Eiður ætlar að verja titilinn 20. júlí 2005 00:01 Eiður Smári Guðjohnsen segir að Chelsea ætli sér að verja Englandsmeistaratitilinn sem liðið vann á síðustu leiktíð en gerir sér fyllilega grein fyrir því að til að það takist megi liðið hugsanlega ekki tapa einum einasta leik. "Við töpuðum einum leik í fyrra en Arsenal tapaði engum leik tímabilið þar á undan. Þetta sýnir einfaldlega að gæðin í deildinni eru orðin meiri og að leiktíðin þarf nánast að vera hnökralaus til að eiga möguleika á titlinum," sagði Eiður Smári í samtali við breska fjölmiðla í gær. Hann segir markmið komandi leiktíðar einfalt - að ná betri árangri í ár en á síðasta tímabili."Háleitt markmið er það sem drífur okkur áfram," segir hann. "En það verður erfitt. Newcastle eru búnir að styrkja sig, rétt eins og Liverpool, og ég tel að þau ásamt okkur, Arsenal og Man. Utd verði liðin sem berjist á toppnum. En við ætlum að endurtaka leikinn frá því í vetur. Um leið og við finnum toppsætið ætlum við að halda okkur þar. Við reynum að ríghalda í toppsætið."Eiður Smári lýsti einnig yfir ánægju sinni með komu Hernan Crespo til Chelsea og kveðst hann ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að hjálpa honum að finna sitt rétta form. "Við leikmennirnir styðjum hann allir. Hann átti mjög erfitt hér fyrsta árið sitt þar sem allt var svo nýtt fyrir honum, menning, tungumál og loftslag. En nú er hann búinn að ná meiri stöðugleika í einkalífi sínu og það á ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að hann slái í gegn í vetur," segir Eiður, sem efast ekki um hæfileika argentínska sóknarmannins sem átti svo frábært tímabil með AC Milan á Ítalíu í fyrra, sem lánsmaður frá Chelsea. "Crespo er frábær leikmaður og vonandi getum við hjálpað honum að framkalla öll sín töfrabrögð. Enginn sem að félaginu kemur hefur efast um getu Crespo en þetta er aðeins spurning um hvort hann geti einbeitt sér að boltanum. Vonandi verður hann laus við meiðsli og skorar nokkur mörk í upphafi. Þá fær hann sjálfstraustið sem gerir hann að gríðarlegri ógn," segir Eiður. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segir að Chelsea ætli sér að verja Englandsmeistaratitilinn sem liðið vann á síðustu leiktíð en gerir sér fyllilega grein fyrir því að til að það takist megi liðið hugsanlega ekki tapa einum einasta leik. "Við töpuðum einum leik í fyrra en Arsenal tapaði engum leik tímabilið þar á undan. Þetta sýnir einfaldlega að gæðin í deildinni eru orðin meiri og að leiktíðin þarf nánast að vera hnökralaus til að eiga möguleika á titlinum," sagði Eiður Smári í samtali við breska fjölmiðla í gær. Hann segir markmið komandi leiktíðar einfalt - að ná betri árangri í ár en á síðasta tímabili."Háleitt markmið er það sem drífur okkur áfram," segir hann. "En það verður erfitt. Newcastle eru búnir að styrkja sig, rétt eins og Liverpool, og ég tel að þau ásamt okkur, Arsenal og Man. Utd verði liðin sem berjist á toppnum. En við ætlum að endurtaka leikinn frá því í vetur. Um leið og við finnum toppsætið ætlum við að halda okkur þar. Við reynum að ríghalda í toppsætið."Eiður Smári lýsti einnig yfir ánægju sinni með komu Hernan Crespo til Chelsea og kveðst hann ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að hjálpa honum að finna sitt rétta form. "Við leikmennirnir styðjum hann allir. Hann átti mjög erfitt hér fyrsta árið sitt þar sem allt var svo nýtt fyrir honum, menning, tungumál og loftslag. En nú er hann búinn að ná meiri stöðugleika í einkalífi sínu og það á ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að hann slái í gegn í vetur," segir Eiður, sem efast ekki um hæfileika argentínska sóknarmannins sem átti svo frábært tímabil með AC Milan á Ítalíu í fyrra, sem lánsmaður frá Chelsea. "Crespo er frábær leikmaður og vonandi getum við hjálpað honum að framkalla öll sín töfrabrögð. Enginn sem að félaginu kemur hefur efast um getu Crespo en þetta er aðeins spurning um hvort hann geti einbeitt sér að boltanum. Vonandi verður hann laus við meiðsli og skorar nokkur mörk í upphafi. Þá fær hann sjálfstraustið sem gerir hann að gríðarlegri ógn," segir Eiður.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira