
Hver græðir og hver tapar?
Að vissu leyti er það skiljanlegt að það sé erfitt fyrir stórt fyrirtæki að missa frá sér mann í lykilstöðu. Það kostar tíma og peninga að þjálfa annan mann í starfið, og þá sérstaklega ef það er bara í nokkra mánuði. Það væri auðvitað best fyrir fyrirtækið að missa aldrei góðan mann úr vinnu, á sama hátt og það væri best að engin framleiðslutæki biluðu, og best væri að hleypa fólki aldrei í sumarfrí og láta það vinna allan sólarhringinn. Og best væri að þurfa aldrei að greiða desemberuppbót, eða eyða peningum í auglýsingar, eða kaupa síma og tölvur, best væri ef fyrirtækið þyrfti aldrei að eyða neinum peningum. Raunin er hins vegar sú að útgjöld eru hluti af rekstri og fæðingarorlof er einfaldlega meðal nauðsynlegra útgjalda, og þarf að viðurkenna sem slíkt. Það eru kröfur samtímans.
Hagsmunir fyrirtækisins annars vegar og fjölskyldunnar hins vegar eiga erfitt með að mætast þegar fyrirtækið sleppir ekki taki á starfsmanni sínum svo hann geti sinnt skyldu sinni gagnvart fjölskyldunni þegar mest á reynir. Hægt er að velta því fyrir sér hvort karlmanni væri mætt með jafn mikilli hörku ef eiginkonan hefði fallið frá og hann ætti ekki annarra kosta völ en að þurfa að sjá um börnin. Samfélagið gerir enn ráð fyrir því að börnin séu fyrst og fremst á ábyrgð móðurinnar og ef feðrum er meinað að taka fæðingarorlof þýðir það aðeins að atvinnurekendum þykir það nóg að móðirin sé heima við og það sé nóg að barnið hljóti umhyggju foreldra sinna aðeins í sex mánuði. Vissulega er ekki hægt að þræta fyrir það að ábyrgðin hvíli meira á konunni til að byrja með af þeirri einföldu líffræðilegu ástæðu að það er hún sem elur barnið og fæðir, en barneignir eru ekki sérstakt gæluverkefni kvenna.
Börn eru ekki fjandmenn atvinnulífsins þó þau haldi foreldrum sínum stundum frá vinnu. Ekki má gleyma að börnin eru framtíðin, framtíðarviðskiptavinir fyrirtækjanna og jafnvel framtíðarstarfsmenn. Það er ansi mikilvægt að það sé til fólk eftir nokkur ár. Fyrirtækin og atvinnurekendur græða á því að börn fæðist. Hvað myndi gerast ef börn hættu að koma í heiminn því fólk á barneignaaldri sér sér ekki fært að komast frá vinnu til að sinna barni?
Þau rök að faðirinn þurfi að fá tækifæri til að kynnast barninu sínu eru oft einu rökin sem notuð eru til stuðnings fæðingarorlofi fyrir feður. Það eru góð og gild rök, en sumum þykir þau ekki nægja. Jafnframt hafa feður verið ásakaðir um að misnota kerfið til þess eins að græða peninga, og þeir geri lítið annað í orlofinu en að slappa af og hafa það gott. Oft vill það þó gleymast að það er heilmikið starf að sjá um ungbarn og þá sérstaklega ef fleiri börn eru á heimilinu. Það er ekki langt síðan hjón fóru að búa einsömul með sínum börnum. Það er ekki langt síðan stórfjölskyldur bjuggu saman og studdu við bakið á hver annarri þegar börnin komu í heiminn. Vandamál er komið upp þar sem fjölskyldur eiga í flestum tilfellum ekki annan kost en að hafa báða foreldrana útivinnandi. Og það er enginn heima til að hjálpa til. Móðirinn er því oftar en ekki alein heima við með barnið. Orlof feðra snýst því ekki bara um að þeir séu heima til að kynnast barninu sínu, heldur til að aðstoða við það mikla verk sem fylgir því að sinna því, vegna þess að barnið er alveg jafnmikið á ábyrgð feðra og mæðra.
Þar sem stórfjölskyldan býr ekki lengur öll undir sama þaki og afi og amma eru útivinnandi er það samfélagið í heild sinni sem verður að taka á sig þá ábyrgð að rétta hjálparhönd með því að auðvelda foreldrum að sinna nýfæddu barni sínu. Og ekki bara nýfæddu, heldur einnig þegar fram í sækir, því börnin skipta máli.
Fæðingarorlof karla er nýtt af nálinni og er eðlilegt að það taki smá tíma að það þyki sjálfsagður hlutur. Aftur á móti er það sorglegt ef atvinnulífið getur ekki unnt karlkyns starfsmönnum sínum að taka fæðingarorlof eins og þeir eiga fullan rétt á. Ef starfsmaðurinn er það góður að fyrirtækið geti ekki hugsað sér að missa hann, væri þá ekki vænlegt að gera allt til að auðvelda honum að takast á við fjölskyldulífið? Það skilar enn betri starfsmanni og allir græða. Þau fyrirtæki sem spyrna gegn fæðingarorlofi feðra tapa svo miklu meira en bara starfsmanni.
Kristín Eva Þórhallsdóttir - kristineva@frettabladid.is
Skoðun

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Glötuðu tækifærin
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Sverrir Fannberg Júliusson skrifar

Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina!
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hvað eru Innri þróunarmarkmið?
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Hagur okkar allra
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?
Karl Guðmundsson skrifar

Smíðar eru nauðsyn
Einar Sverrisson skrifar

Nýsköpunarlandið
Elías Larsen skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Sérfræðingarnir
Sölvi Tryggvason skrifar

Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu
Arnþór Sigurðsson skrifar

Venjuleg kona úr Hveragerði
Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar

Hljóð og mynd fara ekki saman
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ertu að grínast með þinn lífsstíl?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Guðrún Hafsteins er leiðtogi
Eiður Welding skrifar

Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf
Hópur iðnaðarmanna skrifar

Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur
Kristín María Thoroddsen skrifar

Herleysið er okkar vörn
Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar

Raddir, kyn og kassar
Linda Björk Markúsardóttir skrifar

Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun
Helga Gísladóttir skrifar

Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR
Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Rödd friðar á móti sterkum her
Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar

Leiðtogi nýrra tíma
Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar

Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair?
Birgir Orri Ásgrímsson skrifar

Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir
Erna Bjarnadóttir skrifar

Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza
Kristján Þór Sigurðsson skrifar