Bikarmeistari með Bregenz 20. febrúar 2006 08:00 Dagur Sigurðsson Dagur Sigurðsson, spilandi þjálfari hjá Bregenz í Austurríki, varð í gær bikarmeistari með liði sínu. Bregenz sigraði AON Fivers í úrslitaleiknum í gær, 33-27, eftir mikla törn um helgina en bikarfyrirkomulagið í Austurríki er á þann veg að 8-liða úrslit eru spiluð á föstudegi, undanúrslit á laugardegi og úrslit á sunnudegi. "Þetta var mjög sætt," sagði Dagur skömmu eftir leik, í skýjunum með að hafa unnið sinn fyrsta bikarmeistaratitil í Austurríki. Röddin í Degi var ekki með besta móti þegar Fréttablaðið ræddi við Dag í gær og sagði hann aðspurður að fagnaðarlætin ættu þar vissulega einhvern hlut að máli. "En svo er ég líka búinn að vera veikur í næstum tvær vikur og er ekki enn búinn að jafna mig fullkomnlega eftir það. Ég virðist hafa fengið þessa heiftarlegu flensu en það var gott að vera búinn að ná sér fyrir helgina og eiga möguleika á að taka þátt í þessum leikjum um helgina," sagði Dagur, sem skoraði fimm mörk í leiknum. "Mér gekk mjög vel í leiknum," sagði hann. Dagur hefur orðið austurískur meistari með Bregenz síðustu tvö ár en aldrei unnið bikarkeppnina eins og áður segir. "Við vorum mjög óheppnir með drátt í þessari keppni í fyrra, fengum erfiða leiki alla dagana og svo fór að leikmenn voru of þreyttir í úrslitunum. Nú fengum við auðveldan leik á föstudaginn og laugardag og gátum fyrir vikið leyft liðinu að rúlla nokkuð jafnt. Annars er þetta svona í það mesta - að spila þrjá leiki á þremur dögum," sagði Dagur. Úrslitakeppnin er við það að hefast í Austurríki og segur Dagur að stefnan sé að sjálfsögðu sett á titilinn. "Við erum meistarar og nú orðnir bikarmeistarar svo að við getum ekkert falið okkur á bakvið einhverjar afsakanir. Við ætlum okkur að vinna deildina líka." Erlendar Íslenski handboltinn Handbolti Innlendar Íþróttir Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira
Dagur Sigurðsson, spilandi þjálfari hjá Bregenz í Austurríki, varð í gær bikarmeistari með liði sínu. Bregenz sigraði AON Fivers í úrslitaleiknum í gær, 33-27, eftir mikla törn um helgina en bikarfyrirkomulagið í Austurríki er á þann veg að 8-liða úrslit eru spiluð á föstudegi, undanúrslit á laugardegi og úrslit á sunnudegi. "Þetta var mjög sætt," sagði Dagur skömmu eftir leik, í skýjunum með að hafa unnið sinn fyrsta bikarmeistaratitil í Austurríki. Röddin í Degi var ekki með besta móti þegar Fréttablaðið ræddi við Dag í gær og sagði hann aðspurður að fagnaðarlætin ættu þar vissulega einhvern hlut að máli. "En svo er ég líka búinn að vera veikur í næstum tvær vikur og er ekki enn búinn að jafna mig fullkomnlega eftir það. Ég virðist hafa fengið þessa heiftarlegu flensu en það var gott að vera búinn að ná sér fyrir helgina og eiga möguleika á að taka þátt í þessum leikjum um helgina," sagði Dagur, sem skoraði fimm mörk í leiknum. "Mér gekk mjög vel í leiknum," sagði hann. Dagur hefur orðið austurískur meistari með Bregenz síðustu tvö ár en aldrei unnið bikarkeppnina eins og áður segir. "Við vorum mjög óheppnir með drátt í þessari keppni í fyrra, fengum erfiða leiki alla dagana og svo fór að leikmenn voru of þreyttir í úrslitunum. Nú fengum við auðveldan leik á föstudaginn og laugardag og gátum fyrir vikið leyft liðinu að rúlla nokkuð jafnt. Annars er þetta svona í það mesta - að spila þrjá leiki á þremur dögum," sagði Dagur. Úrslitakeppnin er við það að hefast í Austurríki og segur Dagur að stefnan sé að sjálfsögðu sett á titilinn. "Við erum meistarar og nú orðnir bikarmeistarar svo að við getum ekkert falið okkur á bakvið einhverjar afsakanir. Við ætlum okkur að vinna deildina líka."
Erlendar Íslenski handboltinn Handbolti Innlendar Íþróttir Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira