Enginn R-listi án samstarfsflokka 22. júlí 2005 00:01 Borgarstjórnarkosningar - Björgvin Guðmundsson Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, hefur varpað fram þeirri hugmynd, að Samfylkingin ásamt óháðum bjóði fram R-lista með eða án samstarfsflokkanna. Þetta er djörf hugmynd en ég held, að hún gangi ekki upp. R-listinn er kosningabandalag þriggja flokka. Og það getur enginn einn flokkur tekið þetta nafn, Reykjavíkurlisti, og boðið fram í nafni hans. Það er rétt hugsanlegt, að tveir flokkar gætu boðið fram í nafni R-listans, til dæmis ef mál þróuðust þannig, að tveir flokkanna samþykktu að halda samstarfi um framboð áfram en einn flokkurinn mundi ákveða að hætta þátttöku í því. Þó er það alveg á mörkunum, að það stæðist. R-listi er gott nafn og því er eðlilegt, að menn vilji halda í það. Þess vegna er hugmynd Össurar komin fram. Hann vill halda R-listanum hvað sem tautar og raular og jafnvel þó Samfylkingin ein stæði að þeim lista til dæmis með óháðum frambjóðendum eins og Degi B.Eggertssyni. En lausnin á framboðsmálum R-listans er ekki fólgin í því, að einn flokkur standi að R-listanum. Lausnin er fólgin í því að samstarfsflokkarnir, Samfylking, VG og Framsókn nái samkomulagi um framboðsmál sín og bjóði fram áfram undir merkjum R-listans. Flokkarnir geta náð slíku samkomulagi. Það er ekki erfiðara nú en áður. Lausnin felst að mínu mati í því, að sá flokkur sem fær borgarstjórann fái færri örugg sæti á framboðslistanum. Svo virðist sem mál hafi þróast á þann veg, að aðstandaendur R-listans telji eðlilegast, að Samfylkingin fái borgarstjórann og þá tel ég, að Samfylkingin geti á móti slakað á sínum kröfum um fjölda öruggra sæta á framboðslistanum. Það er síðan algerlega mál hvers flokks fyrir sig hvernig menn velja frambjóðendur á listann. Hver flokkur verður að fá að ráða því. Menn geta valið sína menn í prófkjöri eða með gömlu aðferðinni að láta uppstillinganefnd ákveða frambjóðendur og samþykkja slíkar tillögur á flokksfundi. Enginn málefnaágreiningur er á milli flokka R-listans. Það er mikilvægasta atriðið. Þess vegna á samstarfið að halda áfram. Síðasta skoðanakönnun um fylgi flokkanna í borgarstjórn bendir til þess að mjög mjótt sé á munum milli R-listans og Sjálfstæðisflokksins. Í þessari könnun fékk Sjálfstæðisflokkurinn 52%. Mjög fáir tóku að vísu þátt í könnuninni og hún var tæplega marktæk. En eigi að síður gefur hún vísbendingu um stöðuna. Ég tel, að R-listinn muni halda meirihlutanum, ef listinn býður fram á ný. En næsta víst má telja, að Sjálfstæðisflokkurinn nái meirihlutanum, ef flokkar R-listans bjóða fram hver fyrir sig. Það er óþarfi að færa Sjálfstæðisflokknum meirihlutann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Fyrrum UWC nemar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Fyrrum UWC nemar skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórnarkosningar - Björgvin Guðmundsson Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, hefur varpað fram þeirri hugmynd, að Samfylkingin ásamt óháðum bjóði fram R-lista með eða án samstarfsflokkanna. Þetta er djörf hugmynd en ég held, að hún gangi ekki upp. R-listinn er kosningabandalag þriggja flokka. Og það getur enginn einn flokkur tekið þetta nafn, Reykjavíkurlisti, og boðið fram í nafni hans. Það er rétt hugsanlegt, að tveir flokkar gætu boðið fram í nafni R-listans, til dæmis ef mál þróuðust þannig, að tveir flokkanna samþykktu að halda samstarfi um framboð áfram en einn flokkurinn mundi ákveða að hætta þátttöku í því. Þó er það alveg á mörkunum, að það stæðist. R-listi er gott nafn og því er eðlilegt, að menn vilji halda í það. Þess vegna er hugmynd Össurar komin fram. Hann vill halda R-listanum hvað sem tautar og raular og jafnvel þó Samfylkingin ein stæði að þeim lista til dæmis með óháðum frambjóðendum eins og Degi B.Eggertssyni. En lausnin á framboðsmálum R-listans er ekki fólgin í því, að einn flokkur standi að R-listanum. Lausnin er fólgin í því að samstarfsflokkarnir, Samfylking, VG og Framsókn nái samkomulagi um framboðsmál sín og bjóði fram áfram undir merkjum R-listans. Flokkarnir geta náð slíku samkomulagi. Það er ekki erfiðara nú en áður. Lausnin felst að mínu mati í því, að sá flokkur sem fær borgarstjórann fái færri örugg sæti á framboðslistanum. Svo virðist sem mál hafi þróast á þann veg, að aðstandaendur R-listans telji eðlilegast, að Samfylkingin fái borgarstjórann og þá tel ég, að Samfylkingin geti á móti slakað á sínum kröfum um fjölda öruggra sæta á framboðslistanum. Það er síðan algerlega mál hvers flokks fyrir sig hvernig menn velja frambjóðendur á listann. Hver flokkur verður að fá að ráða því. Menn geta valið sína menn í prófkjöri eða með gömlu aðferðinni að láta uppstillinganefnd ákveða frambjóðendur og samþykkja slíkar tillögur á flokksfundi. Enginn málefnaágreiningur er á milli flokka R-listans. Það er mikilvægasta atriðið. Þess vegna á samstarfið að halda áfram. Síðasta skoðanakönnun um fylgi flokkanna í borgarstjórn bendir til þess að mjög mjótt sé á munum milli R-listans og Sjálfstæðisflokksins. Í þessari könnun fékk Sjálfstæðisflokkurinn 52%. Mjög fáir tóku að vísu þátt í könnuninni og hún var tæplega marktæk. En eigi að síður gefur hún vísbendingu um stöðuna. Ég tel, að R-listinn muni halda meirihlutanum, ef listinn býður fram á ný. En næsta víst má telja, að Sjálfstæðisflokkurinn nái meirihlutanum, ef flokkar R-listans bjóða fram hver fyrir sig. Það er óþarfi að færa Sjálfstæðisflokknum meirihlutann.
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar