svipinn eftir Lýðræðisflokknum, Þjóðvarnarflokknum, Borgaraflokknum, Bandalagi jafnaðarmanna, 0-flokknum og Þjóðvaka; nýjum flokkum sem þjóðin hafnaði. Gömlu flokkunum langlífu; Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi; sem nú eru dauðir. Íslandshreyfingunni, sem engu náði fylgi. Af fimm stjórnmálaflokkum, sem nú sitja á Alþingi, er einn á táningsaldri; Frjálslyndi flokkurinn; og tveir á barnsaldri; Samfylkingin og Vinstri grænir. Þrátt fyrir allar þessar tilraunir til þess að virkja félagafrelsið til þess að stofna nýja stjórnmálaflokka hafa þeir alltaf reynst vera rotnir og gegnumspilltir. Er ekki orðið fullreynt? Er ekki kominn tími til þess hreinlega að banna þessa flokkastarfsemi? Og þá að sjálfsögðu í nafni lýðræðisins. Það hefur svo sem verið gert bæði fyrr og síðar í öðrum löndum. Að banna stjórnmálaflokka. Í nafni lýðræðisins. Burtu með þingræðið!Og ríkisstjórnin! Hafa ekki allar ríkisstjórnir í landinu brugðist? Ekki man ég betur en sú skoðun hafi verið mjög ofarlega; jafnvel efst á baugi og mjög almenn í þessi fjörutíu ár. Þessar ríkisstjórnir hafa verið sagðar selja sjálfstæði þjóðarinnar a.m.k. fjórum sinnum í mínu fjörutíu ára pólitíska minni og geri aðrar ríkisstjórnir betur! Að minnsta kosti jafnoft hafa þær verið skipaðar einstaklingum, sem þjóðarsálin jafnvel sakaði um landráð og landsölu. Svo ekki sé talað um svikarana, lygarana og ómerkingana. Er nú ekki nóg komið? Er nú ekki fullreynt? Skipum utanþingsstjórn! Hvað er nú það? Það er jú stjórn skipuð fólki sem þjóðin hefur ekki kjörið á þing! Sum sé góðu fólki. En sú stjórn getur ekkert gert ef hún nýtur ekki stuðnings þingsins. Það er sú skipan mála, sem við Íslendingar höfum og kallast þingræði! Virkilega?!? Þá afnemum við þetta þingræði. Förum barasta fylktu liði inn í Alþingishúsið og hendum þessu þingliði út á götu. Lýðræðið þarf á því að halda! Þetta á sér líka fordæmi frá öðrum þjóðum. Þar var það líka gert í nafni lýðræðisins. Heimskan gegn vanhæfni og spillingu!Á leiðinni í vinnuna í morgun hlýddi ég á unga menn ræða saman í útsendingu einnar útvarpsstöðvarinnar. Þeir töluðu til skiptis um lýðræði og lýðveldi og virtust halda að þau orð þýddu slíkt hið sama og hvorugt hafði hjá þeim þá merkingu, sem mér var kennt af vondu fólki að þau þýddu hvort um sig. Þessir ungu menn voru að gefa þjóðinni ráð í þrengingum hennar í krafti þekkingar sinnar. Þeir höfðu auðheyrilega ekki haft jafn náin kynni af því sem vont fólk aðhefst og vesalingurinn ég í mínu fjörutíu ára brambolti innan um slíkt fólk og þau heimskulegu viðhorf, sem þar eru höfð að leiðarljósi. Heimskan, sem minn gamli vinur og félagi Vilmundur Gylfason sagði að væri áttunda dauðasyndin. Vonandi bætist nú sú höfuðsynd, heimskan, ekki ofan á spillingu og vanhæfni þess vonda fólks, sem þjóðin hefur valið úr hópi sínum til þess að leiðsegja sér það sem af er lýðveldistímanum. Fyrr má nú rota en dauðrota! Höfundur er fyrrverandi ráðherra og alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í hartnær fjóra áratugi hef ég fylgst náið með störfum Alþingis og umfjöllun um Alþingi og alþingismenn í fjölmiðlum og orðræðum þar um meðal fólks. Stundum sem áhorfandi. Oftar sem þátttakandi. Á þeim árum hef ég átt samskipti og samleið með fjöldanum öllum af konum og körlum, sem starfað hafa á Alþingi, komið þar og farið. Ég man þó ekki eftir öðru en sú skoðun hafi ávallt verið mjög eindregin; jafnvel ríkjandi; að alltaf hafi á þessu tímabili valist til setu á þjóðþinginu vont fólk, vanhæft og spillt og á allt of háum launum. Þannig hefur a.m.k. umræðan verið Þó fólk af þessu tagi hafi jafnan horfið á braut í talsverðum hópum ekki síðar en á fjögurra ára fresti hefur aldrei neitt skárra fólk komið í staðinn. Í heil fjörutíu ár. Merkileg sú þjóð sem aldrei getur valið sér nema vont fólk til starfa á löggjafarsamkomu sinni. Eins og sagt er þó að mikið sé til af hæfu og góðu fólki sem sé miklu betur til starfans fallið en það fólk, sem þjóðin hefur valið. Meira að segja sá stóri hópur fjölmiðlafólks, sem setið hefur á Alþingi, hefur ekkert reynst vera skárra fólk en aðrir. Slík er ógæfa þjóðarinnar að meira að segja úr hópi mestu gagnrýnendanna hefur aldrei tekist að velja nema versta fólkið. Meira en tímabært að spurt sé hvort ekki sé rétt að menn hætti að velja sér löggjafarsamkomu með þessum hætti. Hvort ekki muni gefa miklu betri raun að þjóðþingið sé einfaldlega skipað þeim, sem skipa sig bara sjálfir? Er ekki orðið fullreynt að brúka kosningar? Þær skila engu nema vondu fólki. Ólánssöm er sú þjóð sem sjálf getur aldrei valið sér nema vont fólk til forystu. Bönnum rotnu og spilltu flokkana!Þá er það flokkakerfið. Það hefur nú alltaf verið rotið og gegnumspillt. Þó hefur þjóðin alltaf af og til verið að reyna að stofna nýja flokka. Ég man í svipinn eftir Lýðræðisflokknum, Þjóðvarnarflokknum, Borgaraflokknum, Bandalagi jafnaðarmanna, 0-flokknum og Þjóðvaka; nýjum flokkum sem þjóðin hafnaði. Gömlu flokkunum langlífu; Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi; sem nú eru dauðir. Íslandshreyfingunni, sem engu náði fylgi. Af fimm stjórnmálaflokkum, sem nú sitja á Alþingi, er einn á táningsaldri; Frjálslyndi flokkurinn; og tveir á barnsaldri; Samfylkingin og Vinstri grænir. Þrátt fyrir allar þessar tilraunir til þess að virkja félagafrelsið til þess að stofna nýja stjórnmálaflokka hafa þeir alltaf reynst vera rotnir og gegnumspilltir. Er ekki orðið fullreynt? Er ekki kominn tími til þess hreinlega að banna þessa flokkastarfsemi? Og þá að sjálfsögðu í nafni lýðræðisins. Það hefur svo sem verið gert bæði fyrr og síðar í öðrum löndum. Að banna stjórnmálaflokka. Í nafni lýðræðisins. Burtu með þingræðið!Og ríkisstjórnin! Hafa ekki allar ríkisstjórnir í landinu brugðist? Ekki man ég betur en sú skoðun hafi verið mjög ofarlega; jafnvel efst á baugi og mjög almenn í þessi fjörutíu ár. Þessar ríkisstjórnir hafa verið sagðar selja sjálfstæði þjóðarinnar a.m.k. fjórum sinnum í mínu fjörutíu ára pólitíska minni og geri aðrar ríkisstjórnir betur! Að minnsta kosti jafnoft hafa þær verið skipaðar einstaklingum, sem þjóðarsálin jafnvel sakaði um landráð og landsölu. Svo ekki sé talað um svikarana, lygarana og ómerkingana. Er nú ekki nóg komið? Er nú ekki fullreynt? Skipum utanþingsstjórn! Hvað er nú það? Það er jú stjórn skipuð fólki sem þjóðin hefur ekki kjörið á þing! Sum sé góðu fólki. En sú stjórn getur ekkert gert ef hún nýtur ekki stuðnings þingsins. Það er sú skipan mála, sem við Íslendingar höfum og kallast þingræði! Virkilega?!? Þá afnemum við þetta þingræði. Förum barasta fylktu liði inn í Alþingishúsið og hendum þessu þingliði út á götu. Lýðræðið þarf á því að halda! Þetta á sér líka fordæmi frá öðrum þjóðum. Þar var það líka gert í nafni lýðræðisins. Heimskan gegn vanhæfni og spillingu!Á leiðinni í vinnuna í morgun hlýddi ég á unga menn ræða saman í útsendingu einnar útvarpsstöðvarinnar. Þeir töluðu til skiptis um lýðræði og lýðveldi og virtust halda að þau orð þýddu slíkt hið sama og hvorugt hafði hjá þeim þá merkingu, sem mér var kennt af vondu fólki að þau þýddu hvort um sig. Þessir ungu menn voru að gefa þjóðinni ráð í þrengingum hennar í krafti þekkingar sinnar. Þeir höfðu auðheyrilega ekki haft jafn náin kynni af því sem vont fólk aðhefst og vesalingurinn ég í mínu fjörutíu ára brambolti innan um slíkt fólk og þau heimskulegu viðhorf, sem þar eru höfð að leiðarljósi. Heimskan, sem minn gamli vinur og félagi Vilmundur Gylfason sagði að væri áttunda dauðasyndin. Vonandi bætist nú sú höfuðsynd, heimskan, ekki ofan á spillingu og vanhæfni þess vonda fólks, sem þjóðin hefur valið úr hópi sínum til þess að leiðsegja sér það sem af er lýðveldistímanum. Fyrr má nú rota en dauðrota! Höfundur er fyrrverandi ráðherra og alþingismaður.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun