Enginn R-listi án samstarfsflokka 22. júlí 2005 00:01 Borgarstjórnarkosningar - Björgvin Guðmundsson Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, hefur varpað fram þeirri hugmynd, að Samfylkingin ásamt óháðum bjóði fram R-lista með eða án samstarfsflokkanna. Þetta er djörf hugmynd en ég held, að hún gangi ekki upp. R-listinn er kosningabandalag þriggja flokka. Og það getur enginn einn flokkur tekið þetta nafn, Reykjavíkurlisti, og boðið fram í nafni hans. Það er rétt hugsanlegt, að tveir flokkar gætu boðið fram í nafni R-listans, til dæmis ef mál þróuðust þannig, að tveir flokkanna samþykktu að halda samstarfi um framboð áfram en einn flokkurinn mundi ákveða að hætta þátttöku í því. Þó er það alveg á mörkunum, að það stæðist. R-listi er gott nafn og því er eðlilegt, að menn vilji halda í það. Þess vegna er hugmynd Össurar komin fram. Hann vill halda R-listanum hvað sem tautar og raular og jafnvel þó Samfylkingin ein stæði að þeim lista til dæmis með óháðum frambjóðendum eins og Degi B.Eggertssyni. En lausnin á framboðsmálum R-listans er ekki fólgin í því, að einn flokkur standi að R-listanum. Lausnin er fólgin í því að samstarfsflokkarnir, Samfylking, VG og Framsókn nái samkomulagi um framboðsmál sín og bjóði fram áfram undir merkjum R-listans. Flokkarnir geta náð slíku samkomulagi. Það er ekki erfiðara nú en áður. Lausnin felst að mínu mati í því, að sá flokkur sem fær borgarstjórann fái færri örugg sæti á framboðslistanum. Svo virðist sem mál hafi þróast á þann veg, að aðstandaendur R-listans telji eðlilegast, að Samfylkingin fái borgarstjórann og þá tel ég, að Samfylkingin geti á móti slakað á sínum kröfum um fjölda öruggra sæta á framboðslistanum. Það er síðan algerlega mál hvers flokks fyrir sig hvernig menn velja frambjóðendur á listann. Hver flokkur verður að fá að ráða því. Menn geta valið sína menn í prófkjöri eða með gömlu aðferðinni að láta uppstillinganefnd ákveða frambjóðendur og samþykkja slíkar tillögur á flokksfundi. Enginn málefnaágreiningur er á milli flokka R-listans. Það er mikilvægasta atriðið. Þess vegna á samstarfið að halda áfram. Síðasta skoðanakönnun um fylgi flokkanna í borgarstjórn bendir til þess að mjög mjótt sé á munum milli R-listans og Sjálfstæðisflokksins. Í þessari könnun fékk Sjálfstæðisflokkurinn 52%. Mjög fáir tóku að vísu þátt í könnuninni og hún var tæplega marktæk. En eigi að síður gefur hún vísbendingu um stöðuna. Ég tel, að R-listinn muni halda meirihlutanum, ef listinn býður fram á ný. En næsta víst má telja, að Sjálfstæðisflokkurinn nái meirihlutanum, ef flokkar R-listans bjóða fram hver fyrir sig. Það er óþarfi að færa Sjálfstæðisflokknum meirihlutann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórnarkosningar - Björgvin Guðmundsson Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, hefur varpað fram þeirri hugmynd, að Samfylkingin ásamt óháðum bjóði fram R-lista með eða án samstarfsflokkanna. Þetta er djörf hugmynd en ég held, að hún gangi ekki upp. R-listinn er kosningabandalag þriggja flokka. Og það getur enginn einn flokkur tekið þetta nafn, Reykjavíkurlisti, og boðið fram í nafni hans. Það er rétt hugsanlegt, að tveir flokkar gætu boðið fram í nafni R-listans, til dæmis ef mál þróuðust þannig, að tveir flokkanna samþykktu að halda samstarfi um framboð áfram en einn flokkurinn mundi ákveða að hætta þátttöku í því. Þó er það alveg á mörkunum, að það stæðist. R-listi er gott nafn og því er eðlilegt, að menn vilji halda í það. Þess vegna er hugmynd Össurar komin fram. Hann vill halda R-listanum hvað sem tautar og raular og jafnvel þó Samfylkingin ein stæði að þeim lista til dæmis með óháðum frambjóðendum eins og Degi B.Eggertssyni. En lausnin á framboðsmálum R-listans er ekki fólgin í því, að einn flokkur standi að R-listanum. Lausnin er fólgin í því að samstarfsflokkarnir, Samfylking, VG og Framsókn nái samkomulagi um framboðsmál sín og bjóði fram áfram undir merkjum R-listans. Flokkarnir geta náð slíku samkomulagi. Það er ekki erfiðara nú en áður. Lausnin felst að mínu mati í því, að sá flokkur sem fær borgarstjórann fái færri örugg sæti á framboðslistanum. Svo virðist sem mál hafi þróast á þann veg, að aðstandaendur R-listans telji eðlilegast, að Samfylkingin fái borgarstjórann og þá tel ég, að Samfylkingin geti á móti slakað á sínum kröfum um fjölda öruggra sæta á framboðslistanum. Það er síðan algerlega mál hvers flokks fyrir sig hvernig menn velja frambjóðendur á listann. Hver flokkur verður að fá að ráða því. Menn geta valið sína menn í prófkjöri eða með gömlu aðferðinni að láta uppstillinganefnd ákveða frambjóðendur og samþykkja slíkar tillögur á flokksfundi. Enginn málefnaágreiningur er á milli flokka R-listans. Það er mikilvægasta atriðið. Þess vegna á samstarfið að halda áfram. Síðasta skoðanakönnun um fylgi flokkanna í borgarstjórn bendir til þess að mjög mjótt sé á munum milli R-listans og Sjálfstæðisflokksins. Í þessari könnun fékk Sjálfstæðisflokkurinn 52%. Mjög fáir tóku að vísu þátt í könnuninni og hún var tæplega marktæk. En eigi að síður gefur hún vísbendingu um stöðuna. Ég tel, að R-listinn muni halda meirihlutanum, ef listinn býður fram á ný. En næsta víst má telja, að Sjálfstæðisflokkurinn nái meirihlutanum, ef flokkar R-listans bjóða fram hver fyrir sig. Það er óþarfi að færa Sjálfstæðisflokknum meirihlutann.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun