Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2025 07:32 Jack Grealish brosti út að eyrum eftir að hafa skorað langþráð mark í gær. Getty/Michael Steele Enski fótboltamaðurinn Jack Grealish átti erfitt með að halda aftur af tárunum en gladdist yfir því að hafa skorað langþráð mark fyrir Manchester City akkúrat í gær. Það var nefnilega 2. apríl fyrir 25 árum sem að litli bróðir Grealish, Keelan, lést vöggudauða aðeins níu mánaða gamall. 💙🕊️ Jack Grealish: “My little brother passed away 25 years ago today. This day is always hard in the family but I was happy to score”.“My mum and dad were here. This day is always difficult in the family. So to score and to win was brilliant”. pic.twitter.com/zzTvuHHViF— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 2, 2025 „Í dag eru 25 ár síðan litli bróðir minn lést. Dagurinn er erfiður fyrir fjölskylduna. Mamma og pabbi voru hérna, svo það var frábært að skora og vinna,“ sagði Grealish í viðtali við Sky Sports eftir 2-0 sigurinn gegn Leicester. Grealish var nokkuð óvænt í byrjunarliði City og tókst að skora strax á 2. mínútu leiksins, með viðstöðulausu skoti úr teignum, líkt og hann hefði aldrei gert neitt annað. Þó var þetta fyrsta mark Grealish í ensku úrvalsdeildinni í tæpa sextán mánuði, eða frá því að hann skoraði 16. desember 2023. „Jack er ótrúleg manneskja“ Pep Guardiola, stjóri City, var spurður út í Grealish og orð hans í viðtalinu í gær. Spánverjinn hrósaði óspart Grealish sem stundum hefur komist á síður götublaðanna í Englandi af óæskilegum ástæðum, vegna óhóflegrar áfengisdrykkju. „Jack er ótrúleg manneskja. Hann er ótrúlega rausnarlegur. Ég vissi ekki af þessu og ég get ekki ímyndað mér hversu erfitt þetta getur verið með mömmu, pabba og systur. Það er gott að þau geti minnst hann, á þessum degi. Ég er viss um að þau minnast hans hvern einasta dag. En það er gott að skora,“ sagði Guardiola. Sigurinn hjálpar City að komast enn nær sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, þrátt fyrir mikla erfiðleika á tímabilinu. Liðið er nú 4. sæti deildarinnar með 51 stig en næstu lið á eftir, Newcastle með 50 og Chelsea með 49, eiga leik til góða. Ljóst er að fimm efstu lið deildarinnar fá sæti í Meistaradeildinni. Enski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Fótbolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Það var nefnilega 2. apríl fyrir 25 árum sem að litli bróðir Grealish, Keelan, lést vöggudauða aðeins níu mánaða gamall. 💙🕊️ Jack Grealish: “My little brother passed away 25 years ago today. This day is always hard in the family but I was happy to score”.“My mum and dad were here. This day is always difficult in the family. So to score and to win was brilliant”. pic.twitter.com/zzTvuHHViF— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 2, 2025 „Í dag eru 25 ár síðan litli bróðir minn lést. Dagurinn er erfiður fyrir fjölskylduna. Mamma og pabbi voru hérna, svo það var frábært að skora og vinna,“ sagði Grealish í viðtali við Sky Sports eftir 2-0 sigurinn gegn Leicester. Grealish var nokkuð óvænt í byrjunarliði City og tókst að skora strax á 2. mínútu leiksins, með viðstöðulausu skoti úr teignum, líkt og hann hefði aldrei gert neitt annað. Þó var þetta fyrsta mark Grealish í ensku úrvalsdeildinni í tæpa sextán mánuði, eða frá því að hann skoraði 16. desember 2023. „Jack er ótrúleg manneskja“ Pep Guardiola, stjóri City, var spurður út í Grealish og orð hans í viðtalinu í gær. Spánverjinn hrósaði óspart Grealish sem stundum hefur komist á síður götublaðanna í Englandi af óæskilegum ástæðum, vegna óhóflegrar áfengisdrykkju. „Jack er ótrúleg manneskja. Hann er ótrúlega rausnarlegur. Ég vissi ekki af þessu og ég get ekki ímyndað mér hversu erfitt þetta getur verið með mömmu, pabba og systur. Það er gott að þau geti minnst hann, á þessum degi. Ég er viss um að þau minnast hans hvern einasta dag. En það er gott að skora,“ sagði Guardiola. Sigurinn hjálpar City að komast enn nær sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, þrátt fyrir mikla erfiðleika á tímabilinu. Liðið er nú 4. sæti deildarinnar með 51 stig en næstu lið á eftir, Newcastle með 50 og Chelsea með 49, eiga leik til góða. Ljóst er að fimm efstu lið deildarinnar fá sæti í Meistaradeildinni.
Enski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Fótbolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira