„Auðvitað söknum við hennar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. apríl 2025 15:15 Guðrún og Glódís hafa spilað fjölmarga landsleiki saman síðustu misseri. Charlotte Tattersall - UEFA/UEFA via Getty Images Guðrún Arnardóttir saknar Glódísar Perlu Viggósdóttur líkt og aðrir leikmenn Íslands. Henni gefst hins vegar tækifæri til að axla meiri ábyrgð í komandi landsleikjum, líkt og öðrum varnarmönnum íslenska liðsins. Ísland mætir Noregi og Sviss í Þjóðadeild kvenna í fótbolta á föstudag og þriðjudag á Valbjarnarvelli í Laugardal. Klippa: Guðrún búin að jafna sig og tilbúin að axla ábyrgð Guðrún kom hingað til lands í fyrradag og hefur æft með íslenska hópnum. Tímabilið er nýhafið hjá henni í Svíþjóð með Rosengård þar sem hún missti af bikarleik og spilaði lítið í fyrstu umferð deildarinnar. Hún glímdi við smávægileg meiðsli en hefur náð sér að fullu og er klár í komandi leiki. „Ég er bara orðin góð. Ég var með smá vesen aftan í læri. Ég missti af einum leik og gat spilað takmarkað í öðrum. En ég spilaði 90 mínútur síðustu helgi og er fit to fight,“ segir Guðrún. Noregur er andstæðingur Íslands á föstudaginn og Guðrúnu hlakkar til. „Þær eru með hörkulið, eru með aggressívt lið. Það eru líka ákveðin tækifæri í því hvernig þær spila, fyrir okkur. Ég er mjög spennt fyrir því að mæta þeim og að spila á Íslandi líka,“ segir Guðrún. Það sé alltaf gott að koma heim á klakann. „Það er ákveðin öðruvísi stemning. Það finnst öllum vænt um að vera hérna. Það er gaman að fá fjölskyldu og vini á leiki, og alla stuðningsmennina. Það er extra skemmtilegt,“ segir Guðrún. Aðrar axla ábyrgð í fjarveru Glódísar Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, verður ekki með í komandi leikjum. Hún hefur aldrei áður misst af landsleik vegna meiðsla og verið fasti í liðinu síðasta áratuginn. Guðrún segir söknuður vera af félaga sínum í varnarlínunni. „Við erum náttúrulega vanar að hafa hana bara alltaf. Það hefur ekki verið landsleikur eða landsliðsverkefni án hennar. Auðvitað söknum við hennar, hún er frábær leikmaður og frábær persóna líka – mikill leiðtogi. En það er bara tækifæri fyrir aðrar að stíga upp, axla ábyrgð og sýna sig,“ segir Guðrún. Ísland mætir komandi mótherjum einnig á EM í Sviss í sumar. Það hafi þó ekki mikil áhrif og leikmenn séu ekki farnir að huga að Evrópumótinu. „Við erum bara svolítið að einblína á það sem við erum að gera núna. Allur fókus er bara á leikinn á föstudaginn, maður nær ekkert að hugsa svona langt fram í tímann. Maður er svolítið í núinu,“ segir Guðrún. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sjá meira
Ísland mætir Noregi og Sviss í Þjóðadeild kvenna í fótbolta á föstudag og þriðjudag á Valbjarnarvelli í Laugardal. Klippa: Guðrún búin að jafna sig og tilbúin að axla ábyrgð Guðrún kom hingað til lands í fyrradag og hefur æft með íslenska hópnum. Tímabilið er nýhafið hjá henni í Svíþjóð með Rosengård þar sem hún missti af bikarleik og spilaði lítið í fyrstu umferð deildarinnar. Hún glímdi við smávægileg meiðsli en hefur náð sér að fullu og er klár í komandi leiki. „Ég er bara orðin góð. Ég var með smá vesen aftan í læri. Ég missti af einum leik og gat spilað takmarkað í öðrum. En ég spilaði 90 mínútur síðustu helgi og er fit to fight,“ segir Guðrún. Noregur er andstæðingur Íslands á föstudaginn og Guðrúnu hlakkar til. „Þær eru með hörkulið, eru með aggressívt lið. Það eru líka ákveðin tækifæri í því hvernig þær spila, fyrir okkur. Ég er mjög spennt fyrir því að mæta þeim og að spila á Íslandi líka,“ segir Guðrún. Það sé alltaf gott að koma heim á klakann. „Það er ákveðin öðruvísi stemning. Það finnst öllum vænt um að vera hérna. Það er gaman að fá fjölskyldu og vini á leiki, og alla stuðningsmennina. Það er extra skemmtilegt,“ segir Guðrún. Aðrar axla ábyrgð í fjarveru Glódísar Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, verður ekki með í komandi leikjum. Hún hefur aldrei áður misst af landsleik vegna meiðsla og verið fasti í liðinu síðasta áratuginn. Guðrún segir söknuður vera af félaga sínum í varnarlínunni. „Við erum náttúrulega vanar að hafa hana bara alltaf. Það hefur ekki verið landsleikur eða landsliðsverkefni án hennar. Auðvitað söknum við hennar, hún er frábær leikmaður og frábær persóna líka – mikill leiðtogi. En það er bara tækifæri fyrir aðrar að stíga upp, axla ábyrgð og sýna sig,“ segir Guðrún. Ísland mætir komandi mótherjum einnig á EM í Sviss í sumar. Það hafi þó ekki mikil áhrif og leikmenn séu ekki farnir að huga að Evrópumótinu. „Við erum bara svolítið að einblína á það sem við erum að gera núna. Allur fókus er bara á leikinn á föstudaginn, maður nær ekkert að hugsa svona langt fram í tímann. Maður er svolítið í núinu,“ segir Guðrún. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sjá meira