Fellur ríkisstjórnin? 8. mars 2007 05:00 Nú styttist í alþingiskosningar og skoðanakannanir um fylgi flokkanna birtast nú ört. Tvær síðustu kannanir Fréttablaðsins sýna að stjórnarandstaðan mundi fá meirihluta á þingi ef kosið væri í dag. Raunar leiddi önnur könnunin í ljós, að Samfylking og Vinstri grænt mundu fá meirihluta án frjálslyndra. En stjórnarandstaðan öll hefur bundist fastmælum um það, að reyna stjórnarmyndun sem fyrsta valkost strax eftir kosningar. Reynslan hefur leitt í ljós, að fylgi flokkanna getur oft reynst annað í kosningum en það sem skoðanakannanir hafa sýnt. Þess vegna er ljóst, að kosningarnar verða mjög spennandi. Það eru góðar líkur á því að stjórnin falli en ekkert er öruggt í því efni fyrr en talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Kosið um misskiptingunaUm hvað verður kosið í kosningunum? Að mínu mati verður kosið um misskiptinguna í þjóðfélaginu og þar á meðal um málefni aldraðra og öryrkja. Einnig verður kosið um umhverfismálin og stóriðjuna og það verður kosið um lýðræðið, um það hvernig stjórnarherrar fara með vald sitt. Það verður kosið um misbeitingu valds og um spillingu í íslenskum stjórnmálum. Síðast en ekki síst verður kosið um jafnrétti kynjanna, um það hvernig tryggja megi rétt kvenna til sömu launa og karlar fá fyrir sömu vinnu og um jöfn völd og áhrif kvenna og karla. 40 milljarðar hafðir af öldruðumStærsta málið að mínu mati verður misskiptingin í þjóðfélaginu, aukinn ójöfnuður, sem hlotist hefur af kvótakerfinu, af ranglátri skattastefnu og vegna græðgisstefnunnar. Misskiptingin hefur bitnað illa á öldruðum, öryrkjum og láglaunafólki. Ný ríkisstjórn verður að rétta hag aldraðra og öryrkja. Stjórnarflokkarnir hafa haft 40 milljarða af öldruðum á síðustu 12 árum, þar eð aldraðir hafa ekki fengið sömu leiðréttingu á lífeyri sínum eins og láglaunafólk hefur fengið á launum sínum en því var lofað 1995, að aldraðir fengju sömu uppbætur á lífeyri sinn eins og launafólk fengi á laun sín. Það var svikið. Til þess að kóróna ósómann fóru stjórnarflokkarnir að seilast í framkvæmdasjóð aldraðra og taka peninga úr sjóðnum til eyðslu, peninga, sem áttu að renna til byggingar hjúkrunarheimila og annarra stofnana aldraðra. Tóku stjórnvöld alls 3 milljarða í eyðslu af framkvæmdafé sjóðsins. Núverandi heilbrigðisráðherra gekk enn lengra og tók peninga úr framkvæmdasjóðnum til þess að kosta áróðursbækling, sem ráðherra gaf út vegna næstu kosninga. Ráðherranum fannst það í lagi? Krafan er sú, að þessu fé verði öllu skilað. Það má reisa mörg hjúkrunarheimili fyrir 3 milljarða. (Ríkisstjórnin ætlar að skila 100 milljónum á þessu ári. Það er of lítið.) Það þarf ennfremur að leiðrétta skattastefnuna. Milljarðamæringarnir og aðrir efnamenn, sem nú greiða aðeins 10% skatt verða að greiða fullan tekjuskatt til þjóðfélagsins eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Og það þarf að lækka skattinn á þeim lægst launuðu. Kvótakerfinu verður að gerbreyta. Það verður að stöðva kvótabraskið og koma í veg fyrir, að menn geti gengið út úr greininni með fullar hendur fjár. Útgerðarmenn fengu úthlutað veiðiheimildum frítt og það er ósvífið, að þeir skuli síðan margir hverjir ganga út úr greininni og selja veiðiheimildirnar. Slíkt brask þarf að stöðva. Ríkisstjórnin hefur ítrekað gerst sek um vafasamar embættaveitingar. T.d. hafa frændur og vinir verið skipaðir hæstaréttardómarar og jafnréttislög og stjórnsýslulög verið brotin á þeirri vegferð. Lög og stjórnarskrá hafa verið brotin á öryrkjum og hefur Hæstiréttur þurft að taka í taumana í málefnum öryrkja. Löng valdaseta hefur spillt stjórnarherrunum og er því mál að þeir fái frí. Væntanlega mun ríkisstjórnin fá reisupassann í væntanlegum þingkosningum svo unnt verði að mynda velferðar- og umbótastjórn í landinu. Höfundur er viðskiptafræðingur. Um hvað verður kosið í kosningunum? Að mínu mati verður kosið um misskiptinguna í þjóðfélaginu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Nú styttist í alþingiskosningar og skoðanakannanir um fylgi flokkanna birtast nú ört. Tvær síðustu kannanir Fréttablaðsins sýna að stjórnarandstaðan mundi fá meirihluta á þingi ef kosið væri í dag. Raunar leiddi önnur könnunin í ljós, að Samfylking og Vinstri grænt mundu fá meirihluta án frjálslyndra. En stjórnarandstaðan öll hefur bundist fastmælum um það, að reyna stjórnarmyndun sem fyrsta valkost strax eftir kosningar. Reynslan hefur leitt í ljós, að fylgi flokkanna getur oft reynst annað í kosningum en það sem skoðanakannanir hafa sýnt. Þess vegna er ljóst, að kosningarnar verða mjög spennandi. Það eru góðar líkur á því að stjórnin falli en ekkert er öruggt í því efni fyrr en talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Kosið um misskiptingunaUm hvað verður kosið í kosningunum? Að mínu mati verður kosið um misskiptinguna í þjóðfélaginu og þar á meðal um málefni aldraðra og öryrkja. Einnig verður kosið um umhverfismálin og stóriðjuna og það verður kosið um lýðræðið, um það hvernig stjórnarherrar fara með vald sitt. Það verður kosið um misbeitingu valds og um spillingu í íslenskum stjórnmálum. Síðast en ekki síst verður kosið um jafnrétti kynjanna, um það hvernig tryggja megi rétt kvenna til sömu launa og karlar fá fyrir sömu vinnu og um jöfn völd og áhrif kvenna og karla. 40 milljarðar hafðir af öldruðumStærsta málið að mínu mati verður misskiptingin í þjóðfélaginu, aukinn ójöfnuður, sem hlotist hefur af kvótakerfinu, af ranglátri skattastefnu og vegna græðgisstefnunnar. Misskiptingin hefur bitnað illa á öldruðum, öryrkjum og láglaunafólki. Ný ríkisstjórn verður að rétta hag aldraðra og öryrkja. Stjórnarflokkarnir hafa haft 40 milljarða af öldruðum á síðustu 12 árum, þar eð aldraðir hafa ekki fengið sömu leiðréttingu á lífeyri sínum eins og láglaunafólk hefur fengið á launum sínum en því var lofað 1995, að aldraðir fengju sömu uppbætur á lífeyri sinn eins og launafólk fengi á laun sín. Það var svikið. Til þess að kóróna ósómann fóru stjórnarflokkarnir að seilast í framkvæmdasjóð aldraðra og taka peninga úr sjóðnum til eyðslu, peninga, sem áttu að renna til byggingar hjúkrunarheimila og annarra stofnana aldraðra. Tóku stjórnvöld alls 3 milljarða í eyðslu af framkvæmdafé sjóðsins. Núverandi heilbrigðisráðherra gekk enn lengra og tók peninga úr framkvæmdasjóðnum til þess að kosta áróðursbækling, sem ráðherra gaf út vegna næstu kosninga. Ráðherranum fannst það í lagi? Krafan er sú, að þessu fé verði öllu skilað. Það má reisa mörg hjúkrunarheimili fyrir 3 milljarða. (Ríkisstjórnin ætlar að skila 100 milljónum á þessu ári. Það er of lítið.) Það þarf ennfremur að leiðrétta skattastefnuna. Milljarðamæringarnir og aðrir efnamenn, sem nú greiða aðeins 10% skatt verða að greiða fullan tekjuskatt til þjóðfélagsins eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Og það þarf að lækka skattinn á þeim lægst launuðu. Kvótakerfinu verður að gerbreyta. Það verður að stöðva kvótabraskið og koma í veg fyrir, að menn geti gengið út úr greininni með fullar hendur fjár. Útgerðarmenn fengu úthlutað veiðiheimildum frítt og það er ósvífið, að þeir skuli síðan margir hverjir ganga út úr greininni og selja veiðiheimildirnar. Slíkt brask þarf að stöðva. Ríkisstjórnin hefur ítrekað gerst sek um vafasamar embættaveitingar. T.d. hafa frændur og vinir verið skipaðir hæstaréttardómarar og jafnréttislög og stjórnsýslulög verið brotin á þeirri vegferð. Lög og stjórnarskrá hafa verið brotin á öryrkjum og hefur Hæstiréttur þurft að taka í taumana í málefnum öryrkja. Löng valdaseta hefur spillt stjórnarherrunum og er því mál að þeir fái frí. Væntanlega mun ríkisstjórnin fá reisupassann í væntanlegum þingkosningum svo unnt verði að mynda velferðar- og umbótastjórn í landinu. Höfundur er viðskiptafræðingur. Um hvað verður kosið í kosningunum? Að mínu mati verður kosið um misskiptinguna í þjóðfélaginu
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun