Fellur ríkisstjórnin? 8. mars 2007 05:00 Nú styttist í alþingiskosningar og skoðanakannanir um fylgi flokkanna birtast nú ört. Tvær síðustu kannanir Fréttablaðsins sýna að stjórnarandstaðan mundi fá meirihluta á þingi ef kosið væri í dag. Raunar leiddi önnur könnunin í ljós, að Samfylking og Vinstri grænt mundu fá meirihluta án frjálslyndra. En stjórnarandstaðan öll hefur bundist fastmælum um það, að reyna stjórnarmyndun sem fyrsta valkost strax eftir kosningar. Reynslan hefur leitt í ljós, að fylgi flokkanna getur oft reynst annað í kosningum en það sem skoðanakannanir hafa sýnt. Þess vegna er ljóst, að kosningarnar verða mjög spennandi. Það eru góðar líkur á því að stjórnin falli en ekkert er öruggt í því efni fyrr en talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Kosið um misskiptingunaUm hvað verður kosið í kosningunum? Að mínu mati verður kosið um misskiptinguna í þjóðfélaginu og þar á meðal um málefni aldraðra og öryrkja. Einnig verður kosið um umhverfismálin og stóriðjuna og það verður kosið um lýðræðið, um það hvernig stjórnarherrar fara með vald sitt. Það verður kosið um misbeitingu valds og um spillingu í íslenskum stjórnmálum. Síðast en ekki síst verður kosið um jafnrétti kynjanna, um það hvernig tryggja megi rétt kvenna til sömu launa og karlar fá fyrir sömu vinnu og um jöfn völd og áhrif kvenna og karla. 40 milljarðar hafðir af öldruðumStærsta málið að mínu mati verður misskiptingin í þjóðfélaginu, aukinn ójöfnuður, sem hlotist hefur af kvótakerfinu, af ranglátri skattastefnu og vegna græðgisstefnunnar. Misskiptingin hefur bitnað illa á öldruðum, öryrkjum og láglaunafólki. Ný ríkisstjórn verður að rétta hag aldraðra og öryrkja. Stjórnarflokkarnir hafa haft 40 milljarða af öldruðum á síðustu 12 árum, þar eð aldraðir hafa ekki fengið sömu leiðréttingu á lífeyri sínum eins og láglaunafólk hefur fengið á launum sínum en því var lofað 1995, að aldraðir fengju sömu uppbætur á lífeyri sinn eins og launafólk fengi á laun sín. Það var svikið. Til þess að kóróna ósómann fóru stjórnarflokkarnir að seilast í framkvæmdasjóð aldraðra og taka peninga úr sjóðnum til eyðslu, peninga, sem áttu að renna til byggingar hjúkrunarheimila og annarra stofnana aldraðra. Tóku stjórnvöld alls 3 milljarða í eyðslu af framkvæmdafé sjóðsins. Núverandi heilbrigðisráðherra gekk enn lengra og tók peninga úr framkvæmdasjóðnum til þess að kosta áróðursbækling, sem ráðherra gaf út vegna næstu kosninga. Ráðherranum fannst það í lagi? Krafan er sú, að þessu fé verði öllu skilað. Það má reisa mörg hjúkrunarheimili fyrir 3 milljarða. (Ríkisstjórnin ætlar að skila 100 milljónum á þessu ári. Það er of lítið.) Það þarf ennfremur að leiðrétta skattastefnuna. Milljarðamæringarnir og aðrir efnamenn, sem nú greiða aðeins 10% skatt verða að greiða fullan tekjuskatt til þjóðfélagsins eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Og það þarf að lækka skattinn á þeim lægst launuðu. Kvótakerfinu verður að gerbreyta. Það verður að stöðva kvótabraskið og koma í veg fyrir, að menn geti gengið út úr greininni með fullar hendur fjár. Útgerðarmenn fengu úthlutað veiðiheimildum frítt og það er ósvífið, að þeir skuli síðan margir hverjir ganga út úr greininni og selja veiðiheimildirnar. Slíkt brask þarf að stöðva. Ríkisstjórnin hefur ítrekað gerst sek um vafasamar embættaveitingar. T.d. hafa frændur og vinir verið skipaðir hæstaréttardómarar og jafnréttislög og stjórnsýslulög verið brotin á þeirri vegferð. Lög og stjórnarskrá hafa verið brotin á öryrkjum og hefur Hæstiréttur þurft að taka í taumana í málefnum öryrkja. Löng valdaseta hefur spillt stjórnarherrunum og er því mál að þeir fái frí. Væntanlega mun ríkisstjórnin fá reisupassann í væntanlegum þingkosningum svo unnt verði að mynda velferðar- og umbótastjórn í landinu. Höfundur er viðskiptafræðingur. Um hvað verður kosið í kosningunum? Að mínu mati verður kosið um misskiptinguna í þjóðfélaginu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Nú styttist í alþingiskosningar og skoðanakannanir um fylgi flokkanna birtast nú ört. Tvær síðustu kannanir Fréttablaðsins sýna að stjórnarandstaðan mundi fá meirihluta á þingi ef kosið væri í dag. Raunar leiddi önnur könnunin í ljós, að Samfylking og Vinstri grænt mundu fá meirihluta án frjálslyndra. En stjórnarandstaðan öll hefur bundist fastmælum um það, að reyna stjórnarmyndun sem fyrsta valkost strax eftir kosningar. Reynslan hefur leitt í ljós, að fylgi flokkanna getur oft reynst annað í kosningum en það sem skoðanakannanir hafa sýnt. Þess vegna er ljóst, að kosningarnar verða mjög spennandi. Það eru góðar líkur á því að stjórnin falli en ekkert er öruggt í því efni fyrr en talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Kosið um misskiptingunaUm hvað verður kosið í kosningunum? Að mínu mati verður kosið um misskiptinguna í þjóðfélaginu og þar á meðal um málefni aldraðra og öryrkja. Einnig verður kosið um umhverfismálin og stóriðjuna og það verður kosið um lýðræðið, um það hvernig stjórnarherrar fara með vald sitt. Það verður kosið um misbeitingu valds og um spillingu í íslenskum stjórnmálum. Síðast en ekki síst verður kosið um jafnrétti kynjanna, um það hvernig tryggja megi rétt kvenna til sömu launa og karlar fá fyrir sömu vinnu og um jöfn völd og áhrif kvenna og karla. 40 milljarðar hafðir af öldruðumStærsta málið að mínu mati verður misskiptingin í þjóðfélaginu, aukinn ójöfnuður, sem hlotist hefur af kvótakerfinu, af ranglátri skattastefnu og vegna græðgisstefnunnar. Misskiptingin hefur bitnað illa á öldruðum, öryrkjum og láglaunafólki. Ný ríkisstjórn verður að rétta hag aldraðra og öryrkja. Stjórnarflokkarnir hafa haft 40 milljarða af öldruðum á síðustu 12 árum, þar eð aldraðir hafa ekki fengið sömu leiðréttingu á lífeyri sínum eins og láglaunafólk hefur fengið á launum sínum en því var lofað 1995, að aldraðir fengju sömu uppbætur á lífeyri sinn eins og launafólk fengi á laun sín. Það var svikið. Til þess að kóróna ósómann fóru stjórnarflokkarnir að seilast í framkvæmdasjóð aldraðra og taka peninga úr sjóðnum til eyðslu, peninga, sem áttu að renna til byggingar hjúkrunarheimila og annarra stofnana aldraðra. Tóku stjórnvöld alls 3 milljarða í eyðslu af framkvæmdafé sjóðsins. Núverandi heilbrigðisráðherra gekk enn lengra og tók peninga úr framkvæmdasjóðnum til þess að kosta áróðursbækling, sem ráðherra gaf út vegna næstu kosninga. Ráðherranum fannst það í lagi? Krafan er sú, að þessu fé verði öllu skilað. Það má reisa mörg hjúkrunarheimili fyrir 3 milljarða. (Ríkisstjórnin ætlar að skila 100 milljónum á þessu ári. Það er of lítið.) Það þarf ennfremur að leiðrétta skattastefnuna. Milljarðamæringarnir og aðrir efnamenn, sem nú greiða aðeins 10% skatt verða að greiða fullan tekjuskatt til þjóðfélagsins eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Og það þarf að lækka skattinn á þeim lægst launuðu. Kvótakerfinu verður að gerbreyta. Það verður að stöðva kvótabraskið og koma í veg fyrir, að menn geti gengið út úr greininni með fullar hendur fjár. Útgerðarmenn fengu úthlutað veiðiheimildum frítt og það er ósvífið, að þeir skuli síðan margir hverjir ganga út úr greininni og selja veiðiheimildirnar. Slíkt brask þarf að stöðva. Ríkisstjórnin hefur ítrekað gerst sek um vafasamar embættaveitingar. T.d. hafa frændur og vinir verið skipaðir hæstaréttardómarar og jafnréttislög og stjórnsýslulög verið brotin á þeirri vegferð. Lög og stjórnarskrá hafa verið brotin á öryrkjum og hefur Hæstiréttur þurft að taka í taumana í málefnum öryrkja. Löng valdaseta hefur spillt stjórnarherrunum og er því mál að þeir fái frí. Væntanlega mun ríkisstjórnin fá reisupassann í væntanlegum þingkosningum svo unnt verði að mynda velferðar- og umbótastjórn í landinu. Höfundur er viðskiptafræðingur. Um hvað verður kosið í kosningunum? Að mínu mati verður kosið um misskiptinguna í þjóðfélaginu
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun