Afsláttur af græðginni? 1. desember 2004 00:01 Þegar Kristján Jóhannsson heldur tónleika í eigin nafni, kaupum við okkur inn á þá vegna þess að við erum stolt af honum. Þegar Kristján Jóhannsson kemur fram á tónleikum til styrktar góðu málefni, mætum við ekki bara til að hlusta á hann, heldur aðallega til þess að styrkja málefnið. Þótt við Íslendingar fleygjum ýmsum þjóðarsálar- og menningargersemum út í ystu myrkur í áráttukenndri viðleitni okkar til að vera menn með mönnum, þjóð meðal þjóða - erum við í hjarta okkar ein, stór fjölskylda. Allir okkar fjölmiðlar eiga það sameiginlegt að halda að okkur upplýsingum um þá sem illa staddir eru, eða minna mega sín, í formi frétta og viðtala. Sem þjóð erum við því afar meðvituð um þá sem lenda milli stafs og hurðar í því meinta velferðarþjóðfélagi sem við höfum komið okkur upp. Og sem betur fer eigum við ennþá til þá samúð sem er hverjum manni nauðsynleg til að verða ekki illmenni, hverri þjóð mikilvæg til þess að verða ekki pakk. Langveik börn og þeirra aðstandendur eru hópur sem við höfum mikla samúð með. Eðlilega. Og ekki bara til þess að friða samvisku okkar. Við erum svo fámenn að hver einasti einstaklingur í landinu þekkir fjölskyldu, eða er jafnvel í fjölskyldu, sem þarf að hlúa að langveiku barni, með tilheyrandi hlaupum á milli Heródesar og Pílatusar. Við höfum flest horft upp á það í okkar nánasta umhverfi hvað þessi örlög fela í sér. Við styrkjum þetta málefni vegna þess að við höfum samúð og viljum leggja okkar af mörkum - ekki síst þeir sem eiga barnaláni að fagna í eigin ranni. Það er nefnilega svo, að við berum samfélagslega ábyrgð á öllum börnum sem fæðast hér - og reyndar, ef allt væri eðlilegt, öllum börnum sem fæðast í heiminum. Það er því ekkert undarlegt að þjóðin gersamlega tryllist og spyrni við fótum, þegar upp kemst að til eru þeir Íslendingar sem eru orðnir svo frægir, svo miklar stjörnur, að þeir hafa tapað samúðinni - og leggja fram reikninga, fyrir þrjú kvöld, upp á tvöföld árslaun verkamanns, eða hálfs árs laun fiskverkakonu (hjá næstdýrasta söngvaranum). Það er að segja, eftir að gefinn hefur verið fyrsti afsláttur. Staðreyndin er sú að hluti af aðdáun þessarar þjóðar á sumum stórsöngvurum okkar, er vegna þess að við höfum álitið þá gott fólk fyrir að leggja sitt af mörkum til styrktar málefnum eins og langveikum börnum. Fyrir okkur hefur það verið merki um að það sé sama hversu stórir og frægir Íslendingar verða, þeir tapi aldrei samlíðaninni með Ástum Sóliljum þessa heims. Vissulega eiga allir að fá borgað fyrir vinnuna sína. Líka tónlistarmenn. Það er meira að segja sjálfsagt að þeir fái vel borgað (þeir hafa jú lagt á sig langt, erfitt og dýrt nám) - en það þarf að vera einhver glóra í galskapnum og græðginni. Það er yndislegt að við eignumst stjörnur sem heimurinn vill borga mikið fyrir að hlýða á - en það er sama hversu miklar stjörnur við verðum, við megum aldrei gleyma hvaðan við komum. Þótt hægt sé að skrifa háa reikninga úti um víðan völl, er betra að segja bara "nei" heldur en að leggja fram "sinn" taxta þegar málefni sem þjóðin lætur sig varða eru á döfinni. Annað hvort viljum við taka þátt í að styrkja málefnið, eða ekki. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þegar Kristján Jóhannsson heldur tónleika í eigin nafni, kaupum við okkur inn á þá vegna þess að við erum stolt af honum. Þegar Kristján Jóhannsson kemur fram á tónleikum til styrktar góðu málefni, mætum við ekki bara til að hlusta á hann, heldur aðallega til þess að styrkja málefnið. Þótt við Íslendingar fleygjum ýmsum þjóðarsálar- og menningargersemum út í ystu myrkur í áráttukenndri viðleitni okkar til að vera menn með mönnum, þjóð meðal þjóða - erum við í hjarta okkar ein, stór fjölskylda. Allir okkar fjölmiðlar eiga það sameiginlegt að halda að okkur upplýsingum um þá sem illa staddir eru, eða minna mega sín, í formi frétta og viðtala. Sem þjóð erum við því afar meðvituð um þá sem lenda milli stafs og hurðar í því meinta velferðarþjóðfélagi sem við höfum komið okkur upp. Og sem betur fer eigum við ennþá til þá samúð sem er hverjum manni nauðsynleg til að verða ekki illmenni, hverri þjóð mikilvæg til þess að verða ekki pakk. Langveik börn og þeirra aðstandendur eru hópur sem við höfum mikla samúð með. Eðlilega. Og ekki bara til þess að friða samvisku okkar. Við erum svo fámenn að hver einasti einstaklingur í landinu þekkir fjölskyldu, eða er jafnvel í fjölskyldu, sem þarf að hlúa að langveiku barni, með tilheyrandi hlaupum á milli Heródesar og Pílatusar. Við höfum flest horft upp á það í okkar nánasta umhverfi hvað þessi örlög fela í sér. Við styrkjum þetta málefni vegna þess að við höfum samúð og viljum leggja okkar af mörkum - ekki síst þeir sem eiga barnaláni að fagna í eigin ranni. Það er nefnilega svo, að við berum samfélagslega ábyrgð á öllum börnum sem fæðast hér - og reyndar, ef allt væri eðlilegt, öllum börnum sem fæðast í heiminum. Það er því ekkert undarlegt að þjóðin gersamlega tryllist og spyrni við fótum, þegar upp kemst að til eru þeir Íslendingar sem eru orðnir svo frægir, svo miklar stjörnur, að þeir hafa tapað samúðinni - og leggja fram reikninga, fyrir þrjú kvöld, upp á tvöföld árslaun verkamanns, eða hálfs árs laun fiskverkakonu (hjá næstdýrasta söngvaranum). Það er að segja, eftir að gefinn hefur verið fyrsti afsláttur. Staðreyndin er sú að hluti af aðdáun þessarar þjóðar á sumum stórsöngvurum okkar, er vegna þess að við höfum álitið þá gott fólk fyrir að leggja sitt af mörkum til styrktar málefnum eins og langveikum börnum. Fyrir okkur hefur það verið merki um að það sé sama hversu stórir og frægir Íslendingar verða, þeir tapi aldrei samlíðaninni með Ástum Sóliljum þessa heims. Vissulega eiga allir að fá borgað fyrir vinnuna sína. Líka tónlistarmenn. Það er meira að segja sjálfsagt að þeir fái vel borgað (þeir hafa jú lagt á sig langt, erfitt og dýrt nám) - en það þarf að vera einhver glóra í galskapnum og græðginni. Það er yndislegt að við eignumst stjörnur sem heimurinn vill borga mikið fyrir að hlýða á - en það er sama hversu miklar stjörnur við verðum, við megum aldrei gleyma hvaðan við komum. Þótt hægt sé að skrifa háa reikninga úti um víðan völl, er betra að segja bara "nei" heldur en að leggja fram "sinn" taxta þegar málefni sem þjóðin lætur sig varða eru á döfinni. Annað hvort viljum við taka þátt í að styrkja málefnið, eða ekki. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun