1500 bandarískir hermenn fallnir 3. mars 2005 00:01 Meira en fimmtán hundruð bandarískir hermenn hafa nú týnt lífi í Írak en mannfall óbreyttra borgara er í það minnsta tífalt meira. Tvær bílsprengjur sprungu í landinu í gær og fórust þrír í tilræðunum. Neyðarlög munu ríkja áfram í landinu. Þrír bandarískir hermenn dóu í gær í átökum við uppreisnarmenn í Írak. Þar með hafa meira en 1500 bandarískir hermenn farist í landinu síðan innrásin var gerð fyrir tæpum tveimur árum. Síðan Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir 1. maí 2003 að stríðinu væri lokið hafa 1.364 dáið, þar af 1.030 í átökum. Búast má við að þrýstingur á stjórnina um að kalla hermennina heim muni vaxa ennþá meira enda er nú allt kapp á að þjálfa íraskar öryggissveitir svo þær geti tekið við löggæslu í landinu. Enn eru yfir 120.000 bandarískir hermenn í Írak. Engar nákvæmar tölur eru til yfir mannfall óbreyttra borgara síðan innrásin var gerð. Í haust áætlaði læknaritið Lancet að í það minnsta 100.000 manns hefðu farist en aðrar áætlanir gera ráð fyrir mun minna mannfalli. Breska stofnunin Iraqi Body Count telur að 16.000-18.000 óbreyttir borgarar hafi týnt lífi síðustu tvö árin. Tvær bílsprengjur sprungu fyrir utan innanríkisráðuneytið í Bagdad í gær og fórust að minnsta kosti tveir lögreglumenn og fimmtán særðust. Þá var gerð bílsprengjuárás á lögreglumenn í Baqouba, sextíu kílómetra norður af höfuðborginni, og fórust tveir. Þar af var einn lögreglumaður. Uppreisnarmenn beina spjótum sínum í æ ríkari mæli að íröskum lögreglumönnum og er skemmst að minnast tilræðisins í Hillah á mánudaginn en þá dóu 127 manns sem hugðust sækja um starf í öryggissveitunum. Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, tilkynnti í gær að neyðarlög muni gilda í landinu í einn mánuð í viðbót svo að tryggja megi öryggi borgaranna. Þau heimila stjórninni að setja á útgöngubönn og fangelsa fólk án dóms og laga. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Meira en fimmtán hundruð bandarískir hermenn hafa nú týnt lífi í Írak en mannfall óbreyttra borgara er í það minnsta tífalt meira. Tvær bílsprengjur sprungu í landinu í gær og fórust þrír í tilræðunum. Neyðarlög munu ríkja áfram í landinu. Þrír bandarískir hermenn dóu í gær í átökum við uppreisnarmenn í Írak. Þar með hafa meira en 1500 bandarískir hermenn farist í landinu síðan innrásin var gerð fyrir tæpum tveimur árum. Síðan Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir 1. maí 2003 að stríðinu væri lokið hafa 1.364 dáið, þar af 1.030 í átökum. Búast má við að þrýstingur á stjórnina um að kalla hermennina heim muni vaxa ennþá meira enda er nú allt kapp á að þjálfa íraskar öryggissveitir svo þær geti tekið við löggæslu í landinu. Enn eru yfir 120.000 bandarískir hermenn í Írak. Engar nákvæmar tölur eru til yfir mannfall óbreyttra borgara síðan innrásin var gerð. Í haust áætlaði læknaritið Lancet að í það minnsta 100.000 manns hefðu farist en aðrar áætlanir gera ráð fyrir mun minna mannfalli. Breska stofnunin Iraqi Body Count telur að 16.000-18.000 óbreyttir borgarar hafi týnt lífi síðustu tvö árin. Tvær bílsprengjur sprungu fyrir utan innanríkisráðuneytið í Bagdad í gær og fórust að minnsta kosti tveir lögreglumenn og fimmtán særðust. Þá var gerð bílsprengjuárás á lögreglumenn í Baqouba, sextíu kílómetra norður af höfuðborginni, og fórust tveir. Þar af var einn lögreglumaður. Uppreisnarmenn beina spjótum sínum í æ ríkari mæli að íröskum lögreglumönnum og er skemmst að minnast tilræðisins í Hillah á mánudaginn en þá dóu 127 manns sem hugðust sækja um starf í öryggissveitunum. Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, tilkynnti í gær að neyðarlög muni gilda í landinu í einn mánuð í viðbót svo að tryggja megi öryggi borgaranna. Þau heimila stjórninni að setja á útgöngubönn og fangelsa fólk án dóms og laga.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira