Að tyfta eigin frambjóðendur Einar K. Guðfinnsson skrifar 15. apríl 2007 05:00 Lífið er svo margbreytilegt, af því það kemur manni sífellt á óvart. Sumt er fyrirsjáanlegt í lífinu, en stöðugt koma upp ný tilvik og það eykur fjölbreytnina. Þetta hefur gerst núna, þegar Samfylkingin birti áherslur í efnahagsmálum, með mikilli kynningu þar sem einn reyndasti hagfræðingur okkar og efnahagsráðgjafi ótölulegra ríkisstjórna, kynnti áherslur í nýju riti Samfylkingarinnar um stöðu og horfur í efnhagsmálum. Leiðarstefið er “aukið almennt aðhald í efnahagsstjórninni”. Þetta er skýrt og þýðir í raun minni útgjöld, nema vitaskuld að ætlunin sé að hækka skatta, sem aldrei hefur þó komið fram í beinum tillögum flokksins. Raunar er sérstaklega tekið fram í umfjöllun um tillögurnar, að skattar eigi ekki að hækka. Það er því ljóst að krafan um aukið aðhald, felur í sér fyrirheit um lægri útgjöld. Þetta er áhugavert. Það sem er svo athyglisvert við þessa stefnumótun, sem flokkurinn kynnir undir merkjum sínum, er sú staðreynd að hún er algjörlega á skjön við málflutning frambjóðenda flokksins þessi dægrin. Við sjáum til dæmis í Norðvesturkjördæmi breiðsíður og opnuviðtöl við frambjóðendur þar sem þeir lofa öllu fögru í stórum málaflokkum. Það er greinilegt að hugmyndirnar um aukið almennt efnahagsaðhald hafa ekki borist þeim til eyrna. Milljarðaloforð í samgöngumálum eru borin fram með álíka áreynslu og þegar vatn er drukkið. Félagar þeirra í öðrum landsbyggðarkjördæmum, virðast litlir eftirbátar að þessu leyti, samkvæmt frásögnum fjölmiðla og blaðagreinum. Á fundum eru kynntar áherslur í fjárfrekum málaflokkum þar sem án hiks er lagt til að stórauka útgjöld ríkisins, svo nemur milljörðum og milljarðatugum. Í eldhúsdagsumræðunni við þinglok mætti þingmaður flokksins til leiks með langan, digran og rándýran loforðalista. Sjálfur varaformaður flokksins eru svo heppinn að á sömu dagblaðsopnu og greint er frá hinni nýju aðhaldsstefnu flokksins í efnahagsmálum, kynnir hann milljarða loforðalista í átta tölusettum liðum, sem er augljóslega gjörsamlega á skjön við hina nýju efnahagssgtefnu flokksins. Hér hefur það því gerst, sem er mikið nýmæli í stjórnmálum, að flokkur hefur sett fram stefnu, sem augljóslega er ætlað að tyfta málflutning frambjóðendanna. Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Lífið er svo margbreytilegt, af því það kemur manni sífellt á óvart. Sumt er fyrirsjáanlegt í lífinu, en stöðugt koma upp ný tilvik og það eykur fjölbreytnina. Þetta hefur gerst núna, þegar Samfylkingin birti áherslur í efnahagsmálum, með mikilli kynningu þar sem einn reyndasti hagfræðingur okkar og efnahagsráðgjafi ótölulegra ríkisstjórna, kynnti áherslur í nýju riti Samfylkingarinnar um stöðu og horfur í efnhagsmálum. Leiðarstefið er “aukið almennt aðhald í efnahagsstjórninni”. Þetta er skýrt og þýðir í raun minni útgjöld, nema vitaskuld að ætlunin sé að hækka skatta, sem aldrei hefur þó komið fram í beinum tillögum flokksins. Raunar er sérstaklega tekið fram í umfjöllun um tillögurnar, að skattar eigi ekki að hækka. Það er því ljóst að krafan um aukið aðhald, felur í sér fyrirheit um lægri útgjöld. Þetta er áhugavert. Það sem er svo athyglisvert við þessa stefnumótun, sem flokkurinn kynnir undir merkjum sínum, er sú staðreynd að hún er algjörlega á skjön við málflutning frambjóðenda flokksins þessi dægrin. Við sjáum til dæmis í Norðvesturkjördæmi breiðsíður og opnuviðtöl við frambjóðendur þar sem þeir lofa öllu fögru í stórum málaflokkum. Það er greinilegt að hugmyndirnar um aukið almennt efnahagsaðhald hafa ekki borist þeim til eyrna. Milljarðaloforð í samgöngumálum eru borin fram með álíka áreynslu og þegar vatn er drukkið. Félagar þeirra í öðrum landsbyggðarkjördæmum, virðast litlir eftirbátar að þessu leyti, samkvæmt frásögnum fjölmiðla og blaðagreinum. Á fundum eru kynntar áherslur í fjárfrekum málaflokkum þar sem án hiks er lagt til að stórauka útgjöld ríkisins, svo nemur milljörðum og milljarðatugum. Í eldhúsdagsumræðunni við þinglok mætti þingmaður flokksins til leiks með langan, digran og rándýran loforðalista. Sjálfur varaformaður flokksins eru svo heppinn að á sömu dagblaðsopnu og greint er frá hinni nýju aðhaldsstefnu flokksins í efnahagsmálum, kynnir hann milljarða loforðalista í átta tölusettum liðum, sem er augljóslega gjörsamlega á skjön við hina nýju efnahagssgtefnu flokksins. Hér hefur það því gerst, sem er mikið nýmæli í stjórnmálum, að flokkur hefur sett fram stefnu, sem augljóslega er ætlað að tyfta málflutning frambjóðendanna. Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun