Erum við sóðar? Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2005 00:01 Þegar stórsöngvarinn Placido Domingo yfirgaf landið okkar fyrir örfáum dögum eftir að hafa stigið á það fæti í fyrsta sinn dró hann andann djúpt og dásamaði landið fyrir hreinleika sinn og kyrrð. Nokkuð sem við Íslendingar viljum alveg örugglega heyra og trúa. Nú skulum við ekki ætla þessum dáða listamanni að fara með meðvituð falsyrði en ósjálfrátt varð manni hugsað til þess hvort hann væri nokkuð farinn að tapa sjón. Því þegar gengið er um stíga og ekið um stræti höfuðborgarinnar og nágrenni hennar þá blasir víða við þvílíkur sægur af rusli að til háborinnar skammar verður að teljast. Áratuga gamlar sögur sem maður heyrði um ruslið sem birtist í byggð á Grænlandi þegar snjóa leysir á vorin koma manni ósjálfrátt í hug en þar hafa menn þó þá afsökun að snjórinn hylur ósómann yfir veturinn og sorphirðan er efiðleikum bundin. Hér er ekki því til að dreifa. Snjórinn sem heilsaði um jól kvaddi í janúar. Við höfum því ekkert slíkt okkur til málsbóta heldur er eingöngu um að kenna sinnuleysi okkar um nánasta umhverfi og undarlegri stefnu borgarinnar í hreinsunarmálum. Verst er ástandið í grennd við söluturna og byggingarsvæði. Þar hafa plastumbúðir fengið að feykjast um eftir því sem vindar hafa blásið og virðast eiga að bíða þar eftir vorinu og unglingunum í bæjarvinnunni. Sem minnir á að sumsstaðar úti á landi hefur sá siður viðgengist að skólabörn úr ákveðnum bekkjum hafi ruslatínslu sem fjáröflunarstarf sem innt er af hendi á laugardagsmorgnum í hverri viku. Nokkuð sem væri hugsanlega hægt að taka upp í skólunum á höfuðborgarsvæðinu og gera að bæði uppeldislegum þætti og umhverfisvænum. Minnumst gömlu slagorðanna, götur eru ekki ruslafötur og hrein torg - fögur borg og förum eftir þeim. Það er ánægjulegt þegar erlendir gestir eins og Placido Domingo fara lofsamlegum orðum um landið okkar og heita því að koma aftur til að njóta hreinleika þess og annarra dásemda. Látum hann og aðra í sömu erindagjörðum ekki koma fýluferð. Tökum til. gun@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnþóra Gunnarsdóttir Í brennidepli Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þegar stórsöngvarinn Placido Domingo yfirgaf landið okkar fyrir örfáum dögum eftir að hafa stigið á það fæti í fyrsta sinn dró hann andann djúpt og dásamaði landið fyrir hreinleika sinn og kyrrð. Nokkuð sem við Íslendingar viljum alveg örugglega heyra og trúa. Nú skulum við ekki ætla þessum dáða listamanni að fara með meðvituð falsyrði en ósjálfrátt varð manni hugsað til þess hvort hann væri nokkuð farinn að tapa sjón. Því þegar gengið er um stíga og ekið um stræti höfuðborgarinnar og nágrenni hennar þá blasir víða við þvílíkur sægur af rusli að til háborinnar skammar verður að teljast. Áratuga gamlar sögur sem maður heyrði um ruslið sem birtist í byggð á Grænlandi þegar snjóa leysir á vorin koma manni ósjálfrátt í hug en þar hafa menn þó þá afsökun að snjórinn hylur ósómann yfir veturinn og sorphirðan er efiðleikum bundin. Hér er ekki því til að dreifa. Snjórinn sem heilsaði um jól kvaddi í janúar. Við höfum því ekkert slíkt okkur til málsbóta heldur er eingöngu um að kenna sinnuleysi okkar um nánasta umhverfi og undarlegri stefnu borgarinnar í hreinsunarmálum. Verst er ástandið í grennd við söluturna og byggingarsvæði. Þar hafa plastumbúðir fengið að feykjast um eftir því sem vindar hafa blásið og virðast eiga að bíða þar eftir vorinu og unglingunum í bæjarvinnunni. Sem minnir á að sumsstaðar úti á landi hefur sá siður viðgengist að skólabörn úr ákveðnum bekkjum hafi ruslatínslu sem fjáröflunarstarf sem innt er af hendi á laugardagsmorgnum í hverri viku. Nokkuð sem væri hugsanlega hægt að taka upp í skólunum á höfuðborgarsvæðinu og gera að bæði uppeldislegum þætti og umhverfisvænum. Minnumst gömlu slagorðanna, götur eru ekki ruslafötur og hrein torg - fögur borg og förum eftir þeim. Það er ánægjulegt þegar erlendir gestir eins og Placido Domingo fara lofsamlegum orðum um landið okkar og heita því að koma aftur til að njóta hreinleika þess og annarra dásemda. Látum hann og aðra í sömu erindagjörðum ekki koma fýluferð. Tökum til. gun@frettabladid.is
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun