Ógild sameining Björgvin Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2007 00:01 Umræðan Samruni REI og GGE Ég tel að sameining Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy sé ógild. Fundurinn sem ákvað sameininguna var ekki boðaður með löglegum fyrirvara. Boða átti fundinn með sjö daga fyrirvara en fundurinn var boðaður með innan við eins dags fyrirvara. Lögmæti fundarins hefur verið kært til héraðsdóms. En auk þess var samningur um samruna útrásarfyrirtækjanna (REI og GGE) ekki kynntur nægilega vel fyrir borgarfulltúum. T.d. liggur nú fyrir, að hvorki borgarstjóri né óbreyttir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vissu um 20 ára einkarétt REI á þjónustu frá Orkuveitunni. Hinir óbreyttu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vissu ekki um ráðgerða sameiningu útrásarfyrirtækjanna fyrirfram. Hér er um svo stór mál að ræða að kynning gagnvart borgarfulltrúum verður að vera í fullkomnu lagi. Það á bæði við um sameiningu útrásarfyrirtækjanna en einnig og ekki síður um 20 ára einkaréttarsamninginn. Deila um það hvort Vilhjálmur Vilhjálmsson hafi fengið minnisblað um 20 ára einkaréttarsamninginn skiptir engu máli í þessu sambandi. Ef það minnisblað hefur verið lagt til hans ásamt fjölda annarra skjala hefur alla vega ekki verið vakin athygli hans á þessu mjög svo mikilvæga atriði. Það er ámælisvert. Auðvitað átti að vekja sérstaka athygli á þessu atriði. Hér hafa embættismenn og stjórnarmenn í REI brugðist skyldu sinni varðandi það að kynna efni ráðgerðra samninga nægilega vel. Ekki verður séð að neina nauðsyn hafi borið til þess að hespa afgreiðslu framangreinds máls af í flýti. Kaupsýslumenn í einkarekstri eru að vísu vanir að afgreiða málin hratt. En stjórnmálamönnum ber að taka nægilegan og lýðræðislegan tíma í að afgreiða málin. Því verður ekki trúað að kaupsýslumennirnir hafi viljað hespa afgreiðsluna af til þess að stjórnmálamenn gætu ekki kynnt sér málið nægilega vel. Mál þetta verður að takast fyrir á ný. Eldri afgreiðsla er ógild.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Umræðan Samruni REI og GGE Ég tel að sameining Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy sé ógild. Fundurinn sem ákvað sameininguna var ekki boðaður með löglegum fyrirvara. Boða átti fundinn með sjö daga fyrirvara en fundurinn var boðaður með innan við eins dags fyrirvara. Lögmæti fundarins hefur verið kært til héraðsdóms. En auk þess var samningur um samruna útrásarfyrirtækjanna (REI og GGE) ekki kynntur nægilega vel fyrir borgarfulltúum. T.d. liggur nú fyrir, að hvorki borgarstjóri né óbreyttir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vissu um 20 ára einkarétt REI á þjónustu frá Orkuveitunni. Hinir óbreyttu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vissu ekki um ráðgerða sameiningu útrásarfyrirtækjanna fyrirfram. Hér er um svo stór mál að ræða að kynning gagnvart borgarfulltrúum verður að vera í fullkomnu lagi. Það á bæði við um sameiningu útrásarfyrirtækjanna en einnig og ekki síður um 20 ára einkaréttarsamninginn. Deila um það hvort Vilhjálmur Vilhjálmsson hafi fengið minnisblað um 20 ára einkaréttarsamninginn skiptir engu máli í þessu sambandi. Ef það minnisblað hefur verið lagt til hans ásamt fjölda annarra skjala hefur alla vega ekki verið vakin athygli hans á þessu mjög svo mikilvæga atriði. Það er ámælisvert. Auðvitað átti að vekja sérstaka athygli á þessu atriði. Hér hafa embættismenn og stjórnarmenn í REI brugðist skyldu sinni varðandi það að kynna efni ráðgerðra samninga nægilega vel. Ekki verður séð að neina nauðsyn hafi borið til þess að hespa afgreiðslu framangreinds máls af í flýti. Kaupsýslumenn í einkarekstri eru að vísu vanir að afgreiða málin hratt. En stjórnmálamönnum ber að taka nægilegan og lýðræðislegan tíma í að afgreiða málin. Því verður ekki trúað að kaupsýslumennirnir hafi viljað hespa afgreiðsluna af til þess að stjórnmálamenn gætu ekki kynnt sér málið nægilega vel. Mál þetta verður að takast fyrir á ný. Eldri afgreiðsla er ógild.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar