Bless, bless handbolti Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 2. maí 2005 00:01 Mikið hefur verið skrifað um íslenskan handknattleik að undanförnu. Því miður hefur mikið af því ekki snúist um leikina sem eru í gangi heldur hvort íslenskur handknattleikur sé um það bil að geispa golunni. Ágætis sönnun á því var aðsóknin á laugardaginn þegar Haukar og ÍBV mættust í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Ásvellir voru hálftómir. Það mátti heyra skipanir þjálfara og hvatningarorð leikmanna til hvors annars. 700 áhorfendur mættu. Árið í fyrra var slæmt en árið í ár er eitt allsherjar klúður og gæti reynst handknattleiknum dýrkeypt. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um fyrirkomulagið. Það er klúður og frá því átti að hverfa strax eftir fyrsta árið. Annað atriði er stemmningsleysið sem einkennt hefur úrslitakeppnina. Þessi hluti mótsins, sem á að vera hvað mest spennandi, hefur verið algjörlega samhengislaus. Haukaliðið var í tólf daga fríi eftir átta liða úrslitin og "fékk" svo níu daga frí eftir undanúrslitin. ÍBV fékk minna frí enda spiluðu þeir tveimur leikjum fleira. Engu að síður var úrslitakeppnin látin dragast á langinn og ástæðan var einföld. Ekki átti að skyggja á kvennahandboltann. Þetta reyndist heldur betur röng ákvörðun því að nánast enginn mætti á fyrsta leikinn á Ásvöllum þegar ÍBV og Haukar hófu einvígið um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaboltanum. Þriðja atriðið sem bendir til þess að handknattleikur er kominn upp að vegg er dómgæslan. Lítil sem engin endurnýjun hefur átt sér stað í dómarastéttinni og dómgæslan í vetur hefur á köflum verið til skammar. Þegar Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæmdu leikinn á laugardaginn milli Hauka og ÍBV sást vel hversu miklu máli góð dómgæsla skiptir. Því miður er ekki að sjá arftaka þeirra í bráð. Í kvöld mætast Haukar og ÍBV öðru sinni í Eyjum. Leiknum verður sjónvarpað strax að loknum fréttum og veðri klukkan 19.35. Sem er hreinlega ótrúlegt, að ekki verði meira sagt. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að vinsælasti íþróttarmaðurinn okkar, Eiður Smári, er að keppa um sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Liverpool í beinni útsendingu á Sýn nánast á sama tíma. Valið verður væntanlega ekki erfitt fyrir þá sem hafa á annað borð áhuga á íþróttum. Þetta verður því enn eitt atriðið sem leiðir til þess að leikur Hauka og ÍBV fer fyrir ofan garð og neðan. Það er einhver slikja sem liggur yfir handknattleiknum í dag og þeir sem standa þessari íþrótt næst vita að þessari slykju verður að bægja frá ef ekki á illa að fara. Handknattleikur er skemmtileg íþrótt sem sameinar hraða, mörk, spennu og hörku. Ef HSÍ tekur málin til gagngerrar endurskoðunar þá er hugsanlegt að handknattleikur verði á ný vinsælasta íþróttin á Íslandi. Ef ekki, þá mun handknattleikurinn líða undir lok eftir örfá ár. Það þarf að hafa það í huga að þetta er sú hópíþrótt sem við höfum náð hvað lengst í. Við erum alltaf með einn einstakling í fremstu röð sem spilar meðal bestu félagsliða heims. Við erum Evrópumeistarar 18 ára og yngri. Við erum yfirleitt á öllum stórmótum. Karlalandsliðið í knattspyrnu er í 95. sæti á styrkleikalista FIFA á meðan við erum meðal átta bestu í heiminum í handknattleik. Þegar Evrópumótið í Svíþjóð var gekk þjóðin af göflunum, flykktist í bíósali og studdi sitt lið. HSÍ hefur væntanlega aldrei fengið jafn mikið af frjálsum fjárframlögum og þá. Handknattleiksforystunni hefur því miður ekki enn tekist að nýta sér þann meðbyr sem handknattleikurinn ætti með réttu að vera í.Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið skrifað um íslenskan handknattleik að undanförnu. Því miður hefur mikið af því ekki snúist um leikina sem eru í gangi heldur hvort íslenskur handknattleikur sé um það bil að geispa golunni. Ágætis sönnun á því var aðsóknin á laugardaginn þegar Haukar og ÍBV mættust í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Ásvellir voru hálftómir. Það mátti heyra skipanir þjálfara og hvatningarorð leikmanna til hvors annars. 700 áhorfendur mættu. Árið í fyrra var slæmt en árið í ár er eitt allsherjar klúður og gæti reynst handknattleiknum dýrkeypt. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um fyrirkomulagið. Það er klúður og frá því átti að hverfa strax eftir fyrsta árið. Annað atriði er stemmningsleysið sem einkennt hefur úrslitakeppnina. Þessi hluti mótsins, sem á að vera hvað mest spennandi, hefur verið algjörlega samhengislaus. Haukaliðið var í tólf daga fríi eftir átta liða úrslitin og "fékk" svo níu daga frí eftir undanúrslitin. ÍBV fékk minna frí enda spiluðu þeir tveimur leikjum fleira. Engu að síður var úrslitakeppnin látin dragast á langinn og ástæðan var einföld. Ekki átti að skyggja á kvennahandboltann. Þetta reyndist heldur betur röng ákvörðun því að nánast enginn mætti á fyrsta leikinn á Ásvöllum þegar ÍBV og Haukar hófu einvígið um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaboltanum. Þriðja atriðið sem bendir til þess að handknattleikur er kominn upp að vegg er dómgæslan. Lítil sem engin endurnýjun hefur átt sér stað í dómarastéttinni og dómgæslan í vetur hefur á köflum verið til skammar. Þegar Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæmdu leikinn á laugardaginn milli Hauka og ÍBV sást vel hversu miklu máli góð dómgæsla skiptir. Því miður er ekki að sjá arftaka þeirra í bráð. Í kvöld mætast Haukar og ÍBV öðru sinni í Eyjum. Leiknum verður sjónvarpað strax að loknum fréttum og veðri klukkan 19.35. Sem er hreinlega ótrúlegt, að ekki verði meira sagt. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að vinsælasti íþróttarmaðurinn okkar, Eiður Smári, er að keppa um sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Liverpool í beinni útsendingu á Sýn nánast á sama tíma. Valið verður væntanlega ekki erfitt fyrir þá sem hafa á annað borð áhuga á íþróttum. Þetta verður því enn eitt atriðið sem leiðir til þess að leikur Hauka og ÍBV fer fyrir ofan garð og neðan. Það er einhver slikja sem liggur yfir handknattleiknum í dag og þeir sem standa þessari íþrótt næst vita að þessari slykju verður að bægja frá ef ekki á illa að fara. Handknattleikur er skemmtileg íþrótt sem sameinar hraða, mörk, spennu og hörku. Ef HSÍ tekur málin til gagngerrar endurskoðunar þá er hugsanlegt að handknattleikur verði á ný vinsælasta íþróttin á Íslandi. Ef ekki, þá mun handknattleikurinn líða undir lok eftir örfá ár. Það þarf að hafa það í huga að þetta er sú hópíþrótt sem við höfum náð hvað lengst í. Við erum alltaf með einn einstakling í fremstu röð sem spilar meðal bestu félagsliða heims. Við erum Evrópumeistarar 18 ára og yngri. Við erum yfirleitt á öllum stórmótum. Karlalandsliðið í knattspyrnu er í 95. sæti á styrkleikalista FIFA á meðan við erum meðal átta bestu í heiminum í handknattleik. Þegar Evrópumótið í Svíþjóð var gekk þjóðin af göflunum, flykktist í bíósali og studdi sitt lið. HSÍ hefur væntanlega aldrei fengið jafn mikið af frjálsum fjárframlögum og þá. Handknattleiksforystunni hefur því miður ekki enn tekist að nýta sér þann meðbyr sem handknattleikurinn ætti með réttu að vera í.Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettabladid.is
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun