Er stór hópur öryrkja afætur? 28. apríl 2005 00:01 Það er eitthvað mikið að í samfélagi sem lætur sig ekki varða velferð þegna sinna. Og þeir eru sannarlega margir sem eiga um sárt að binda í okkar litla þjóðfélagi og eru ekki ofsælir af sneiðinni sem þeim er úthlutað. Það er hins vegar staðreynd að þeim fjölgar ár frá ári fullfrísku einstaklingunum sem bera sig ekki eftir björginni nema í gegnum bótakerfið. Strangt til tekið er hér vaxandi hópur einstaklinga sem lifa eins og afætur á kerfinu og finnst það alveg sjálfsagt. Það má bara ekki segja það hreint út. Nýlega var birt skýrsla sem var unnin að beiðni heilbrigðisráðherra. Skýrslan ber yfirskriftina Fjölgun öryrkja - orsakir og afleiðingar og þar kemur fram að ungir öryrkjar eru hér 136% fleiri en í nágrannalöndunum. Þetta er mál sem þarf að skoða ofaní kjölinn. Hverjir eru á bótum og af hverju? Á undanförnum árum hefur afstaða fólks því miður breyst gagnvart örykjum. Þeir sem kynna sig þannig uppskera ekki lengur samúð heldur oftar en ekki pirring. Það er mikil synd því eins og alkarnir koma óorði á brennivínið koma fullfrískir þiggjendur örorkubóta óorði á öryrkjana. Það gerir enginn lítið úr því að alkóhólismi er grafalvarlegur og banvænn sjúkdómur. Þeir sem koma úr meðferð eru illa farnir á sál og líkama þurfa sannarlega tiíma til að jafna sig og ná áttum eftir neysluna. Á meðan þurfa þeir hjálp samfélagsins. Sömuleiðs eru þeir sem þjást af þunglyndi og depurð hjálparþurfi. En það ætti að vera tímabundið. Það er ekki heil brú í að fólk ílendist í kerfinu og fari að líta að það sem sjálfsagðan hlut að það sæki allt sitt í sameiginlega sjóði. Í Bretlandi þekkist það að heilu fjölskyldurnar séu á bótum kynslóð eftir kynslóð. Þeir sem alast upp við slíkar aðstæður kunna skiljanlega ekki fótum sínum forráð á vinnumarkaði og hafa ekki uppburð í sér til að breyta aðstæðum sínum. Það er ástæða til að óttast að hér sé líka að verða til hópur sem hugsar á þessum nótum. Ungmenni sem hafa drukkið það í sig með móðurmjólkinni að þjóðfélaginu beri að sjá fyrir þeim og eru jafnvel haldin þeim ranghugmyndum að þjóðfélagið sé alltaf í skuld við þau. Þessum hópi þarf að hjálpa með öðrum hætti. Það á ekki að vera minnsta mál í heimi að fá úrskurð læknis um örorku. Það á ekki heldur að vera sjálfsagt að fullfrískt fólk gangi um og hrósi sér af því hvað það hefur út úr kerfinu. Við þurfum að hjálpa þeim sem sannarlega þufa á hjálp að halda, og hinum til að hjálpa sér sjálfir. Edda Jóhannsdóttir edda@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Jóhannsdóttir Í brennidepli Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Það er eitthvað mikið að í samfélagi sem lætur sig ekki varða velferð þegna sinna. Og þeir eru sannarlega margir sem eiga um sárt að binda í okkar litla þjóðfélagi og eru ekki ofsælir af sneiðinni sem þeim er úthlutað. Það er hins vegar staðreynd að þeim fjölgar ár frá ári fullfrísku einstaklingunum sem bera sig ekki eftir björginni nema í gegnum bótakerfið. Strangt til tekið er hér vaxandi hópur einstaklinga sem lifa eins og afætur á kerfinu og finnst það alveg sjálfsagt. Það má bara ekki segja það hreint út. Nýlega var birt skýrsla sem var unnin að beiðni heilbrigðisráðherra. Skýrslan ber yfirskriftina Fjölgun öryrkja - orsakir og afleiðingar og þar kemur fram að ungir öryrkjar eru hér 136% fleiri en í nágrannalöndunum. Þetta er mál sem þarf að skoða ofaní kjölinn. Hverjir eru á bótum og af hverju? Á undanförnum árum hefur afstaða fólks því miður breyst gagnvart örykjum. Þeir sem kynna sig þannig uppskera ekki lengur samúð heldur oftar en ekki pirring. Það er mikil synd því eins og alkarnir koma óorði á brennivínið koma fullfrískir þiggjendur örorkubóta óorði á öryrkjana. Það gerir enginn lítið úr því að alkóhólismi er grafalvarlegur og banvænn sjúkdómur. Þeir sem koma úr meðferð eru illa farnir á sál og líkama þurfa sannarlega tiíma til að jafna sig og ná áttum eftir neysluna. Á meðan þurfa þeir hjálp samfélagsins. Sömuleiðs eru þeir sem þjást af þunglyndi og depurð hjálparþurfi. En það ætti að vera tímabundið. Það er ekki heil brú í að fólk ílendist í kerfinu og fari að líta að það sem sjálfsagðan hlut að það sæki allt sitt í sameiginlega sjóði. Í Bretlandi þekkist það að heilu fjölskyldurnar séu á bótum kynslóð eftir kynslóð. Þeir sem alast upp við slíkar aðstæður kunna skiljanlega ekki fótum sínum forráð á vinnumarkaði og hafa ekki uppburð í sér til að breyta aðstæðum sínum. Það er ástæða til að óttast að hér sé líka að verða til hópur sem hugsar á þessum nótum. Ungmenni sem hafa drukkið það í sig með móðurmjólkinni að þjóðfélaginu beri að sjá fyrir þeim og eru jafnvel haldin þeim ranghugmyndum að þjóðfélagið sé alltaf í skuld við þau. Þessum hópi þarf að hjálpa með öðrum hætti. Það á ekki að vera minnsta mál í heimi að fá úrskurð læknis um örorku. Það á ekki heldur að vera sjálfsagt að fullfrískt fólk gangi um og hrósi sér af því hvað það hefur út úr kerfinu. Við þurfum að hjálpa þeim sem sannarlega þufa á hjálp að halda, og hinum til að hjálpa sér sjálfir. Edda Jóhannsdóttir edda@frettabladid.is
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar