„Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2025 08:31 Elmar Atli Garðarsson verður ekki með Vestra fyrstu vikur Íslandsmótsins sem hefst um helgina. Vísir/Hulda Margrét Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, segist aðeins hafa verið að sækjast eftir spennu þegar hann braut veðmálareglur með því að veðja á leiki í Bestu deild karla í fyrra. Eftir að upp um hann komst hafi hann búist við þyngri refsingu en hann á endanum fékk. Elmar Atli var í mars dæmdur í tveggja mánaða bann og missir því af samtals sjö fyrstu leikjum Vestra í Bestu deildinni vegna veðmála sinna á síðustu leiktíð. Í dómi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ kemur fram að hann hafi á síðasta ári veðjað á 31 leik í Bestu deild karla, fjóra leiki í Mjólkurbikar og tvo leiki í Lengjubikar, eða samtals 37 leiki í keppnum sem Vestri tók þátt í. Hann veðjaði þó aldrei á leiki síns eigin liðs og ekkert benti til þess að hann hefði reynt að hagræða úrslitum leikja. „Ég vissi eiginlega ekkert við hverju ég átti að búast,“ segir Elmar Atli við RÚV og bætir við: „Það hafa komið upp tvö svipuð mál og ég var alveg að búast við þyngri dómi. En líka auðvitað að vonast eftir mildari dómi. Þetta hefði getað farið verr fyrir mig. Kannski bara sanngjarn dómur, maður braut reglur.“ Í dómnum kemur fram að tekið sé tillit til þess að mikill dráttur hafi verið á málinu en fjórir mánuðir liðu frá því að KSÍ fékk veðmálasögu Elmars Atla frá UEFA og MGA áður en framkvæmdastjóri KSÍ skilaði greinargerð til aga- og úrskurðarnefndar þann 7. mars. Elmar Atli kveðst þakklátur fyrir stuðning þjálfara síns, Davíðs Smára Lamude, og formannsins Samúels Samúelssonar. Hann er jafnframt spurður út í það hvort að hann telji veðmál vera stórt vandamál innan fótboltans en Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, lýsti því í viðtali við Vísi í vikunni að umfang veðmálastarfsemi í kringum fótbolta hérlendis væri áhyggjuefni. „Ég á erfitt með að svara því. Þetta hefur aldrei verið vandamál fyrir mig og ég get alveg lifað lífinu án þess að vera í þessu. Maður var bara að sækja í einhverja spennu. Auðvitað er fólk þarna úti sem er fíklar og ef það er þannig er það alls ekki gott. En ef þú getur veðjað án þess að það truflar líf þitt er það nú ekki stórmál,“ segir Elmar Atli. Besta deild karla Vestri Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Elmar Atli var í mars dæmdur í tveggja mánaða bann og missir því af samtals sjö fyrstu leikjum Vestra í Bestu deildinni vegna veðmála sinna á síðustu leiktíð. Í dómi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ kemur fram að hann hafi á síðasta ári veðjað á 31 leik í Bestu deild karla, fjóra leiki í Mjólkurbikar og tvo leiki í Lengjubikar, eða samtals 37 leiki í keppnum sem Vestri tók þátt í. Hann veðjaði þó aldrei á leiki síns eigin liðs og ekkert benti til þess að hann hefði reynt að hagræða úrslitum leikja. „Ég vissi eiginlega ekkert við hverju ég átti að búast,“ segir Elmar Atli við RÚV og bætir við: „Það hafa komið upp tvö svipuð mál og ég var alveg að búast við þyngri dómi. En líka auðvitað að vonast eftir mildari dómi. Þetta hefði getað farið verr fyrir mig. Kannski bara sanngjarn dómur, maður braut reglur.“ Í dómnum kemur fram að tekið sé tillit til þess að mikill dráttur hafi verið á málinu en fjórir mánuðir liðu frá því að KSÍ fékk veðmálasögu Elmars Atla frá UEFA og MGA áður en framkvæmdastjóri KSÍ skilaði greinargerð til aga- og úrskurðarnefndar þann 7. mars. Elmar Atli kveðst þakklátur fyrir stuðning þjálfara síns, Davíðs Smára Lamude, og formannsins Samúels Samúelssonar. Hann er jafnframt spurður út í það hvort að hann telji veðmál vera stórt vandamál innan fótboltans en Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, lýsti því í viðtali við Vísi í vikunni að umfang veðmálastarfsemi í kringum fótbolta hérlendis væri áhyggjuefni. „Ég á erfitt með að svara því. Þetta hefur aldrei verið vandamál fyrir mig og ég get alveg lifað lífinu án þess að vera í þessu. Maður var bara að sækja í einhverja spennu. Auðvitað er fólk þarna úti sem er fíklar og ef það er þannig er það alls ekki gott. En ef þú getur veðjað án þess að það truflar líf þitt er það nú ekki stórmál,“ segir Elmar Atli.
Besta deild karla Vestri Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira