Enski boltinn

Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, fagnar sigrinum á Everton á Anfield í kvöld.
Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, fagnar sigrinum á Everton á Anfield í kvöld. Getty/Carl Recine

Liverpool vann 1-0 sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en var sigurmarkið rangstaða?

Everton menn voru mjög ósáttir með það að sigurmark Diego Jota hafi fengið að standa en þeir sögðu að Luis Diaz hafi verið rangstæður í aðdraganda marksins.

„Margir hafa sagt sína skoðun á þessu og fullt af fólki sem heldur ekki með Liverpool segir að þetta sé alveg klárt,“ sagði Arne Slot aðspurður eftir leikinn.

„Ég vil miklu frekar ræða sigurmark Diogo eða frammistöðu Curtis Jones í hægri bakverðinum,“ sagði Slot.

„Ég var að sjá markið í sjónvarpinu og þetta var bara dæmt eftir reglunum. Þetta var dæmt fullkomlega eftir reglunum. Hann reyndi ekki að leika boltanum,“ sagði Slot. Luis Diaz var vissulega rangstæður en fékk síðan boltann eftir að Everton maður hafði reynt að hreinsa frá.

„Skil ég pirringinn yfir reglunni. Já vissulega,“ sagði Slot.

„Við vorum ekki heppnir, reglan er svona. Ég myndi elska það að breyta reglunni því sóknarliðið græðir á þessu,“ sagði Slot.

„Dómararnir fóru fullkomlega eftir reglunum en ég skil pirringinn yfir reglunni sjálfri,“ sagði Slot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×