1500 bandarískir hermenn fallnir 3. mars 2005 00:01 Meira en fimmtán hundruð bandarískir hermenn hafa nú týnt lífi í Írak en mannfall óbreyttra borgara er í það minnsta tífalt meira. Tvær bílsprengjur sprungu í landinu í gær og fórust þrír í tilræðunum. Neyðarlög munu ríkja áfram í landinu. Þrír bandarískir hermenn dóu í gær í átökum við uppreisnarmenn í Írak. Þar með hafa meira en 1500 bandarískir hermenn farist í landinu síðan innrásin var gerð fyrir tæpum tveimur árum. Síðan Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir 1. maí 2003 að stríðinu væri lokið hafa 1.364 dáið, þar af 1.030 í átökum. Búast má við að þrýstingur á stjórnina um að kalla hermennina heim muni vaxa ennþá meira enda er nú allt kapp á að þjálfa íraskar öryggissveitir svo þær geti tekið við löggæslu í landinu. Enn eru yfir 120.000 bandarískir hermenn í Írak. Engar nákvæmar tölur eru til yfir mannfall óbreyttra borgara síðan innrásin var gerð. Í haust áætlaði læknaritið Lancet að í það minnsta 100.000 manns hefðu farist en aðrar áætlanir gera ráð fyrir mun minna mannfalli. Breska stofnunin Iraqi Body Count telur að 16.000-18.000 óbreyttir borgarar hafi týnt lífi síðustu tvö árin. Tvær bílsprengjur sprungu fyrir utan innanríkisráðuneytið í Bagdad í gær og fórust að minnsta kosti tveir lögreglumenn og fimmtán særðust. Þá var gerð bílsprengjuárás á lögreglumenn í Baqouba, sextíu kílómetra norður af höfuðborginni, og fórust tveir. Þar af var einn lögreglumaður. Uppreisnarmenn beina spjótum sínum í æ ríkari mæli að íröskum lögreglumönnum og er skemmst að minnast tilræðisins í Hillah á mánudaginn en þá dóu 127 manns sem hugðust sækja um starf í öryggissveitunum. Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, tilkynnti í gær að neyðarlög muni gilda í landinu í einn mánuð í viðbót svo að tryggja megi öryggi borgaranna. Þau heimila stjórninni að setja á útgöngubönn og fangelsa fólk án dóms og laga. Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Meira en fimmtán hundruð bandarískir hermenn hafa nú týnt lífi í Írak en mannfall óbreyttra borgara er í það minnsta tífalt meira. Tvær bílsprengjur sprungu í landinu í gær og fórust þrír í tilræðunum. Neyðarlög munu ríkja áfram í landinu. Þrír bandarískir hermenn dóu í gær í átökum við uppreisnarmenn í Írak. Þar með hafa meira en 1500 bandarískir hermenn farist í landinu síðan innrásin var gerð fyrir tæpum tveimur árum. Síðan Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir 1. maí 2003 að stríðinu væri lokið hafa 1.364 dáið, þar af 1.030 í átökum. Búast má við að þrýstingur á stjórnina um að kalla hermennina heim muni vaxa ennþá meira enda er nú allt kapp á að þjálfa íraskar öryggissveitir svo þær geti tekið við löggæslu í landinu. Enn eru yfir 120.000 bandarískir hermenn í Írak. Engar nákvæmar tölur eru til yfir mannfall óbreyttra borgara síðan innrásin var gerð. Í haust áætlaði læknaritið Lancet að í það minnsta 100.000 manns hefðu farist en aðrar áætlanir gera ráð fyrir mun minna mannfalli. Breska stofnunin Iraqi Body Count telur að 16.000-18.000 óbreyttir borgarar hafi týnt lífi síðustu tvö árin. Tvær bílsprengjur sprungu fyrir utan innanríkisráðuneytið í Bagdad í gær og fórust að minnsta kosti tveir lögreglumenn og fimmtán særðust. Þá var gerð bílsprengjuárás á lögreglumenn í Baqouba, sextíu kílómetra norður af höfuðborginni, og fórust tveir. Þar af var einn lögreglumaður. Uppreisnarmenn beina spjótum sínum í æ ríkari mæli að íröskum lögreglumönnum og er skemmst að minnast tilræðisins í Hillah á mánudaginn en þá dóu 127 manns sem hugðust sækja um starf í öryggissveitunum. Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, tilkynnti í gær að neyðarlög muni gilda í landinu í einn mánuð í viðbót svo að tryggja megi öryggi borgaranna. Þau heimila stjórninni að setja á útgöngubönn og fangelsa fólk án dóms og laga.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira