Afsláttur af græðginni? 1. desember 2004 00:01 Þegar Kristján Jóhannsson heldur tónleika í eigin nafni, kaupum við okkur inn á þá vegna þess að við erum stolt af honum. Þegar Kristján Jóhannsson kemur fram á tónleikum til styrktar góðu málefni, mætum við ekki bara til að hlusta á hann, heldur aðallega til þess að styrkja málefnið. Þótt við Íslendingar fleygjum ýmsum þjóðarsálar- og menningargersemum út í ystu myrkur í áráttukenndri viðleitni okkar til að vera menn með mönnum, þjóð meðal þjóða - erum við í hjarta okkar ein, stór fjölskylda. Allir okkar fjölmiðlar eiga það sameiginlegt að halda að okkur upplýsingum um þá sem illa staddir eru, eða minna mega sín, í formi frétta og viðtala. Sem þjóð erum við því afar meðvituð um þá sem lenda milli stafs og hurðar í því meinta velferðarþjóðfélagi sem við höfum komið okkur upp. Og sem betur fer eigum við ennþá til þá samúð sem er hverjum manni nauðsynleg til að verða ekki illmenni, hverri þjóð mikilvæg til þess að verða ekki pakk. Langveik börn og þeirra aðstandendur eru hópur sem við höfum mikla samúð með. Eðlilega. Og ekki bara til þess að friða samvisku okkar. Við erum svo fámenn að hver einasti einstaklingur í landinu þekkir fjölskyldu, eða er jafnvel í fjölskyldu, sem þarf að hlúa að langveiku barni, með tilheyrandi hlaupum á milli Heródesar og Pílatusar. Við höfum flest horft upp á það í okkar nánasta umhverfi hvað þessi örlög fela í sér. Við styrkjum þetta málefni vegna þess að við höfum samúð og viljum leggja okkar af mörkum - ekki síst þeir sem eiga barnaláni að fagna í eigin ranni. Það er nefnilega svo, að við berum samfélagslega ábyrgð á öllum börnum sem fæðast hér - og reyndar, ef allt væri eðlilegt, öllum börnum sem fæðast í heiminum. Það er því ekkert undarlegt að þjóðin gersamlega tryllist og spyrni við fótum, þegar upp kemst að til eru þeir Íslendingar sem eru orðnir svo frægir, svo miklar stjörnur, að þeir hafa tapað samúðinni - og leggja fram reikninga, fyrir þrjú kvöld, upp á tvöföld árslaun verkamanns, eða hálfs árs laun fiskverkakonu (hjá næstdýrasta söngvaranum). Það er að segja, eftir að gefinn hefur verið fyrsti afsláttur. Staðreyndin er sú að hluti af aðdáun þessarar þjóðar á sumum stórsöngvurum okkar, er vegna þess að við höfum álitið þá gott fólk fyrir að leggja sitt af mörkum til styrktar málefnum eins og langveikum börnum. Fyrir okkur hefur það verið merki um að það sé sama hversu stórir og frægir Íslendingar verða, þeir tapi aldrei samlíðaninni með Ástum Sóliljum þessa heims. Vissulega eiga allir að fá borgað fyrir vinnuna sína. Líka tónlistarmenn. Það er meira að segja sjálfsagt að þeir fái vel borgað (þeir hafa jú lagt á sig langt, erfitt og dýrt nám) - en það þarf að vera einhver glóra í galskapnum og græðginni. Það er yndislegt að við eignumst stjörnur sem heimurinn vill borga mikið fyrir að hlýða á - en það er sama hversu miklar stjörnur við verðum, við megum aldrei gleyma hvaðan við komum. Þótt hægt sé að skrifa háa reikninga úti um víðan völl, er betra að segja bara "nei" heldur en að leggja fram "sinn" taxta þegar málefni sem þjóðin lætur sig varða eru á döfinni. Annað hvort viljum við taka þátt í að styrkja málefnið, eða ekki. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Þegar Kristján Jóhannsson heldur tónleika í eigin nafni, kaupum við okkur inn á þá vegna þess að við erum stolt af honum. Þegar Kristján Jóhannsson kemur fram á tónleikum til styrktar góðu málefni, mætum við ekki bara til að hlusta á hann, heldur aðallega til þess að styrkja málefnið. Þótt við Íslendingar fleygjum ýmsum þjóðarsálar- og menningargersemum út í ystu myrkur í áráttukenndri viðleitni okkar til að vera menn með mönnum, þjóð meðal þjóða - erum við í hjarta okkar ein, stór fjölskylda. Allir okkar fjölmiðlar eiga það sameiginlegt að halda að okkur upplýsingum um þá sem illa staddir eru, eða minna mega sín, í formi frétta og viðtala. Sem þjóð erum við því afar meðvituð um þá sem lenda milli stafs og hurðar í því meinta velferðarþjóðfélagi sem við höfum komið okkur upp. Og sem betur fer eigum við ennþá til þá samúð sem er hverjum manni nauðsynleg til að verða ekki illmenni, hverri þjóð mikilvæg til þess að verða ekki pakk. Langveik börn og þeirra aðstandendur eru hópur sem við höfum mikla samúð með. Eðlilega. Og ekki bara til þess að friða samvisku okkar. Við erum svo fámenn að hver einasti einstaklingur í landinu þekkir fjölskyldu, eða er jafnvel í fjölskyldu, sem þarf að hlúa að langveiku barni, með tilheyrandi hlaupum á milli Heródesar og Pílatusar. Við höfum flest horft upp á það í okkar nánasta umhverfi hvað þessi örlög fela í sér. Við styrkjum þetta málefni vegna þess að við höfum samúð og viljum leggja okkar af mörkum - ekki síst þeir sem eiga barnaláni að fagna í eigin ranni. Það er nefnilega svo, að við berum samfélagslega ábyrgð á öllum börnum sem fæðast hér - og reyndar, ef allt væri eðlilegt, öllum börnum sem fæðast í heiminum. Það er því ekkert undarlegt að þjóðin gersamlega tryllist og spyrni við fótum, þegar upp kemst að til eru þeir Íslendingar sem eru orðnir svo frægir, svo miklar stjörnur, að þeir hafa tapað samúðinni - og leggja fram reikninga, fyrir þrjú kvöld, upp á tvöföld árslaun verkamanns, eða hálfs árs laun fiskverkakonu (hjá næstdýrasta söngvaranum). Það er að segja, eftir að gefinn hefur verið fyrsti afsláttur. Staðreyndin er sú að hluti af aðdáun þessarar þjóðar á sumum stórsöngvurum okkar, er vegna þess að við höfum álitið þá gott fólk fyrir að leggja sitt af mörkum til styrktar málefnum eins og langveikum börnum. Fyrir okkur hefur það verið merki um að það sé sama hversu stórir og frægir Íslendingar verða, þeir tapi aldrei samlíðaninni með Ástum Sóliljum þessa heims. Vissulega eiga allir að fá borgað fyrir vinnuna sína. Líka tónlistarmenn. Það er meira að segja sjálfsagt að þeir fái vel borgað (þeir hafa jú lagt á sig langt, erfitt og dýrt nám) - en það þarf að vera einhver glóra í galskapnum og græðginni. Það er yndislegt að við eignumst stjörnur sem heimurinn vill borga mikið fyrir að hlýða á - en það er sama hversu miklar stjörnur við verðum, við megum aldrei gleyma hvaðan við komum. Þótt hægt sé að skrifa háa reikninga úti um víðan völl, er betra að segja bara "nei" heldur en að leggja fram "sinn" taxta þegar málefni sem þjóðin lætur sig varða eru á döfinni. Annað hvort viljum við taka þátt í að styrkja málefnið, eða ekki. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun