Árangur af íslenskri stefnufestu Einar K. Guðfinnsson skrifar 4. maí 2007 06:00 Sýnilegur árangur er nú að nást í baráttu okkar Íslendinga og annarra þjóða gegn ólöglegum sjóræningjaveiðum á Reykjaneshrygg. Þetta skiptir máli og er til marks um að þær margvíslegu og fjölþjóðlegu aðgerðir sem við Íslendingar höfum mjög knúið á um og tekið þátt í eru að bera árangur. Sú staðreynd að sex þessara skipa eru á leið til niðurrifs sýnir að útgerð þeirra gengur ekki lengur upp. Eigendur skipanna hafa í raun séð sitt óvænna og treysta sér ekki lengur til þess að halda þeim til veiða. Það eru ánægjuleg tíðindi og hljóta að teljast áfangasigur. Undanfarin ár höfum við haldið uppi eftirliti á Reykjaneshrygg. Í samvinnu við aðrar þjóðir Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) hefur mikið verið gert til þess að bægja ólöglegum skipum frá þessum veiðum. Sjóræningjastarfsemi þessara skipa, sem hafa stundað þarna ólöglegar veiðar hefur valdið okkur miklu tjóni. Það er alveg ljóst að karfastofninn þolir ekki það veiðiálag sem hefur verið undanfarin ár, meðal annars vegna veiða skipa sem þarna hafa ekki heimildir til veiða. Þetta eru skip sem gerð eru út undir hentifánum og hlíta engum reglum. Til viðbótar berst frá þeim afli inn á markaði, sem leiðir til undirboða og lækkar þar með tekjur íslenskra sjómanna og útgerða og þar með þjóðarbúsins í heild. Þetta er alvarlegt mál sem við höfum tekið föstum tökum. Með markvissum aðgerðum hafa veiðar þessara skipa verið gerðar dýrar og óhagkvæmar. Við höfum reynt að koma í veg fyrir að þau fái olíu, veiðarfæri, vistir eða aðra nauðsynlega þjónustu. Skipin hafa verið sett á svarta lista og nú í vetur voru samþykkt ný lög sem gefa okkur frekari tækifæri til þess að herða enn baráttu okkar. Þá hefur NEAFC sett nýjar reglur sem hafa nú gengið i gildi þar sem eftirlit í höfnum aðildarríkja Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar er aukið. Allt þetta er liður í baráttu okkar sem sjálfstæðrar þjóðar fyrir réttinum til auðlindanýtingar. Þeim rétti eigum við að fylgja fast eftir. Við sjáum af nýjum fréttum að slík barátta getur skilað árangri og því eigum við hvergi að hvika. Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Sýnilegur árangur er nú að nást í baráttu okkar Íslendinga og annarra þjóða gegn ólöglegum sjóræningjaveiðum á Reykjaneshrygg. Þetta skiptir máli og er til marks um að þær margvíslegu og fjölþjóðlegu aðgerðir sem við Íslendingar höfum mjög knúið á um og tekið þátt í eru að bera árangur. Sú staðreynd að sex þessara skipa eru á leið til niðurrifs sýnir að útgerð þeirra gengur ekki lengur upp. Eigendur skipanna hafa í raun séð sitt óvænna og treysta sér ekki lengur til þess að halda þeim til veiða. Það eru ánægjuleg tíðindi og hljóta að teljast áfangasigur. Undanfarin ár höfum við haldið uppi eftirliti á Reykjaneshrygg. Í samvinnu við aðrar þjóðir Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) hefur mikið verið gert til þess að bægja ólöglegum skipum frá þessum veiðum. Sjóræningjastarfsemi þessara skipa, sem hafa stundað þarna ólöglegar veiðar hefur valdið okkur miklu tjóni. Það er alveg ljóst að karfastofninn þolir ekki það veiðiálag sem hefur verið undanfarin ár, meðal annars vegna veiða skipa sem þarna hafa ekki heimildir til veiða. Þetta eru skip sem gerð eru út undir hentifánum og hlíta engum reglum. Til viðbótar berst frá þeim afli inn á markaði, sem leiðir til undirboða og lækkar þar með tekjur íslenskra sjómanna og útgerða og þar með þjóðarbúsins í heild. Þetta er alvarlegt mál sem við höfum tekið föstum tökum. Með markvissum aðgerðum hafa veiðar þessara skipa verið gerðar dýrar og óhagkvæmar. Við höfum reynt að koma í veg fyrir að þau fái olíu, veiðarfæri, vistir eða aðra nauðsynlega þjónustu. Skipin hafa verið sett á svarta lista og nú í vetur voru samþykkt ný lög sem gefa okkur frekari tækifæri til þess að herða enn baráttu okkar. Þá hefur NEAFC sett nýjar reglur sem hafa nú gengið i gildi þar sem eftirlit í höfnum aðildarríkja Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar er aukið. Allt þetta er liður í baráttu okkar sem sjálfstæðrar þjóðar fyrir réttinum til auðlindanýtingar. Þeim rétti eigum við að fylgja fast eftir. Við sjáum af nýjum fréttum að slík barátta getur skilað árangri og því eigum við hvergi að hvika. Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun