Afsláttur af græðginni? 1. desember 2004 00:01 Þegar Kristján Jóhannsson heldur tónleika í eigin nafni, kaupum við okkur inn á þá vegna þess að við erum stolt af honum. Þegar Kristján Jóhannsson kemur fram á tónleikum til styrktar góðu málefni, mætum við ekki bara til að hlusta á hann, heldur aðallega til þess að styrkja málefnið. Þótt við Íslendingar fleygjum ýmsum þjóðarsálar- og menningargersemum út í ystu myrkur í áráttukenndri viðleitni okkar til að vera menn með mönnum, þjóð meðal þjóða - erum við í hjarta okkar ein, stór fjölskylda. Allir okkar fjölmiðlar eiga það sameiginlegt að halda að okkur upplýsingum um þá sem illa staddir eru, eða minna mega sín, í formi frétta og viðtala. Sem þjóð erum við því afar meðvituð um þá sem lenda milli stafs og hurðar í því meinta velferðarþjóðfélagi sem við höfum komið okkur upp. Og sem betur fer eigum við ennþá til þá samúð sem er hverjum manni nauðsynleg til að verða ekki illmenni, hverri þjóð mikilvæg til þess að verða ekki pakk. Langveik börn og þeirra aðstandendur eru hópur sem við höfum mikla samúð með. Eðlilega. Og ekki bara til þess að friða samvisku okkar. Við erum svo fámenn að hver einasti einstaklingur í landinu þekkir fjölskyldu, eða er jafnvel í fjölskyldu, sem þarf að hlúa að langveiku barni, með tilheyrandi hlaupum á milli Heródesar og Pílatusar. Við höfum flest horft upp á það í okkar nánasta umhverfi hvað þessi örlög fela í sér. Við styrkjum þetta málefni vegna þess að við höfum samúð og viljum leggja okkar af mörkum - ekki síst þeir sem eiga barnaláni að fagna í eigin ranni. Það er nefnilega svo, að við berum samfélagslega ábyrgð á öllum börnum sem fæðast hér - og reyndar, ef allt væri eðlilegt, öllum börnum sem fæðast í heiminum. Það er því ekkert undarlegt að þjóðin gersamlega tryllist og spyrni við fótum, þegar upp kemst að til eru þeir Íslendingar sem eru orðnir svo frægir, svo miklar stjörnur, að þeir hafa tapað samúðinni - og leggja fram reikninga, fyrir þrjú kvöld, upp á tvöföld árslaun verkamanns, eða hálfs árs laun fiskverkakonu (hjá næstdýrasta söngvaranum). Það er að segja, eftir að gefinn hefur verið fyrsti afsláttur. Staðreyndin er sú að hluti af aðdáun þessarar þjóðar á sumum stórsöngvurum okkar, er vegna þess að við höfum álitið þá gott fólk fyrir að leggja sitt af mörkum til styrktar málefnum eins og langveikum börnum. Fyrir okkur hefur það verið merki um að það sé sama hversu stórir og frægir Íslendingar verða, þeir tapi aldrei samlíðaninni með Ástum Sóliljum þessa heims. Vissulega eiga allir að fá borgað fyrir vinnuna sína. Líka tónlistarmenn. Það er meira að segja sjálfsagt að þeir fái vel borgað (þeir hafa jú lagt á sig langt, erfitt og dýrt nám) - en það þarf að vera einhver glóra í galskapnum og græðginni. Það er yndislegt að við eignumst stjörnur sem heimurinn vill borga mikið fyrir að hlýða á - en það er sama hversu miklar stjörnur við verðum, við megum aldrei gleyma hvaðan við komum. Þótt hægt sé að skrifa háa reikninga úti um víðan völl, er betra að segja bara "nei" heldur en að leggja fram "sinn" taxta þegar málefni sem þjóðin lætur sig varða eru á döfinni. Annað hvort viljum við taka þátt í að styrkja málefnið, eða ekki. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Skoðun Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þegar Kristján Jóhannsson heldur tónleika í eigin nafni, kaupum við okkur inn á þá vegna þess að við erum stolt af honum. Þegar Kristján Jóhannsson kemur fram á tónleikum til styrktar góðu málefni, mætum við ekki bara til að hlusta á hann, heldur aðallega til þess að styrkja málefnið. Þótt við Íslendingar fleygjum ýmsum þjóðarsálar- og menningargersemum út í ystu myrkur í áráttukenndri viðleitni okkar til að vera menn með mönnum, þjóð meðal þjóða - erum við í hjarta okkar ein, stór fjölskylda. Allir okkar fjölmiðlar eiga það sameiginlegt að halda að okkur upplýsingum um þá sem illa staddir eru, eða minna mega sín, í formi frétta og viðtala. Sem þjóð erum við því afar meðvituð um þá sem lenda milli stafs og hurðar í því meinta velferðarþjóðfélagi sem við höfum komið okkur upp. Og sem betur fer eigum við ennþá til þá samúð sem er hverjum manni nauðsynleg til að verða ekki illmenni, hverri þjóð mikilvæg til þess að verða ekki pakk. Langveik börn og þeirra aðstandendur eru hópur sem við höfum mikla samúð með. Eðlilega. Og ekki bara til þess að friða samvisku okkar. Við erum svo fámenn að hver einasti einstaklingur í landinu þekkir fjölskyldu, eða er jafnvel í fjölskyldu, sem þarf að hlúa að langveiku barni, með tilheyrandi hlaupum á milli Heródesar og Pílatusar. Við höfum flest horft upp á það í okkar nánasta umhverfi hvað þessi örlög fela í sér. Við styrkjum þetta málefni vegna þess að við höfum samúð og viljum leggja okkar af mörkum - ekki síst þeir sem eiga barnaláni að fagna í eigin ranni. Það er nefnilega svo, að við berum samfélagslega ábyrgð á öllum börnum sem fæðast hér - og reyndar, ef allt væri eðlilegt, öllum börnum sem fæðast í heiminum. Það er því ekkert undarlegt að þjóðin gersamlega tryllist og spyrni við fótum, þegar upp kemst að til eru þeir Íslendingar sem eru orðnir svo frægir, svo miklar stjörnur, að þeir hafa tapað samúðinni - og leggja fram reikninga, fyrir þrjú kvöld, upp á tvöföld árslaun verkamanns, eða hálfs árs laun fiskverkakonu (hjá næstdýrasta söngvaranum). Það er að segja, eftir að gefinn hefur verið fyrsti afsláttur. Staðreyndin er sú að hluti af aðdáun þessarar þjóðar á sumum stórsöngvurum okkar, er vegna þess að við höfum álitið þá gott fólk fyrir að leggja sitt af mörkum til styrktar málefnum eins og langveikum börnum. Fyrir okkur hefur það verið merki um að það sé sama hversu stórir og frægir Íslendingar verða, þeir tapi aldrei samlíðaninni með Ástum Sóliljum þessa heims. Vissulega eiga allir að fá borgað fyrir vinnuna sína. Líka tónlistarmenn. Það er meira að segja sjálfsagt að þeir fái vel borgað (þeir hafa jú lagt á sig langt, erfitt og dýrt nám) - en það þarf að vera einhver glóra í galskapnum og græðginni. Það er yndislegt að við eignumst stjörnur sem heimurinn vill borga mikið fyrir að hlýða á - en það er sama hversu miklar stjörnur við verðum, við megum aldrei gleyma hvaðan við komum. Þótt hægt sé að skrifa háa reikninga úti um víðan völl, er betra að segja bara "nei" heldur en að leggja fram "sinn" taxta þegar málefni sem þjóðin lætur sig varða eru á döfinni. Annað hvort viljum við taka þátt í að styrkja málefnið, eða ekki. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir Skoðun