Blendinn fögnuður 9. maí 2005 00:01 Hátíðahöldin í Moskvu í tilefni af því að sextíu ár eru liðin frá stríðslokum í Evrópu eru tvíbent í tvennum skilningi - bæði í nútíma- og sögulegu samhengi. Þjóðir Evrópu líta sigurinn yfir Þýzkalandi nazismans misjöfnum augum, allt eftir því hvert hlutskipti þeirra var í hildarleiknum og í þeirri nýskipan álfunnar sem komst á í kjölfar hans. Þannig neituðu til dæmis forsetar Eistlands og Litháens að þiggja boð Pútíns Rússlandsforseta um að mæta til Moskvu, en hlutskipti Eystrasaltsþjóðanna var sérstaklega biturt þar sem þær voru innlimaðar gegn vilja sínum í Sovétríkin og sluppu ekki úr þeirri prísund fyrr en nærri hálfri öld eftir stríðslokin. Hundruð þúsunda Eista, Letta og Litháa voru send í þrælkunarvinnubúðir í Síberíu. Það er mörgum gleymt að föðurlandsvinir í þessum löndum héldu uppi skæruhernaði gegn Rauða hernum allt fram á sjötta áratuginn; lengst héldu skæruliðar í skógum Litháens út. Einnig var talsverður innanlandsþrýstingur á forseta Póllands að fara hvergi. Hann mat það hins vegar svo að of miklir hagsmunir væru í húfi; sæti hann heima yrði því tekið sem móðgun í Moskvu og góðum samskiptum landanna þannig stefnt í uppnám. Margir Pólverjar telja að Rússar hafi aldrei tilhlýðilega beðist afsökunar á stríðsglæpum á borð við fjöldamorð Rauða hersins í Katyn-skógi á þúsundum yfirmanna úr pólska hernum, sem teknir höfðu verið sem stríðsfangar eftir að Sovétherinn hernam austurhluta Póllands í samræmi við griðasáttmála Hitlers og Stalíns haustið 1939. Ennfremur líta flestir Pólverjar svo á að það hafi verið sögulegt óréttlæti að þeir skyldu hafa lent í helzi Austurblokkarinnar eftir að stríðinu lauk, en ábyrgir fyrir þessu helzi voru ráðamenn í Moskvu. Það er ekki gleymt. Það kemur líka sumum Þjóðverjum spánskt fyrir sjónir að þýzki kanzlarinn skuli vera viðstaddur slíka sigurhátið Rússa, þótt opinberlega séu Þjóðverjar nú gjarnan farnir að líta svo á að sigur bandamanna yfir nazistum hefði einnig falið í sér frelsun þýzku þjóðarinnar undan þeim. Enn eru á lífi margir Þjóðverjar sem þurftu að flýja heimkynni sín undan byssustingjum Rauða hersins (svo sem frá Austur-Prússlandi, Pommern og Slésíu, héruðum sem voru "hreinsuð" af öllum Þjóðverjum); enn eru á lífi margar þýzkar konur sem þurftu að þola nauðganir og ofbeldi sigurreifra hermanna Sovéthersins fyrir 60 árum. Sigurvegararnir skrifa söguna, það er ekkert nýtt, og því hafa þjáningar Þjóðverja ekki átt upp á pallborðið þegar stríðsins er minnzt. Enda hafa Þjóðverjar sjálfir viljað forðast að gefa öðrum ástæðu til að saka þá um að vilja bera þær þjáningar sem herir Hitlers ollu saman við þjáningar Þjóðverja - hvað þá vega þær þjáningar að einhverju leyti upp á móti hver öðrum. En þessi dæmi sem hér hafa verið rakin sýna hvernig slík skrautsýning í Moskvu vekur blendnar tilfinningar í brjóstum ófárra Evrópubúa. Mörgum finnst það hljóma skringilega þegar fyrrverandi KGB-maðurinn Pútín segir að 9. maí 1945 hafi verið "dagur sigurs góðs á illu, frelsis á harðstjórn". Í ræðu yfir marserandi hermönnum sem halda á lofti rauðum gunnfánum og stórum myndum af Stalín. Stórveldishyggja ráðamanna í Moskvu fékk tímabundinn skell er Sovétríkin hrundu fyrir vel rúmum áratug. Með hersýningunni miklu í Moskvu í gær, að viðstöddum Bush Bandaríkjaforseta og leiðtogum ótal annarra landa innan sem utan Evrópu - þar á meðal Íslands - voru Rússar ekki sízt að minna á tilkall sitt til áhrifa í álfunni og heiminum; tilkall sem ekki sízt er beint gegn því sem Pútín og hans menn skynja sem sívaxandi ásælni Bandaríkjanna til áhrifa á því svæði sem þeir telja sitt "náttúrulega" áhrifasvæði, sinn bakgarð. Í þessu ljósi er sérstaklega athyglisverð ferð Bush til Kákasuslýðveldisins Georgíu, þangað sem hann hélt í beinu framhaldi af Moskvuheimsókninni. Í friðsamlegri byltingu, sambærilegri við "appelsínugulu byltinguna" í Úkraínu í vetur sem leið, halda nú menn um stjórnartaumana í Tíflis sem vilja brjótast út úr segulsviði Moskvuvaldsins og styrkja þeim mun meira tengslin í vestur, við Vestur-Evrópu og Bandaríkin. Staðan í þessu fyrrverandi Sovétlýðveldi - hvers frægasti sonur er Josef Vissarianovitsj Dsjúgasvílí, öðru nafni Stalín - er einkar snúin, en tvö héruð þess hafa sagt sig úr lögum við landið og í þessum aðskilnaðarhéruðum eru þúsundir rússneskra "friðargæzluhermanna". Bush, fyrsti Bandaríkjaforsetinn sem verið hefur viðstaddur rússneska stríðssigurhátíð, hældi í Moskvu þætti Rússa í sigrinum á nazistum en tók fram að sovézka hernámið í Mið- og Austur-Evrópu, sem fylgdi í kjölfarið, hefði verið "eitt mesta ranglæti sögunnar". Í Tíflis reyndi hann, án þess að troða Rússum of mikið um tær, að láta heimsókn sína birtast í ljósi þeirra megingilda sem hann vill standa fyrir í alþjóðamálum, það er framgangi frelsis og lýðræðis. Það blasir við að hugsunin af hálfu Bandaríkjastjórnar að baki heimsókna Bush til Moskvu og Tíflis er sú, að sýna með táknrænum hætti að hún líti svo á að sigurinn yfir nazistum og hrun Sovétríkjanna hefðu hvort tveggja verið sigur frelsisins. Og stórveldaleikurinn heldur áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Hátíðahöldin í Moskvu í tilefni af því að sextíu ár eru liðin frá stríðslokum í Evrópu eru tvíbent í tvennum skilningi - bæði í nútíma- og sögulegu samhengi. Þjóðir Evrópu líta sigurinn yfir Þýzkalandi nazismans misjöfnum augum, allt eftir því hvert hlutskipti þeirra var í hildarleiknum og í þeirri nýskipan álfunnar sem komst á í kjölfar hans. Þannig neituðu til dæmis forsetar Eistlands og Litháens að þiggja boð Pútíns Rússlandsforseta um að mæta til Moskvu, en hlutskipti Eystrasaltsþjóðanna var sérstaklega biturt þar sem þær voru innlimaðar gegn vilja sínum í Sovétríkin og sluppu ekki úr þeirri prísund fyrr en nærri hálfri öld eftir stríðslokin. Hundruð þúsunda Eista, Letta og Litháa voru send í þrælkunarvinnubúðir í Síberíu. Það er mörgum gleymt að föðurlandsvinir í þessum löndum héldu uppi skæruhernaði gegn Rauða hernum allt fram á sjötta áratuginn; lengst héldu skæruliðar í skógum Litháens út. Einnig var talsverður innanlandsþrýstingur á forseta Póllands að fara hvergi. Hann mat það hins vegar svo að of miklir hagsmunir væru í húfi; sæti hann heima yrði því tekið sem móðgun í Moskvu og góðum samskiptum landanna þannig stefnt í uppnám. Margir Pólverjar telja að Rússar hafi aldrei tilhlýðilega beðist afsökunar á stríðsglæpum á borð við fjöldamorð Rauða hersins í Katyn-skógi á þúsundum yfirmanna úr pólska hernum, sem teknir höfðu verið sem stríðsfangar eftir að Sovétherinn hernam austurhluta Póllands í samræmi við griðasáttmála Hitlers og Stalíns haustið 1939. Ennfremur líta flestir Pólverjar svo á að það hafi verið sögulegt óréttlæti að þeir skyldu hafa lent í helzi Austurblokkarinnar eftir að stríðinu lauk, en ábyrgir fyrir þessu helzi voru ráðamenn í Moskvu. Það er ekki gleymt. Það kemur líka sumum Þjóðverjum spánskt fyrir sjónir að þýzki kanzlarinn skuli vera viðstaddur slíka sigurhátið Rússa, þótt opinberlega séu Þjóðverjar nú gjarnan farnir að líta svo á að sigur bandamanna yfir nazistum hefði einnig falið í sér frelsun þýzku þjóðarinnar undan þeim. Enn eru á lífi margir Þjóðverjar sem þurftu að flýja heimkynni sín undan byssustingjum Rauða hersins (svo sem frá Austur-Prússlandi, Pommern og Slésíu, héruðum sem voru "hreinsuð" af öllum Þjóðverjum); enn eru á lífi margar þýzkar konur sem þurftu að þola nauðganir og ofbeldi sigurreifra hermanna Sovéthersins fyrir 60 árum. Sigurvegararnir skrifa söguna, það er ekkert nýtt, og því hafa þjáningar Þjóðverja ekki átt upp á pallborðið þegar stríðsins er minnzt. Enda hafa Þjóðverjar sjálfir viljað forðast að gefa öðrum ástæðu til að saka þá um að vilja bera þær þjáningar sem herir Hitlers ollu saman við þjáningar Þjóðverja - hvað þá vega þær þjáningar að einhverju leyti upp á móti hver öðrum. En þessi dæmi sem hér hafa verið rakin sýna hvernig slík skrautsýning í Moskvu vekur blendnar tilfinningar í brjóstum ófárra Evrópubúa. Mörgum finnst það hljóma skringilega þegar fyrrverandi KGB-maðurinn Pútín segir að 9. maí 1945 hafi verið "dagur sigurs góðs á illu, frelsis á harðstjórn". Í ræðu yfir marserandi hermönnum sem halda á lofti rauðum gunnfánum og stórum myndum af Stalín. Stórveldishyggja ráðamanna í Moskvu fékk tímabundinn skell er Sovétríkin hrundu fyrir vel rúmum áratug. Með hersýningunni miklu í Moskvu í gær, að viðstöddum Bush Bandaríkjaforseta og leiðtogum ótal annarra landa innan sem utan Evrópu - þar á meðal Íslands - voru Rússar ekki sízt að minna á tilkall sitt til áhrifa í álfunni og heiminum; tilkall sem ekki sízt er beint gegn því sem Pútín og hans menn skynja sem sívaxandi ásælni Bandaríkjanna til áhrifa á því svæði sem þeir telja sitt "náttúrulega" áhrifasvæði, sinn bakgarð. Í þessu ljósi er sérstaklega athyglisverð ferð Bush til Kákasuslýðveldisins Georgíu, þangað sem hann hélt í beinu framhaldi af Moskvuheimsókninni. Í friðsamlegri byltingu, sambærilegri við "appelsínugulu byltinguna" í Úkraínu í vetur sem leið, halda nú menn um stjórnartaumana í Tíflis sem vilja brjótast út úr segulsviði Moskvuvaldsins og styrkja þeim mun meira tengslin í vestur, við Vestur-Evrópu og Bandaríkin. Staðan í þessu fyrrverandi Sovétlýðveldi - hvers frægasti sonur er Josef Vissarianovitsj Dsjúgasvílí, öðru nafni Stalín - er einkar snúin, en tvö héruð þess hafa sagt sig úr lögum við landið og í þessum aðskilnaðarhéruðum eru þúsundir rússneskra "friðargæzluhermanna". Bush, fyrsti Bandaríkjaforsetinn sem verið hefur viðstaddur rússneska stríðssigurhátíð, hældi í Moskvu þætti Rússa í sigrinum á nazistum en tók fram að sovézka hernámið í Mið- og Austur-Evrópu, sem fylgdi í kjölfarið, hefði verið "eitt mesta ranglæti sögunnar". Í Tíflis reyndi hann, án þess að troða Rússum of mikið um tær, að láta heimsókn sína birtast í ljósi þeirra megingilda sem hann vill standa fyrir í alþjóðamálum, það er framgangi frelsis og lýðræðis. Það blasir við að hugsunin af hálfu Bandaríkjastjórnar að baki heimsókna Bush til Moskvu og Tíflis er sú, að sýna með táknrænum hætti að hún líti svo á að sigurinn yfir nazistum og hrun Sovétríkjanna hefðu hvort tveggja verið sigur frelsisins. Og stórveldaleikurinn heldur áfram.
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar