Enn hamlað gegn hagræðingu 12. apríl 2005 00:01 Það hefur löngum legið ljóst fyrir að íslenskir bóndabæir eru að jafnaði of margir og of litlir til að hægt sé að reka þá á hagkvæman máta. Menn voru farnir að ræða þetta þegar á fjórða tug síðustu aldar, ef ekki fyrr, og þótt ýmislegt hafi breyst síðan á þetta enn við. Það hlýtur því að vekja athygli þegar kúabændur álykta á aðalfundi sínum að móta eigi stefnu um hámarksstærð búa. Í ályktuninni segir að við mótun stefnunnar skuli hafa jákvæða ímynd greinarinnar og byggðasjónarmið að leiðarljósi í hvívetna. Þetta lýsir þeim vilja margra kúabænda að koma í veg fyrir eða hamla stækkun búa, en slíka stækkun má telja nauðsynlega ef takast á að reka íslenskan landbúnað á tiltölulega hagkvæman hátt. Verði þessi stefna ofan á tryggir hún að bændur verða áfram háðir ríflegum ríkisstyrkjum og mega neytendur vera viðbúnir því að greiða áfram eitt hæsta matvælaverð í heimi (líkt og árlegar kannanir OECD eru til vitnisburðar um). Reyndar segir Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, í Fréttablaðinu í dag að ekki sé öruggt að stefnan verði sú að hamla stækkun búa en að mikil umræða hafi verið um þetta. Þar bendir hann reyndar einnig á að síðasta vor hafi kerfinu verið breytt að hluta þannig að gripagreiðslur fari lækkandi eftir því sem bú stækki og falli að lokum niður við ákveðið mark. Hræðslan við stóru búin er ein birtingarmynd þess að íslenskir bændur treysta sér fæstir til að standa á eigin fótum. Þeir njóta nú þegar verulegra ríkisstyrkja, beingreiðslur til meðalkúabóndans nema í ár fimm milljón krónum og rúmum 4,2 milljörðum til allra kúabænda. Þeir njóta þess líka að stjórnvöld hafa með ákvörðunum sínum tryggt að verð á landbúnaðarafurðum er mjög hátt. Þar kemur til sú meginregla að svo háir tollar eru lagðir á kjöt og mjólkurafurðir að þær verða óseljanlegar á íslenskum markaði, undantekningin er að vegna alþjóðlegra skuldbindinga verður að opna fyrir innflutning sem nemur þriggja prósenta markaðshlutdeild en vegna þess að sú heimild er alltof lítil verða innflytjendur að bítast um heimildirnar og fær sá sem hæsta þóknun er reiðubúinn að greiða fyrir heimildina, því virkar undanþágan ekki sem skyldi. Kerfið er því einfalt í grunninn. Bændur fá beingreiðslur úr ríkissjóði til að fjármagna rekstur sinn. Ofan á það bætist að þeim eru tryggðar hærri tekjur af sölu afurða sinna en ella væri með því að stjórnvöld koma í veg fyrir erlenda samkeppni. Þetta kerfi þekkja bændur og virðast flestir kunna að meta það. Það birtist meðal annars í því að þeir leggja áherslu á að áhrif alþjóðlegra samninga um sölu landbúnaðarafurða, sem Alþjóða viðskiptastofnunin, vinnur að verði sem minnst. Í ályktun aðalfundarins um þessa alþjóðasamninga, sem ætlað er að lækka matvælaverð, segir að huga verði sérstaklega að möguleikum á undanþágu frá þeim fyrir einangruð smáríki til að styðja framleiðslu fyrir heimamarkað. Niðurstaðan er sú að gangi þetta eftir þurfa neytendur ekki að gera sér miklar væntingar um lækkandi matvælaverð á næstunni. Og þar sem hjarta Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra, og raunar fleiri ráðherra, slær í takt við bændur má búast við að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að tilraunir á heimsvísu til að bæta hag neytenda verði til þess að íslenskir neytendur njóti góðs af þeim. Brynjólfur Þór Guðmundsson -brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur löngum legið ljóst fyrir að íslenskir bóndabæir eru að jafnaði of margir og of litlir til að hægt sé að reka þá á hagkvæman máta. Menn voru farnir að ræða þetta þegar á fjórða tug síðustu aldar, ef ekki fyrr, og þótt ýmislegt hafi breyst síðan á þetta enn við. Það hlýtur því að vekja athygli þegar kúabændur álykta á aðalfundi sínum að móta eigi stefnu um hámarksstærð búa. Í ályktuninni segir að við mótun stefnunnar skuli hafa jákvæða ímynd greinarinnar og byggðasjónarmið að leiðarljósi í hvívetna. Þetta lýsir þeim vilja margra kúabænda að koma í veg fyrir eða hamla stækkun búa, en slíka stækkun má telja nauðsynlega ef takast á að reka íslenskan landbúnað á tiltölulega hagkvæman hátt. Verði þessi stefna ofan á tryggir hún að bændur verða áfram háðir ríflegum ríkisstyrkjum og mega neytendur vera viðbúnir því að greiða áfram eitt hæsta matvælaverð í heimi (líkt og árlegar kannanir OECD eru til vitnisburðar um). Reyndar segir Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, í Fréttablaðinu í dag að ekki sé öruggt að stefnan verði sú að hamla stækkun búa en að mikil umræða hafi verið um þetta. Þar bendir hann reyndar einnig á að síðasta vor hafi kerfinu verið breytt að hluta þannig að gripagreiðslur fari lækkandi eftir því sem bú stækki og falli að lokum niður við ákveðið mark. Hræðslan við stóru búin er ein birtingarmynd þess að íslenskir bændur treysta sér fæstir til að standa á eigin fótum. Þeir njóta nú þegar verulegra ríkisstyrkja, beingreiðslur til meðalkúabóndans nema í ár fimm milljón krónum og rúmum 4,2 milljörðum til allra kúabænda. Þeir njóta þess líka að stjórnvöld hafa með ákvörðunum sínum tryggt að verð á landbúnaðarafurðum er mjög hátt. Þar kemur til sú meginregla að svo háir tollar eru lagðir á kjöt og mjólkurafurðir að þær verða óseljanlegar á íslenskum markaði, undantekningin er að vegna alþjóðlegra skuldbindinga verður að opna fyrir innflutning sem nemur þriggja prósenta markaðshlutdeild en vegna þess að sú heimild er alltof lítil verða innflytjendur að bítast um heimildirnar og fær sá sem hæsta þóknun er reiðubúinn að greiða fyrir heimildina, því virkar undanþágan ekki sem skyldi. Kerfið er því einfalt í grunninn. Bændur fá beingreiðslur úr ríkissjóði til að fjármagna rekstur sinn. Ofan á það bætist að þeim eru tryggðar hærri tekjur af sölu afurða sinna en ella væri með því að stjórnvöld koma í veg fyrir erlenda samkeppni. Þetta kerfi þekkja bændur og virðast flestir kunna að meta það. Það birtist meðal annars í því að þeir leggja áherslu á að áhrif alþjóðlegra samninga um sölu landbúnaðarafurða, sem Alþjóða viðskiptastofnunin, vinnur að verði sem minnst. Í ályktun aðalfundarins um þessa alþjóðasamninga, sem ætlað er að lækka matvælaverð, segir að huga verði sérstaklega að möguleikum á undanþágu frá þeim fyrir einangruð smáríki til að styðja framleiðslu fyrir heimamarkað. Niðurstaðan er sú að gangi þetta eftir þurfa neytendur ekki að gera sér miklar væntingar um lækkandi matvælaverð á næstunni. Og þar sem hjarta Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra, og raunar fleiri ráðherra, slær í takt við bændur má búast við að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að tilraunir á heimsvísu til að bæta hag neytenda verði til þess að íslenskir neytendur njóti góðs af þeim. Brynjólfur Þór Guðmundsson -brynjolfur@frettabladid.is
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun