Ólgan undir niðri 3. september 2005 00:01 Einhverjar mestu hörmungar sem um getur í Bandaríkjunum dynja nú á ríkjunum við Mexíkóflóa. Verst er ástandið í New Orleans en þar má segja að innviðir samfélagsins hafi brostið undan ofurafli fellibylsins Katrínar. Skipulagið er brostið og við tekur örvænting, öryggisleysi, óöld og stjórnleysi. New Orleans er milljónaborg með sterkum menningareinkennum fólks af kynþætti blökkumanna. Eftir að fellibylurinn hafði valdið óbætanlegu tjóni á borginni og samfélagi hennar kom á daginn, að stéttskipting, fátækt, örbirgð og kynþáttamisrétti er ekki einasta dragbítur í daglegu lífi blökkumanna og annarra sem minna mega sín heldur var það einnig fótakefli þeirra þegar flýja þurfti borgina. Meira að segja þá var ekki um að ræða jöfn tækifæri í guðseiginlandi tækifæranna. Haft hefur verið á orði að fellibylurinn hafi þurrkað út þrotlausa sextíu ára baráttu gegn kynþáttamisrétti á hamfarasvæðunum. Í öllum þessum hörmungum stöldrum við áhorfendurnir hér í norðrinu við þær ráðstafanir bandarískra stjórnvalda að grípa til herlaga og stemma með þeim hætti stigu við ránum og gripdeildum, nauðgunum, morðum og skemmdarverkum. Her, lögreglu og heimavarnarliði er gefin heimild til að skjóta og drepa. Hvernig má það vera að til slíkra aðgerða þurfi að koma innan vébanda voldugasta ríkis veraldar? Ríkisins sem sagði hryðjuverkin í World Trade Center fyrir fjórum árum vera árás á sjálfa siðmenninguna, rétt eins og það væri sjálfur handhafi siðmenningarinnar? Bandaríkin eru margbrotið og samsett samfélag þar sem fólk af ólíkum uppruna með ólíka siði og trúarbrögð leitast við að byggja í sameiningu samfélag sem veitt getur fullnægjandi lífsskilyrði fyrir sem flesta. Það er ótvírætt veikleikamerki bandarískrar siðmenningar ef stjórnvöld neyðast til þess að halda samfélaginu í þeim farvegi sem að er stefnt með sterku lögreglu- eða hervaldi eins og nú er raunin. Af hverju skapaðist ekki svipað ástand, svipuð óöld með glæpum, nauðgunum og ránum í Suðaustur Asíu í fyrra þegar að minnsta kosti 180 þúsund manns fórust í hamfaraflóðum á jóladag? Ástæður óaldarinnar, stjórnleysisins, örvæntingarinnar og ofbeldisins á sér sjálfsagt margar skýringar. Margar þeirra eru sömu skýringarnar og gilda um upptök og ástæður borgarastyrjalda. Stéttskipting, kúgun, kynþáttamisrétti, ólíkt siða- og trúarkerfi og fleira mætti telja. Minnumst átakana á Norður Írlandi. Við vöndumst því lengst af í fréttum að stríðsástandið og hryðjuverkin þar ættu rætur að rekja til átaka milli kaþólikka og mótmælenda. Slíkt var og er einföldun. Saman fór að kaþólikkar voru fjölmennastir meðal þeirra sem lökust höfðu kjörin og þeir sem lökust höfðu kjörin kenndu stjórnvöldum í Englandi um ástandið.Fátækur kaþólikki, andvígur breskum stjórnvöldum gerðist fjandsamlegur gagnvart betur megandi mótmælanda sem hlynntur var breskum stjórnvöldum. Og öfugt. Fátækur og valdalaus blökkumaður í jaðarsamfélagi New Orleans, með takmarkaða möguleika til heilbrigðisþjónustu og menntunar stillir sér upp gegn hvítum, vel menntuðum, vel tryggðum og vel megandi valdsmanni úr betri hverfum borgarinnar. Þegar skipulagið hrynur og innviðir samfélagsins bresta koma langvinn vonbrigði og dulinn fjandskapur upp á yfirborðið. Er þá nokkuð annað að gera en að beita lögreglunni og hernum? Kalla þá heimavarnarmenn á vettvang sem ekki eru í Írak eða annars staðar í heiminum að verja siðmenninguna. Og fjölga blökkumönnum enn í þéttsetnum fangelsum. Jóhann Hauksson -johannh@frettabaldid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Jóhann Hauksson Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Einhverjar mestu hörmungar sem um getur í Bandaríkjunum dynja nú á ríkjunum við Mexíkóflóa. Verst er ástandið í New Orleans en þar má segja að innviðir samfélagsins hafi brostið undan ofurafli fellibylsins Katrínar. Skipulagið er brostið og við tekur örvænting, öryggisleysi, óöld og stjórnleysi. New Orleans er milljónaborg með sterkum menningareinkennum fólks af kynþætti blökkumanna. Eftir að fellibylurinn hafði valdið óbætanlegu tjóni á borginni og samfélagi hennar kom á daginn, að stéttskipting, fátækt, örbirgð og kynþáttamisrétti er ekki einasta dragbítur í daglegu lífi blökkumanna og annarra sem minna mega sín heldur var það einnig fótakefli þeirra þegar flýja þurfti borgina. Meira að segja þá var ekki um að ræða jöfn tækifæri í guðseiginlandi tækifæranna. Haft hefur verið á orði að fellibylurinn hafi þurrkað út þrotlausa sextíu ára baráttu gegn kynþáttamisrétti á hamfarasvæðunum. Í öllum þessum hörmungum stöldrum við áhorfendurnir hér í norðrinu við þær ráðstafanir bandarískra stjórnvalda að grípa til herlaga og stemma með þeim hætti stigu við ránum og gripdeildum, nauðgunum, morðum og skemmdarverkum. Her, lögreglu og heimavarnarliði er gefin heimild til að skjóta og drepa. Hvernig má það vera að til slíkra aðgerða þurfi að koma innan vébanda voldugasta ríkis veraldar? Ríkisins sem sagði hryðjuverkin í World Trade Center fyrir fjórum árum vera árás á sjálfa siðmenninguna, rétt eins og það væri sjálfur handhafi siðmenningarinnar? Bandaríkin eru margbrotið og samsett samfélag þar sem fólk af ólíkum uppruna með ólíka siði og trúarbrögð leitast við að byggja í sameiningu samfélag sem veitt getur fullnægjandi lífsskilyrði fyrir sem flesta. Það er ótvírætt veikleikamerki bandarískrar siðmenningar ef stjórnvöld neyðast til þess að halda samfélaginu í þeim farvegi sem að er stefnt með sterku lögreglu- eða hervaldi eins og nú er raunin. Af hverju skapaðist ekki svipað ástand, svipuð óöld með glæpum, nauðgunum og ránum í Suðaustur Asíu í fyrra þegar að minnsta kosti 180 þúsund manns fórust í hamfaraflóðum á jóladag? Ástæður óaldarinnar, stjórnleysisins, örvæntingarinnar og ofbeldisins á sér sjálfsagt margar skýringar. Margar þeirra eru sömu skýringarnar og gilda um upptök og ástæður borgarastyrjalda. Stéttskipting, kúgun, kynþáttamisrétti, ólíkt siða- og trúarkerfi og fleira mætti telja. Minnumst átakana á Norður Írlandi. Við vöndumst því lengst af í fréttum að stríðsástandið og hryðjuverkin þar ættu rætur að rekja til átaka milli kaþólikka og mótmælenda. Slíkt var og er einföldun. Saman fór að kaþólikkar voru fjölmennastir meðal þeirra sem lökust höfðu kjörin og þeir sem lökust höfðu kjörin kenndu stjórnvöldum í Englandi um ástandið.Fátækur kaþólikki, andvígur breskum stjórnvöldum gerðist fjandsamlegur gagnvart betur megandi mótmælanda sem hlynntur var breskum stjórnvöldum. Og öfugt. Fátækur og valdalaus blökkumaður í jaðarsamfélagi New Orleans, með takmarkaða möguleika til heilbrigðisþjónustu og menntunar stillir sér upp gegn hvítum, vel menntuðum, vel tryggðum og vel megandi valdsmanni úr betri hverfum borgarinnar. Þegar skipulagið hrynur og innviðir samfélagsins bresta koma langvinn vonbrigði og dulinn fjandskapur upp á yfirborðið. Er þá nokkuð annað að gera en að beita lögreglunni og hernum? Kalla þá heimavarnarmenn á vettvang sem ekki eru í Írak eða annars staðar í heiminum að verja siðmenninguna. Og fjölga blökkumönnum enn í þéttsetnum fangelsum. Jóhann Hauksson -johannh@frettabaldid.is
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar