Ólgan undir niðri 3. september 2005 00:01 Einhverjar mestu hörmungar sem um getur í Bandaríkjunum dynja nú á ríkjunum við Mexíkóflóa. Verst er ástandið í New Orleans en þar má segja að innviðir samfélagsins hafi brostið undan ofurafli fellibylsins Katrínar. Skipulagið er brostið og við tekur örvænting, öryggisleysi, óöld og stjórnleysi. New Orleans er milljónaborg með sterkum menningareinkennum fólks af kynþætti blökkumanna. Eftir að fellibylurinn hafði valdið óbætanlegu tjóni á borginni og samfélagi hennar kom á daginn, að stéttskipting, fátækt, örbirgð og kynþáttamisrétti er ekki einasta dragbítur í daglegu lífi blökkumanna og annarra sem minna mega sín heldur var það einnig fótakefli þeirra þegar flýja þurfti borgina. Meira að segja þá var ekki um að ræða jöfn tækifæri í guðseiginlandi tækifæranna. Haft hefur verið á orði að fellibylurinn hafi þurrkað út þrotlausa sextíu ára baráttu gegn kynþáttamisrétti á hamfarasvæðunum. Í öllum þessum hörmungum stöldrum við áhorfendurnir hér í norðrinu við þær ráðstafanir bandarískra stjórnvalda að grípa til herlaga og stemma með þeim hætti stigu við ránum og gripdeildum, nauðgunum, morðum og skemmdarverkum. Her, lögreglu og heimavarnarliði er gefin heimild til að skjóta og drepa. Hvernig má það vera að til slíkra aðgerða þurfi að koma innan vébanda voldugasta ríkis veraldar? Ríkisins sem sagði hryðjuverkin í World Trade Center fyrir fjórum árum vera árás á sjálfa siðmenninguna, rétt eins og það væri sjálfur handhafi siðmenningarinnar? Bandaríkin eru margbrotið og samsett samfélag þar sem fólk af ólíkum uppruna með ólíka siði og trúarbrögð leitast við að byggja í sameiningu samfélag sem veitt getur fullnægjandi lífsskilyrði fyrir sem flesta. Það er ótvírætt veikleikamerki bandarískrar siðmenningar ef stjórnvöld neyðast til þess að halda samfélaginu í þeim farvegi sem að er stefnt með sterku lögreglu- eða hervaldi eins og nú er raunin. Af hverju skapaðist ekki svipað ástand, svipuð óöld með glæpum, nauðgunum og ránum í Suðaustur Asíu í fyrra þegar að minnsta kosti 180 þúsund manns fórust í hamfaraflóðum á jóladag? Ástæður óaldarinnar, stjórnleysisins, örvæntingarinnar og ofbeldisins á sér sjálfsagt margar skýringar. Margar þeirra eru sömu skýringarnar og gilda um upptök og ástæður borgarastyrjalda. Stéttskipting, kúgun, kynþáttamisrétti, ólíkt siða- og trúarkerfi og fleira mætti telja. Minnumst átakana á Norður Írlandi. Við vöndumst því lengst af í fréttum að stríðsástandið og hryðjuverkin þar ættu rætur að rekja til átaka milli kaþólikka og mótmælenda. Slíkt var og er einföldun. Saman fór að kaþólikkar voru fjölmennastir meðal þeirra sem lökust höfðu kjörin og þeir sem lökust höfðu kjörin kenndu stjórnvöldum í Englandi um ástandið.Fátækur kaþólikki, andvígur breskum stjórnvöldum gerðist fjandsamlegur gagnvart betur megandi mótmælanda sem hlynntur var breskum stjórnvöldum. Og öfugt. Fátækur og valdalaus blökkumaður í jaðarsamfélagi New Orleans, með takmarkaða möguleika til heilbrigðisþjónustu og menntunar stillir sér upp gegn hvítum, vel menntuðum, vel tryggðum og vel megandi valdsmanni úr betri hverfum borgarinnar. Þegar skipulagið hrynur og innviðir samfélagsins bresta koma langvinn vonbrigði og dulinn fjandskapur upp á yfirborðið. Er þá nokkuð annað að gera en að beita lögreglunni og hernum? Kalla þá heimavarnarmenn á vettvang sem ekki eru í Írak eða annars staðar í heiminum að verja siðmenninguna. Og fjölga blökkumönnum enn í þéttsetnum fangelsum. Jóhann Hauksson -johannh@frettabaldid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Jóhann Hauksson Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Einhverjar mestu hörmungar sem um getur í Bandaríkjunum dynja nú á ríkjunum við Mexíkóflóa. Verst er ástandið í New Orleans en þar má segja að innviðir samfélagsins hafi brostið undan ofurafli fellibylsins Katrínar. Skipulagið er brostið og við tekur örvænting, öryggisleysi, óöld og stjórnleysi. New Orleans er milljónaborg með sterkum menningareinkennum fólks af kynþætti blökkumanna. Eftir að fellibylurinn hafði valdið óbætanlegu tjóni á borginni og samfélagi hennar kom á daginn, að stéttskipting, fátækt, örbirgð og kynþáttamisrétti er ekki einasta dragbítur í daglegu lífi blökkumanna og annarra sem minna mega sín heldur var það einnig fótakefli þeirra þegar flýja þurfti borgina. Meira að segja þá var ekki um að ræða jöfn tækifæri í guðseiginlandi tækifæranna. Haft hefur verið á orði að fellibylurinn hafi þurrkað út þrotlausa sextíu ára baráttu gegn kynþáttamisrétti á hamfarasvæðunum. Í öllum þessum hörmungum stöldrum við áhorfendurnir hér í norðrinu við þær ráðstafanir bandarískra stjórnvalda að grípa til herlaga og stemma með þeim hætti stigu við ránum og gripdeildum, nauðgunum, morðum og skemmdarverkum. Her, lögreglu og heimavarnarliði er gefin heimild til að skjóta og drepa. Hvernig má það vera að til slíkra aðgerða þurfi að koma innan vébanda voldugasta ríkis veraldar? Ríkisins sem sagði hryðjuverkin í World Trade Center fyrir fjórum árum vera árás á sjálfa siðmenninguna, rétt eins og það væri sjálfur handhafi siðmenningarinnar? Bandaríkin eru margbrotið og samsett samfélag þar sem fólk af ólíkum uppruna með ólíka siði og trúarbrögð leitast við að byggja í sameiningu samfélag sem veitt getur fullnægjandi lífsskilyrði fyrir sem flesta. Það er ótvírætt veikleikamerki bandarískrar siðmenningar ef stjórnvöld neyðast til þess að halda samfélaginu í þeim farvegi sem að er stefnt með sterku lögreglu- eða hervaldi eins og nú er raunin. Af hverju skapaðist ekki svipað ástand, svipuð óöld með glæpum, nauðgunum og ránum í Suðaustur Asíu í fyrra þegar að minnsta kosti 180 þúsund manns fórust í hamfaraflóðum á jóladag? Ástæður óaldarinnar, stjórnleysisins, örvæntingarinnar og ofbeldisins á sér sjálfsagt margar skýringar. Margar þeirra eru sömu skýringarnar og gilda um upptök og ástæður borgarastyrjalda. Stéttskipting, kúgun, kynþáttamisrétti, ólíkt siða- og trúarkerfi og fleira mætti telja. Minnumst átakana á Norður Írlandi. Við vöndumst því lengst af í fréttum að stríðsástandið og hryðjuverkin þar ættu rætur að rekja til átaka milli kaþólikka og mótmælenda. Slíkt var og er einföldun. Saman fór að kaþólikkar voru fjölmennastir meðal þeirra sem lökust höfðu kjörin og þeir sem lökust höfðu kjörin kenndu stjórnvöldum í Englandi um ástandið.Fátækur kaþólikki, andvígur breskum stjórnvöldum gerðist fjandsamlegur gagnvart betur megandi mótmælanda sem hlynntur var breskum stjórnvöldum. Og öfugt. Fátækur og valdalaus blökkumaður í jaðarsamfélagi New Orleans, með takmarkaða möguleika til heilbrigðisþjónustu og menntunar stillir sér upp gegn hvítum, vel menntuðum, vel tryggðum og vel megandi valdsmanni úr betri hverfum borgarinnar. Þegar skipulagið hrynur og innviðir samfélagsins bresta koma langvinn vonbrigði og dulinn fjandskapur upp á yfirborðið. Er þá nokkuð annað að gera en að beita lögreglunni og hernum? Kalla þá heimavarnarmenn á vettvang sem ekki eru í Írak eða annars staðar í heiminum að verja siðmenninguna. Og fjölga blökkumönnum enn í þéttsetnum fangelsum. Jóhann Hauksson -johannh@frettabaldid.is
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar