Lykilkraftar útrásar orkugeira sameinast 4. október 2007 09:06 Sameiningin kynnt. Björn Ingi Hrafnsson, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri REI, fylgjast með þar sem Haukur Leósson, stjórnarformaður OR, kynnir samþykkt eigendafundar og stjórnar OR fyrir sameiningu REI og Geysis Green Energy. Mynd/Völundur Félögin Reykjavik Energy Invest og Geysir Green Energy hafa verið sameinuð undir nafni þess fyrrnefnda. Eignir sameinaðs félags nema 65 milljörðum króna og heildarhlutafé 40 milljarðar. Starfsmönnum Orkuveitunnar býðst að kaupa hlut í félaginu á genginu 1,3. Félagið á að skrá á markað innan tveggja ára. Stjórnir Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysis Green Energy hafa undirritað samkomulag um sameiningu félaganna undir merkjum hins fyrrnefnda. Heildarverðmæti félagsins eftir sameiningu nemur um 65 milljörðum króna. Stærstu eigendur eru Orkuveita Reykjavíkur með 35,5 prósent, FL Group með 27 prósent og Atorka Group með fimmtungshlut. Forsvarsmenn félagsins segja að við sameininguna verði til leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í fjárfestingum og þróun á sviði jarðvarma. Stjórnarformaður félagsins verður Bjarni Ármannsson og forstjórar félagsins verða Guðmundur Þóroddsson og Ásgeir Margeirsson. Á verkefnalista REI er bygging og kaup um 700 megawatta raforkuvinnslu sem nær meðal annars til Bandaríkjanna, Filippseyja, Grikklands, Indónesíu, Þýskalands og Eþíópíu, en framtíðarmarkmið félagsins er að framleiða þrjú til fjögur þúsund megavött fyrir lok árs 2009. „Þetta eru mjög metnaðarfull markmið sem leiða munu til þess að til verður langstærsta orkufyrirtæki heims á sviði jarðvarma,“ segir Hannes Smárason, forstjóri FL Group, og telur að með sameiningu þessara tveggja lykilkrafta íslenskrar orkuútrásar sé kominn öflugur vettvangur til enn frekari vaxtar. „Þarna eru auknir möguleikar á dreifðara tekjustreymi frá hinum ýmsu sviðum. En auðvitað snýst þetta aðallega um verkefnin sem fyrir dyrum standa,“ segir hann og telur mikið svigrúm til verðmætaaukningar á næstu árum. „En auðvitað þarf að vinna vel úr spilunum. Samkeppni er einhver, en við teljum okkur geta náð leiðandi stöðu,“ segir hann og kveður stefnt að skráningu félagsins á markað jafnskjótt og auðið er. „Því ferli hröðum við töluvert með því að sameina félögin því reksturinn er þá strax frá fyrsta degi umfangsmeiri en ella.“ Bjarni Ármannsson, sem staddur var í Gíneu Bissá í gær, segir stefnt að markaðsskráningu vorið 2009. „Saman eru þessi félög með mörg fjárfestingaverkefni í farvatninu og ná saman að stækka hraða og ná meiri áhættudreifingu. Þá hafa þau meira mannafl og fjármagn til að sækja fram. Það mun hraða bæði fjárfestingu og skráningu frá því sem annars hefði orðið.“ Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Félögin Reykjavik Energy Invest og Geysir Green Energy hafa verið sameinuð undir nafni þess fyrrnefnda. Eignir sameinaðs félags nema 65 milljörðum króna og heildarhlutafé 40 milljarðar. Starfsmönnum Orkuveitunnar býðst að kaupa hlut í félaginu á genginu 1,3. Félagið á að skrá á markað innan tveggja ára. Stjórnir Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysis Green Energy hafa undirritað samkomulag um sameiningu félaganna undir merkjum hins fyrrnefnda. Heildarverðmæti félagsins eftir sameiningu nemur um 65 milljörðum króna. Stærstu eigendur eru Orkuveita Reykjavíkur með 35,5 prósent, FL Group með 27 prósent og Atorka Group með fimmtungshlut. Forsvarsmenn félagsins segja að við sameininguna verði til leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í fjárfestingum og þróun á sviði jarðvarma. Stjórnarformaður félagsins verður Bjarni Ármannsson og forstjórar félagsins verða Guðmundur Þóroddsson og Ásgeir Margeirsson. Á verkefnalista REI er bygging og kaup um 700 megawatta raforkuvinnslu sem nær meðal annars til Bandaríkjanna, Filippseyja, Grikklands, Indónesíu, Þýskalands og Eþíópíu, en framtíðarmarkmið félagsins er að framleiða þrjú til fjögur þúsund megavött fyrir lok árs 2009. „Þetta eru mjög metnaðarfull markmið sem leiða munu til þess að til verður langstærsta orkufyrirtæki heims á sviði jarðvarma,“ segir Hannes Smárason, forstjóri FL Group, og telur að með sameiningu þessara tveggja lykilkrafta íslenskrar orkuútrásar sé kominn öflugur vettvangur til enn frekari vaxtar. „Þarna eru auknir möguleikar á dreifðara tekjustreymi frá hinum ýmsu sviðum. En auðvitað snýst þetta aðallega um verkefnin sem fyrir dyrum standa,“ segir hann og telur mikið svigrúm til verðmætaaukningar á næstu árum. „En auðvitað þarf að vinna vel úr spilunum. Samkeppni er einhver, en við teljum okkur geta náð leiðandi stöðu,“ segir hann og kveður stefnt að skráningu félagsins á markað jafnskjótt og auðið er. „Því ferli hröðum við töluvert með því að sameina félögin því reksturinn er þá strax frá fyrsta degi umfangsmeiri en ella.“ Bjarni Ármannsson, sem staddur var í Gíneu Bissá í gær, segir stefnt að markaðsskráningu vorið 2009. „Saman eru þessi félög með mörg fjárfestingaverkefni í farvatninu og ná saman að stækka hraða og ná meiri áhættudreifingu. Þá hafa þau meira mannafl og fjármagn til að sækja fram. Það mun hraða bæði fjárfestingu og skráningu frá því sem annars hefði orðið.“
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira