Enn hamlað gegn hagræðingu 12. apríl 2005 00:01 Það hefur löngum legið ljóst fyrir að íslenskir bóndabæir eru að jafnaði of margir og of litlir til að hægt sé að reka þá á hagkvæman máta. Menn voru farnir að ræða þetta þegar á fjórða tug síðustu aldar, ef ekki fyrr, og þótt ýmislegt hafi breyst síðan á þetta enn við. Það hlýtur því að vekja athygli þegar kúabændur álykta á aðalfundi sínum að móta eigi stefnu um hámarksstærð búa. Í ályktuninni segir að við mótun stefnunnar skuli hafa jákvæða ímynd greinarinnar og byggðasjónarmið að leiðarljósi í hvívetna. Þetta lýsir þeim vilja margra kúabænda að koma í veg fyrir eða hamla stækkun búa, en slíka stækkun má telja nauðsynlega ef takast á að reka íslenskan landbúnað á tiltölulega hagkvæman hátt. Verði þessi stefna ofan á tryggir hún að bændur verða áfram háðir ríflegum ríkisstyrkjum og mega neytendur vera viðbúnir því að greiða áfram eitt hæsta matvælaverð í heimi (líkt og árlegar kannanir OECD eru til vitnisburðar um). Reyndar segir Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, í Fréttablaðinu í dag að ekki sé öruggt að stefnan verði sú að hamla stækkun búa en að mikil umræða hafi verið um þetta. Þar bendir hann reyndar einnig á að síðasta vor hafi kerfinu verið breytt að hluta þannig að gripagreiðslur fari lækkandi eftir því sem bú stækki og falli að lokum niður við ákveðið mark. Hræðslan við stóru búin er ein birtingarmynd þess að íslenskir bændur treysta sér fæstir til að standa á eigin fótum. Þeir njóta nú þegar verulegra ríkisstyrkja, beingreiðslur til meðalkúabóndans nema í ár fimm milljón krónum og rúmum 4,2 milljörðum til allra kúabænda. Þeir njóta þess líka að stjórnvöld hafa með ákvörðunum sínum tryggt að verð á landbúnaðarafurðum er mjög hátt. Þar kemur til sú meginregla að svo háir tollar eru lagðir á kjöt og mjólkurafurðir að þær verða óseljanlegar á íslenskum markaði, undantekningin er að vegna alþjóðlegra skuldbindinga verður að opna fyrir innflutning sem nemur þriggja prósenta markaðshlutdeild en vegna þess að sú heimild er alltof lítil verða innflytjendur að bítast um heimildirnar og fær sá sem hæsta þóknun er reiðubúinn að greiða fyrir heimildina, því virkar undanþágan ekki sem skyldi. Kerfið er því einfalt í grunninn. Bændur fá beingreiðslur úr ríkissjóði til að fjármagna rekstur sinn. Ofan á það bætist að þeim eru tryggðar hærri tekjur af sölu afurða sinna en ella væri með því að stjórnvöld koma í veg fyrir erlenda samkeppni. Þetta kerfi þekkja bændur og virðast flestir kunna að meta það. Það birtist meðal annars í því að þeir leggja áherslu á að áhrif alþjóðlegra samninga um sölu landbúnaðarafurða, sem Alþjóða viðskiptastofnunin, vinnur að verði sem minnst. Í ályktun aðalfundarins um þessa alþjóðasamninga, sem ætlað er að lækka matvælaverð, segir að huga verði sérstaklega að möguleikum á undanþágu frá þeim fyrir einangruð smáríki til að styðja framleiðslu fyrir heimamarkað. Niðurstaðan er sú að gangi þetta eftir þurfa neytendur ekki að gera sér miklar væntingar um lækkandi matvælaverð á næstunni. Og þar sem hjarta Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra, og raunar fleiri ráðherra, slær í takt við bændur má búast við að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að tilraunir á heimsvísu til að bæta hag neytenda verði til þess að íslenskir neytendur njóti góðs af þeim. Brynjólfur Þór Guðmundsson -brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það hefur löngum legið ljóst fyrir að íslenskir bóndabæir eru að jafnaði of margir og of litlir til að hægt sé að reka þá á hagkvæman máta. Menn voru farnir að ræða þetta þegar á fjórða tug síðustu aldar, ef ekki fyrr, og þótt ýmislegt hafi breyst síðan á þetta enn við. Það hlýtur því að vekja athygli þegar kúabændur álykta á aðalfundi sínum að móta eigi stefnu um hámarksstærð búa. Í ályktuninni segir að við mótun stefnunnar skuli hafa jákvæða ímynd greinarinnar og byggðasjónarmið að leiðarljósi í hvívetna. Þetta lýsir þeim vilja margra kúabænda að koma í veg fyrir eða hamla stækkun búa, en slíka stækkun má telja nauðsynlega ef takast á að reka íslenskan landbúnað á tiltölulega hagkvæman hátt. Verði þessi stefna ofan á tryggir hún að bændur verða áfram háðir ríflegum ríkisstyrkjum og mega neytendur vera viðbúnir því að greiða áfram eitt hæsta matvælaverð í heimi (líkt og árlegar kannanir OECD eru til vitnisburðar um). Reyndar segir Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, í Fréttablaðinu í dag að ekki sé öruggt að stefnan verði sú að hamla stækkun búa en að mikil umræða hafi verið um þetta. Þar bendir hann reyndar einnig á að síðasta vor hafi kerfinu verið breytt að hluta þannig að gripagreiðslur fari lækkandi eftir því sem bú stækki og falli að lokum niður við ákveðið mark. Hræðslan við stóru búin er ein birtingarmynd þess að íslenskir bændur treysta sér fæstir til að standa á eigin fótum. Þeir njóta nú þegar verulegra ríkisstyrkja, beingreiðslur til meðalkúabóndans nema í ár fimm milljón krónum og rúmum 4,2 milljörðum til allra kúabænda. Þeir njóta þess líka að stjórnvöld hafa með ákvörðunum sínum tryggt að verð á landbúnaðarafurðum er mjög hátt. Þar kemur til sú meginregla að svo háir tollar eru lagðir á kjöt og mjólkurafurðir að þær verða óseljanlegar á íslenskum markaði, undantekningin er að vegna alþjóðlegra skuldbindinga verður að opna fyrir innflutning sem nemur þriggja prósenta markaðshlutdeild en vegna þess að sú heimild er alltof lítil verða innflytjendur að bítast um heimildirnar og fær sá sem hæsta þóknun er reiðubúinn að greiða fyrir heimildina, því virkar undanþágan ekki sem skyldi. Kerfið er því einfalt í grunninn. Bændur fá beingreiðslur úr ríkissjóði til að fjármagna rekstur sinn. Ofan á það bætist að þeim eru tryggðar hærri tekjur af sölu afurða sinna en ella væri með því að stjórnvöld koma í veg fyrir erlenda samkeppni. Þetta kerfi þekkja bændur og virðast flestir kunna að meta það. Það birtist meðal annars í því að þeir leggja áherslu á að áhrif alþjóðlegra samninga um sölu landbúnaðarafurða, sem Alþjóða viðskiptastofnunin, vinnur að verði sem minnst. Í ályktun aðalfundarins um þessa alþjóðasamninga, sem ætlað er að lækka matvælaverð, segir að huga verði sérstaklega að möguleikum á undanþágu frá þeim fyrir einangruð smáríki til að styðja framleiðslu fyrir heimamarkað. Niðurstaðan er sú að gangi þetta eftir þurfa neytendur ekki að gera sér miklar væntingar um lækkandi matvælaverð á næstunni. Og þar sem hjarta Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra, og raunar fleiri ráðherra, slær í takt við bændur má búast við að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að tilraunir á heimsvísu til að bæta hag neytenda verði til þess að íslenskir neytendur njóti góðs af þeim. Brynjólfur Þór Guðmundsson -brynjolfur@frettabladid.is
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun