Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Siggeir Ævarsson skrifar 2. apríl 2025 18:46 Badmus var um það bil óstöðvandi í kvöld þegar hann á annað borð var kominn af stað. Vísir/Pawel Liðin sem mættust í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra, Valur og Grindavík, eigast núna við í átta liða úrslitum Bónus deildar karla. Það var því morgunljóst fyrir þetta einvígi að það yrðu töluverðar tilfinningar í spilinu. Grindvíkingar hafa harma að hefna og Íslandsmeistarar Vals ætla sér væntanlega að verja titilinn. Það var ekki mikið um varnar í upphafi leiks en það átti eftir að breytast. Valsmenn voru að hitta vel fyrir utan í byrjun og náðu að byggja upp örlítið forskot en flautuþristur frá Kristófer Breka þýddi að aðeins munaði þremur stigum á liðunum eftir fyrsta leikhluta, staðan 29-26. Hann kom Grindvíkingum svo yfir með öðrum þristi, 29-30, en eftir það féll flest með Valsmönnum. Þeir voru að skjóta rúmlega 50 prósent fyrir utan í fyrri hálfleik og voru einfaldlega miklu einbeittari en Grindvíkingar sem létu allskonar hluti fara í taugarnar á sér sem þeir höfðu enga stjórn á. Staðan í hálfleik 55-45 og Valsmenn í ágætri stöðu. Valsmenn byrjuðu seinni hálfleikinn á að setja fimm auðveld stig á Grindvíkinga en þeir létu það ekki á sig fá og héldu áfram að berjast. Þegar um korter var eftir meiðist Kári Jónsson svo og varð að yfirgefa völlinn. Grindvíkingar virtust ætla að ganga á lagið og minnkuðu muninn fljótlega í þrjú stig en Valsmenn létu engan bilbug á sér finna og fyrir lokaátökin munaði níu stigum, staðan 79-70. Valsmenn voru með þrjá lykilmenn á fjórum villum megnið af fjórða leikhluta sem hafði án vafa áhrif á hversu fast þeir gátu spilað vörn og Grindvíkingar gengu loks á lagið. Þeir minnkuðu muninn í eitt stig og fengu flenninóg af færum til að stela sigrinum en hlutirnir féllu einfaldlega ekki með Grindvíkingum á ögurstundu í kvöld og Valsmenn kláruðu leikinn á vítalínunni. Valsmenn því komnir með 1-0 forystu í einvíginu en næsti leikur er í Smáranum á sunnudaginn. Nánari umfjöllun og viðtöl á Vísi innan skamms. Atvik leiksins Meiðsli Kára Jónssonar hljóta að vera stærsta atriðið í þessum leik og gætu haft töluverð áhrif á framhaldið í þessu einvígi en Kári var borinn af velli sárþjáður. Stjörnur og skúrkar Grindvíkingar réðu mjög illa við Taiwo Badmus í kvöld sem skoraði 28 stig. Þá átti Joshua Jefferson mjög góða innkomu af bekknum og skilaði 16 stigum í hús og fimm stoðsendingum. Hjá gestunum voru þeir DeAndre Kane og Jeremy Pargo stigahæstir með 22 stig hvor og Kane bætti við tíu fráköstum. Pargo vildi greinilega vera hetja Grindvíkinga og fór í mjög ótímabæran þrist í stöðunni 92-89. Hann var að mestu frábær en það er skammt á milli feigs og ófeigs í þessu. Þá átti Kristófer Breki Gylfason frábært kvöld fyrir utan þriggjastiga línuna en hann setti sex þrista í tíu tilraunum. Grindvíkingar óska þess sennilega að fá meira frá þeim Ólafi Ólafssyni og Daniel Mortensen í næsta leik en þeir félagar skoruðu þrjú stig hvor og klikkuðu báðir úr öllum fimm skotunum sem þeir tóku utan af velli. Dómararnir Þeir Kristinn Óskarsson, Gunnlaugur Briem og Birgir Örn Hjörvarsson dæmdu leikinn í kvöld. Heilt yfir vel dæmt hjá þeim og lítið yfir þeirra frammistöðu að kvarta þó mig gruni að Grindvíkingar séu kannski með athugasemd eða tvær, en leikurinn stóð hvorki né féll með þeim dómum. Stemming og umgjörð Það var fínasta stemming á Hlíðarenda í kvöld, en það er þó fyrst og fremst Grindvíkingum að þakka, sem voru mættir snemma og létu vel í sér heyra. Valsmenn hljóta að fara að draga fánana af endastúkunum fljótlega og mæta á völlinn. Viðtöl Finnur Freyr: „Náðum að kreista út þennan sigur“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari ValsVísir/Pawel Cieslikiewicz Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sagði sigurinn í kvöld í þessum jafna spennuleik ekki mikilvægari en aðrir sigrar í úrslitakeppninni „Ég held bara að allir sigrar í þessari úrslitakeppni séu mikilvægir. Alveg sama hvort það með einu stigi eða tuttugu. Það er kominn einn sigur en það telur ekki nema við náum að fylgja því eftir.“ Finnur var ekki sáttur við varnarframmistöðu sinna manna í kvöld. „Varnarlega vorum við slakir. Vorum að missa þá framhjá okkur og fá á okkur mikið af vítum. Mér fannst við vera að gefa alltof mikið af stigum og það var eiginlega gegnumgangandi í leiknum. En um leið og við vorum þolinmóðir og náðum að hreyfa boltann vel þá náðum við að opna þá.“ Valsmenn lentu í töluverðum villuvandræðum í leiknum en Grindvíkingar tóku alls 31 víti. Hann taldi þó ekki halla á sína menn en vildi meina að nýjar áherslur í dómgæslunni væru eitthvað sem hans menn þyrftu að stilla sig inn á. „Dómarar bara mæta í leikinn til að dæma leikinn. Það eru nýjar áherslur sem er erfitt að venjast, þegar menn fara á körfu þá eftir því hvort boltinn fer ofan í eða ekki þá er metið hvort það hafi verið snerting. Mér fannst línan vera frekar lin en það er bara dómarana að ákveða það.“ Meiðsli Kára Jónssonar varpa óneitanlega skugga á þennan sigur en Finnur gat lítið gefið út um alvarleika þeirra. „Ekki hugmynd. Það er allavega ljóst að hann meiddist þannig að hann gat ekki haldið áfram. Það er náttúrulega áhyggjuefni og mér fannst við svolítið „sjokkeraðir“ fyrst eftir það. Ánægður með að við allavega héldum haus og héldum áfram að spila og náðum að kreista út þennan sigur þó svo að frammistaðan í lokin hafa ekki verið frábær.“ Jóhann Þór: „Þurfum bara að einblína á það sem vel fór og byggja á það“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var temmilega svekkturVísir/Pawel Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur með niðurstöðu kvöldsins en samt nokkuð sáttur með sína menn og telur að hann geti tekið margt jákvætt út úr leiknum til að byggja á fyrir næsta leik á sunnudaginn. Smáatriðin hefðu ekki fallið með hans mönnum í kvöld. „Svo sem ekkert eitt. Þeir náttúrulega hittu roslega vel í fyrri hálfleik. Þetta eru bara tvö góð lið, ég talaði um það fyrir leik að smáatriðin þyrftu að detta og þau voru Valsmegin í kvöld. Auðvitað eitthvað sem við hefðum getað gert betur í bara í gegnum allan leikinn og svo náttúrulega undir lokin. Nú er bara næsti leikur á sunnudaginn og fullt af jákvæðum hlutum sem við getum tekið með okkur út úr þessu og einbeitt okkur að því.“ Grindvíkingar voru að elta stóran hluta af leiknum en Valsmenn skutu boltanum gríðarlega vel framan af leik. „Þeir bara hittu mjög vel. Voru að skjóta yfir 50 prósent, ellefu þriggjastiga í einum hálfleik sem er ansi mikið, bara alltof mikið. Við svo sem vorum með ákveðið plan sem við þurfum að fínpússa aðeins og undirbúa okkur fyrir sunnudaginn.“ Með seiglu tókst Grindvíkingum að koma sér aftur inn í leikinn og Jóhann skrifar það á vörnina. Varnarlega vorum við að gera vel fannst mér. Þeir náttúrulega missa Kára út sem skiptir hellings máli fyrir þá. Varnarlega erum við að fá betri stopp og meiri ákafa í vörn. Svo gerum við vel í að færa boltann sóknarlega og sækja á þá. Þá búum við til opin skot og sniðskot. Ég er rosalega svekktur en það er mjög erfitt eftir svona frammistöðu því við vorum bara hörkugóðir og við þurfum bara að einblína á það sem vel fór og byggja á það.“ Bónus-deild karla Valur UMF Grindavík
Liðin sem mættust í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra, Valur og Grindavík, eigast núna við í átta liða úrslitum Bónus deildar karla. Það var því morgunljóst fyrir þetta einvígi að það yrðu töluverðar tilfinningar í spilinu. Grindvíkingar hafa harma að hefna og Íslandsmeistarar Vals ætla sér væntanlega að verja titilinn. Það var ekki mikið um varnar í upphafi leiks en það átti eftir að breytast. Valsmenn voru að hitta vel fyrir utan í byrjun og náðu að byggja upp örlítið forskot en flautuþristur frá Kristófer Breka þýddi að aðeins munaði þremur stigum á liðunum eftir fyrsta leikhluta, staðan 29-26. Hann kom Grindvíkingum svo yfir með öðrum þristi, 29-30, en eftir það féll flest með Valsmönnum. Þeir voru að skjóta rúmlega 50 prósent fyrir utan í fyrri hálfleik og voru einfaldlega miklu einbeittari en Grindvíkingar sem létu allskonar hluti fara í taugarnar á sér sem þeir höfðu enga stjórn á. Staðan í hálfleik 55-45 og Valsmenn í ágætri stöðu. Valsmenn byrjuðu seinni hálfleikinn á að setja fimm auðveld stig á Grindvíkinga en þeir létu það ekki á sig fá og héldu áfram að berjast. Þegar um korter var eftir meiðist Kári Jónsson svo og varð að yfirgefa völlinn. Grindvíkingar virtust ætla að ganga á lagið og minnkuðu muninn fljótlega í þrjú stig en Valsmenn létu engan bilbug á sér finna og fyrir lokaátökin munaði níu stigum, staðan 79-70. Valsmenn voru með þrjá lykilmenn á fjórum villum megnið af fjórða leikhluta sem hafði án vafa áhrif á hversu fast þeir gátu spilað vörn og Grindvíkingar gengu loks á lagið. Þeir minnkuðu muninn í eitt stig og fengu flenninóg af færum til að stela sigrinum en hlutirnir féllu einfaldlega ekki með Grindvíkingum á ögurstundu í kvöld og Valsmenn kláruðu leikinn á vítalínunni. Valsmenn því komnir með 1-0 forystu í einvíginu en næsti leikur er í Smáranum á sunnudaginn. Nánari umfjöllun og viðtöl á Vísi innan skamms. Atvik leiksins Meiðsli Kára Jónssonar hljóta að vera stærsta atriðið í þessum leik og gætu haft töluverð áhrif á framhaldið í þessu einvígi en Kári var borinn af velli sárþjáður. Stjörnur og skúrkar Grindvíkingar réðu mjög illa við Taiwo Badmus í kvöld sem skoraði 28 stig. Þá átti Joshua Jefferson mjög góða innkomu af bekknum og skilaði 16 stigum í hús og fimm stoðsendingum. Hjá gestunum voru þeir DeAndre Kane og Jeremy Pargo stigahæstir með 22 stig hvor og Kane bætti við tíu fráköstum. Pargo vildi greinilega vera hetja Grindvíkinga og fór í mjög ótímabæran þrist í stöðunni 92-89. Hann var að mestu frábær en það er skammt á milli feigs og ófeigs í þessu. Þá átti Kristófer Breki Gylfason frábært kvöld fyrir utan þriggjastiga línuna en hann setti sex þrista í tíu tilraunum. Grindvíkingar óska þess sennilega að fá meira frá þeim Ólafi Ólafssyni og Daniel Mortensen í næsta leik en þeir félagar skoruðu þrjú stig hvor og klikkuðu báðir úr öllum fimm skotunum sem þeir tóku utan af velli. Dómararnir Þeir Kristinn Óskarsson, Gunnlaugur Briem og Birgir Örn Hjörvarsson dæmdu leikinn í kvöld. Heilt yfir vel dæmt hjá þeim og lítið yfir þeirra frammistöðu að kvarta þó mig gruni að Grindvíkingar séu kannski með athugasemd eða tvær, en leikurinn stóð hvorki né féll með þeim dómum. Stemming og umgjörð Það var fínasta stemming á Hlíðarenda í kvöld, en það er þó fyrst og fremst Grindvíkingum að þakka, sem voru mættir snemma og létu vel í sér heyra. Valsmenn hljóta að fara að draga fánana af endastúkunum fljótlega og mæta á völlinn. Viðtöl Finnur Freyr: „Náðum að kreista út þennan sigur“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari ValsVísir/Pawel Cieslikiewicz Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sagði sigurinn í kvöld í þessum jafna spennuleik ekki mikilvægari en aðrir sigrar í úrslitakeppninni „Ég held bara að allir sigrar í þessari úrslitakeppni séu mikilvægir. Alveg sama hvort það með einu stigi eða tuttugu. Það er kominn einn sigur en það telur ekki nema við náum að fylgja því eftir.“ Finnur var ekki sáttur við varnarframmistöðu sinna manna í kvöld. „Varnarlega vorum við slakir. Vorum að missa þá framhjá okkur og fá á okkur mikið af vítum. Mér fannst við vera að gefa alltof mikið af stigum og það var eiginlega gegnumgangandi í leiknum. En um leið og við vorum þolinmóðir og náðum að hreyfa boltann vel þá náðum við að opna þá.“ Valsmenn lentu í töluverðum villuvandræðum í leiknum en Grindvíkingar tóku alls 31 víti. Hann taldi þó ekki halla á sína menn en vildi meina að nýjar áherslur í dómgæslunni væru eitthvað sem hans menn þyrftu að stilla sig inn á. „Dómarar bara mæta í leikinn til að dæma leikinn. Það eru nýjar áherslur sem er erfitt að venjast, þegar menn fara á körfu þá eftir því hvort boltinn fer ofan í eða ekki þá er metið hvort það hafi verið snerting. Mér fannst línan vera frekar lin en það er bara dómarana að ákveða það.“ Meiðsli Kára Jónssonar varpa óneitanlega skugga á þennan sigur en Finnur gat lítið gefið út um alvarleika þeirra. „Ekki hugmynd. Það er allavega ljóst að hann meiddist þannig að hann gat ekki haldið áfram. Það er náttúrulega áhyggjuefni og mér fannst við svolítið „sjokkeraðir“ fyrst eftir það. Ánægður með að við allavega héldum haus og héldum áfram að spila og náðum að kreista út þennan sigur þó svo að frammistaðan í lokin hafa ekki verið frábær.“ Jóhann Þór: „Þurfum bara að einblína á það sem vel fór og byggja á það“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var temmilega svekkturVísir/Pawel Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur með niðurstöðu kvöldsins en samt nokkuð sáttur með sína menn og telur að hann geti tekið margt jákvætt út úr leiknum til að byggja á fyrir næsta leik á sunnudaginn. Smáatriðin hefðu ekki fallið með hans mönnum í kvöld. „Svo sem ekkert eitt. Þeir náttúrulega hittu roslega vel í fyrri hálfleik. Þetta eru bara tvö góð lið, ég talaði um það fyrir leik að smáatriðin þyrftu að detta og þau voru Valsmegin í kvöld. Auðvitað eitthvað sem við hefðum getað gert betur í bara í gegnum allan leikinn og svo náttúrulega undir lokin. Nú er bara næsti leikur á sunnudaginn og fullt af jákvæðum hlutum sem við getum tekið með okkur út úr þessu og einbeitt okkur að því.“ Grindvíkingar voru að elta stóran hluta af leiknum en Valsmenn skutu boltanum gríðarlega vel framan af leik. „Þeir bara hittu mjög vel. Voru að skjóta yfir 50 prósent, ellefu þriggjastiga í einum hálfleik sem er ansi mikið, bara alltof mikið. Við svo sem vorum með ákveðið plan sem við þurfum að fínpússa aðeins og undirbúa okkur fyrir sunnudaginn.“ Með seiglu tókst Grindvíkingum að koma sér aftur inn í leikinn og Jóhann skrifar það á vörnina. Varnarlega vorum við að gera vel fannst mér. Þeir náttúrulega missa Kára út sem skiptir hellings máli fyrir þá. Varnarlega erum við að fá betri stopp og meiri ákafa í vörn. Svo gerum við vel í að færa boltann sóknarlega og sækja á þá. Þá búum við til opin skot og sniðskot. Ég er rosalega svekktur en það er mjög erfitt eftir svona frammistöðu því við vorum bara hörkugóðir og við þurfum bara að einblína á það sem vel fór og byggja á það.“