
Óhóf í heilsu
Á síðustu tímum hraða og neyslu er líka svo komið að áreitið á líkamann er mikið þótt með öðrum hætti sé en í gamla daga þegar fólk vann að stórum hluta líkamlega vinnu. Áreitið á líkamann í dag felst í löngum setum, rangri líkamsbeitingu og ekki síður margháttaðri óhollustu sem við látum ofan í okkur dag hvern. Maturinn sem við borðum er uppfullur af alls kyns aukaefnum sem sæta hann, salta eða skerpa bragð á annan hátt. Þá eru ótalin þau efni sem auka geymsluþol hans. Þessi efni eru áreiðanlega ekki holl líkama okkar og alls ekki sé þeirra neytt í miklu mæli.
Á móti þessum áhrifum vinnur heilsubylgjan. Þeir sem taka þátt í henni iðka holla útiveru og líkamsrækt og leitast við að borða hollan mat, mat sem laus er við aukaefnin. Og á meðan sumir efnast á því að setja á markað hraðsoðinn aukaefnamat eru aðrir sem hafa séð sér leik á borði og nota heilsubylgjuna sér til viðurværis, eðlilega.
Einn kimi heilsubylgjunnar er hreinsunaræðið. Nánast daglega dynja á okkur auglýsingar um alls kyns náttútulegar töflur, duft og vökva sem eiga að hjálpa til við hreinsun líkamans af allri óhollustunni sem við tökum inn dag hvern. Snyrtivöruframleiðendur hafa líka stokkið á þennan vagn og framleiða nú alls kyns hreinsilínur þar sem í auglýsingatexta er útskýrt hversu óhrein húðin sé af útblæstri og annarri mengun andrúmsloftsins.
Líklega er nálægt tuttugu ár síðan hreinsunarkúrar fóru að ryðja sér verulega til rúms, föstur, ýmist með tei eða grænmetissafa, sem eina fæði um daga eða vikna skeið og svo kúkanámskeið sérstök þar sem fólk drakk saltvatn allt hvað af tók og fékk svo stólpípu ef það dugði ekki til. Allt fyrir hreinsunina.
Í dag birtist hreinsunaræðið að sumu leyti í sams konar skyndilausnum og er að finna í skyndibitunum sjálfum sem óhreinindunum eiga að valda. Þessar lausnir felast þá í inntöku náttúrulegs hreinsunarefnis, ýmist í föstu formi eða fljótandi og iðulega tekur hreinsunin ekki nema nokkra daga, fólk er jú orðið svo lítið fyrir að bíða.
Eina birtingarmynd hreinsunaræðisins er svo að finna í raunveruleikasjónvarpsþáttum litlu konunnar sem fer heim til feita fólksins og býr til fjöll úr matnum sem það borðar í heila viku, gefur því svo stólpípu og fussar yfir saursýnum þess.
Ekki er annað hægt en að velta fyrir sér þeirri sjálfsmynd sem hefst upp úr því að lifa í samræmi við alla þessa hreinsun sem dregið er fram að við þurfum að undirgangast til að vera hraust og hress. Er hreinsunaræðið kannski hluti af þeirri sömu úrkynjun sem gerir að verkum að allt of stór hluti ungra stúlkna hefur þá sjálfsmynd að þær séu of feitar miðað við það sem ætlast er til? Það er dálaglegt ef ungt fólk situr uppi með þá sjálfsmynd að það þurfi að hætta að borða vegna þess að það hefur meiri hold en helstu súpermódel heims og telur líka að það verði reglulega að gangast undir hreinsun rétt eins og hundarnir í gamla daga.
Þróunin sem á sér stað í átt frá hinu náttúrulega til alls kyns gerviefna er vissulega áhyggjuefni. Hins vegar er örugglega skynsamlegra að reyna að hægja á þessari þróun og jafnvel snúa henni við að einhverju leyti en að lifa með því að þurfa reglulega að hreinsa sig af eiturefnum sem maður fyllir sig af þess á milli.
Steinunn Stefánsdóttir - steinunn@frettabladid.is
Skoðun

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Glötuðu tækifærin
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Sverrir Fannberg Júliusson skrifar

Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina!
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hvað eru Innri þróunarmarkmið?
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Hagur okkar allra
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?
Karl Guðmundsson skrifar

Smíðar eru nauðsyn
Einar Sverrisson skrifar

Nýsköpunarlandið
Elías Larsen skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Sérfræðingarnir
Sölvi Tryggvason skrifar

Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu
Arnþór Sigurðsson skrifar

Venjuleg kona úr Hveragerði
Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar

Hljóð og mynd fara ekki saman
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ertu að grínast með þinn lífsstíl?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Guðrún Hafsteins er leiðtogi
Eiður Welding skrifar

Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf
Hópur iðnaðarmanna skrifar

Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur
Kristín María Thoroddsen skrifar

Herleysið er okkar vörn
Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar

Raddir, kyn og kassar
Linda Björk Markúsardóttir skrifar

Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun
Helga Gísladóttir skrifar

Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR
Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Rödd friðar á móti sterkum her
Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar

Leiðtogi nýrra tíma
Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar

Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair?
Birgir Orri Ásgrímsson skrifar

Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir
Erna Bjarnadóttir skrifar

Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza
Kristján Þór Sigurðsson skrifar