Stórtíðindi í vændum? Einar K. Guðfinnsson skrifar 27. september 2008 07:00 Einar K. Guðfinnsson skrifar um Evrópumál Þegar talsmaður Evrópusambandsins kveður svo afdráttarlaust upp úr um sjávarútvegsstefnu sambandsins sem gerðist nú á dögunum, þá eru það stórfréttir. Reinhard Priebe, aðstoðarframkvæmdastjóri sjávarútvegmála ESB, sagði í útvarpinu á þriðjudaginn var: „Ég tel ekki að innganga Íslendinga í ESB þýddi að allt sem lýtur að fiskveiðistefnunni breyttist. Ég býst frekar við að það kæmi fólki á óvart hve fátt þyrfti að breytast." Aðeins tvennt getur skýrt orð talsmanns ESB. Í fyrsta lagi að hann eigi við að ESB sé tilbúið að víkja til hliðar veigamiklum grundvallaratriðum í sjávarútvegsstefnu sinni í samningum við Íslendinga, æskjum við inngöngu. Hér er til dæmis átt við atriði er lúta að ákvörðun um heildarafla. Þær ákvarðanir eru nú teknar af ráðherraráðinu, en ekki af einstökum þjóðríkjum. Það sjá allir - og um það hefur a.m.k. ekki verið ágreiningur hingað til að við Íslendingar myndum ekki geta unað því að slíkar ákvarðanir um nýtingu okkar auðlindar yrðu teknar af öðrum þjóðum. Og við vitum að þó að reglan um hlutfallslegan stöðugleika gefi okkur skjól fyrsta kastið þá er hún býsna völt. Með öðrum orðum. Eins og sjávarútvegsstefna ESB er í laginu, þá tryggir hún einstökum aðildarþjóðum ekki það forræði yfir fiskveiðiauðlindum sínum, sem við gerum kröfur um. Þess vegna, meðal annars, hafa nær allir talið að hún sé óaðgengileg fyrir okkur Íslendinga. Fyrir nú utan hitt að í sjávarútvegsstefnunni eru ýmsir aðrir þættir sem við eigum örugglega erfitt með að kyngja. Ég nefni reglurnar um brottkast, eftirlitskerfið og fjárfestingar, sem er alveg andstætt okkar fyrirkomulagi. Hitt sem kann að skýra ummælin, sem vitnað er til, er að framundan séu mjög veigamiklar breytingar á sjávarútvegsstefnunni. og að í þeim felist, að horfið verði frá yfirþjóðlegu valdi, af því tagi sem nefnt var hér fyrr í greininni. Það væru sannarlega tíðindi. Á vettvangi ESB hefur verið unnið að margs konar endurbótum á sjávarútvegsstefnunni. Til þess stendur meðal annars ríkur vilji innan framkvæmdastjórnarinnar, eins og fram hefur komið. En hver hefur sinn drösul að draga. Og það vitum við að jákvæður vilji er eitt, en hitt er erfiðara, að fá þann sundurleita hóp sem að sambandinu stendur, til að samþykkja slíkar breytingar. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson skrifar um Evrópumál Þegar talsmaður Evrópusambandsins kveður svo afdráttarlaust upp úr um sjávarútvegsstefnu sambandsins sem gerðist nú á dögunum, þá eru það stórfréttir. Reinhard Priebe, aðstoðarframkvæmdastjóri sjávarútvegmála ESB, sagði í útvarpinu á þriðjudaginn var: „Ég tel ekki að innganga Íslendinga í ESB þýddi að allt sem lýtur að fiskveiðistefnunni breyttist. Ég býst frekar við að það kæmi fólki á óvart hve fátt þyrfti að breytast." Aðeins tvennt getur skýrt orð talsmanns ESB. Í fyrsta lagi að hann eigi við að ESB sé tilbúið að víkja til hliðar veigamiklum grundvallaratriðum í sjávarútvegsstefnu sinni í samningum við Íslendinga, æskjum við inngöngu. Hér er til dæmis átt við atriði er lúta að ákvörðun um heildarafla. Þær ákvarðanir eru nú teknar af ráðherraráðinu, en ekki af einstökum þjóðríkjum. Það sjá allir - og um það hefur a.m.k. ekki verið ágreiningur hingað til að við Íslendingar myndum ekki geta unað því að slíkar ákvarðanir um nýtingu okkar auðlindar yrðu teknar af öðrum þjóðum. Og við vitum að þó að reglan um hlutfallslegan stöðugleika gefi okkur skjól fyrsta kastið þá er hún býsna völt. Með öðrum orðum. Eins og sjávarútvegsstefna ESB er í laginu, þá tryggir hún einstökum aðildarþjóðum ekki það forræði yfir fiskveiðiauðlindum sínum, sem við gerum kröfur um. Þess vegna, meðal annars, hafa nær allir talið að hún sé óaðgengileg fyrir okkur Íslendinga. Fyrir nú utan hitt að í sjávarútvegsstefnunni eru ýmsir aðrir þættir sem við eigum örugglega erfitt með að kyngja. Ég nefni reglurnar um brottkast, eftirlitskerfið og fjárfestingar, sem er alveg andstætt okkar fyrirkomulagi. Hitt sem kann að skýra ummælin, sem vitnað er til, er að framundan séu mjög veigamiklar breytingar á sjávarútvegsstefnunni. og að í þeim felist, að horfið verði frá yfirþjóðlegu valdi, af því tagi sem nefnt var hér fyrr í greininni. Það væru sannarlega tíðindi. Á vettvangi ESB hefur verið unnið að margs konar endurbótum á sjávarútvegsstefnunni. Til þess stendur meðal annars ríkur vilji innan framkvæmdastjórnarinnar, eins og fram hefur komið. En hver hefur sinn drösul að draga. Og það vitum við að jákvæður vilji er eitt, en hitt er erfiðara, að fá þann sundurleita hóp sem að sambandinu stendur, til að samþykkja slíkar breytingar. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun