Viðskiptin í samráði við Kauphöll 2. september 2004 00:01 Viðskipti Burðaráss og Orra Vigfússonar, bankaráðsmanns í Íslandsbanka, eru harðlega gagnrýnd úti á markaðnum. Kauphöllin gerði athugasemdir við viðskiptin, en taldi leiðrétta tilkynningu viðunandi. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar sagði að aðrir þættir viðskiptanna og eðli samningsins væru á verksviði Fjármálaeftirlitsins. Kauphöllin beindi því málinu þangað. Gagnrýnin beinist fyrst og fremst að því að fjárfestar hafi ekki verið upplýstir um hver bæri áhættu af bréfunum. Niðurstaðan er sú að Burðarás fær bréfin til baka á verði sem er langt undir núverandi markaðsgengi. Áhættan af breytingum á gengi bréfanna lá því allan tímann hjá Burðarási, en ekki hjá Orra eins og ætla mátti. Í kjölfarið hafa einnig verið settar fram spurningar um hvernig Íslandsbankabréfin voru bókfærð hjá Burðarási. Friðrik Jóhannsson forstjóri Burðaráss segir að farið hafi verið að öllum reglum varðandi viðskiptin og færslu þeirra í bókum félagsins. "Reikningsskil félagsins eru rétt og það þarf vart að ansa dylgjum um slíkt," segir Friðrik. "Við seldum bréfin á háu gengi í byrjun. Gengi sem var yfir markaðsgengi. Við töldum eftir samtal við Orra að hann gæti fengið erlenda fjárfesta að eignarhaldsfélagi sínu. Það gekk bara ekki eftir." Friðrik segir viðskiptin hafa verið með eðlilegum hætti. "Við höfðum samráð við Kauphöllina um tilkynninguna og þeir töldu hana í lagi. Svo skiptu þeir um skoðun sem er ekkert óeðlilegt." Friðrik segir að aðilar viðskiptanna hafi þegar komið til móts við Kauphöllina og sent nýja tilkynningu í samræmi við kröfur hennar. "Það var auðsótt mál af okkar hálfu að senda nýja tilkynningu." Fjármálaeftirlitið skoðar nú þessi viðskipti og fleiri þætti í sambandi við eignarhald Íslandsbanka. Þrír voru með stóra eignarhluti í framvirkum samningum í bankanum, auk Orra, eignarhaldsfélag í eigu Karls Wernerssonar og systkina hans. Það félag er komið yfir tíu prósenta hlut og fer því sjálfkrafa til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu. Helgi Magnússon er einnig með framvirkan samning við Landsbankann um eignarhlut í bankanum. Honum var flaggað á sínum tíma og fyrir liggja allar upplýsingar um áhættu hvors aðila um sig af viðskiptunum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Viðskipti Burðaráss og Orra Vigfússonar, bankaráðsmanns í Íslandsbanka, eru harðlega gagnrýnd úti á markaðnum. Kauphöllin gerði athugasemdir við viðskiptin, en taldi leiðrétta tilkynningu viðunandi. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar sagði að aðrir þættir viðskiptanna og eðli samningsins væru á verksviði Fjármálaeftirlitsins. Kauphöllin beindi því málinu þangað. Gagnrýnin beinist fyrst og fremst að því að fjárfestar hafi ekki verið upplýstir um hver bæri áhættu af bréfunum. Niðurstaðan er sú að Burðarás fær bréfin til baka á verði sem er langt undir núverandi markaðsgengi. Áhættan af breytingum á gengi bréfanna lá því allan tímann hjá Burðarási, en ekki hjá Orra eins og ætla mátti. Í kjölfarið hafa einnig verið settar fram spurningar um hvernig Íslandsbankabréfin voru bókfærð hjá Burðarási. Friðrik Jóhannsson forstjóri Burðaráss segir að farið hafi verið að öllum reglum varðandi viðskiptin og færslu þeirra í bókum félagsins. "Reikningsskil félagsins eru rétt og það þarf vart að ansa dylgjum um slíkt," segir Friðrik. "Við seldum bréfin á háu gengi í byrjun. Gengi sem var yfir markaðsgengi. Við töldum eftir samtal við Orra að hann gæti fengið erlenda fjárfesta að eignarhaldsfélagi sínu. Það gekk bara ekki eftir." Friðrik segir viðskiptin hafa verið með eðlilegum hætti. "Við höfðum samráð við Kauphöllina um tilkynninguna og þeir töldu hana í lagi. Svo skiptu þeir um skoðun sem er ekkert óeðlilegt." Friðrik segir að aðilar viðskiptanna hafi þegar komið til móts við Kauphöllina og sent nýja tilkynningu í samræmi við kröfur hennar. "Það var auðsótt mál af okkar hálfu að senda nýja tilkynningu." Fjármálaeftirlitið skoðar nú þessi viðskipti og fleiri þætti í sambandi við eignarhald Íslandsbanka. Þrír voru með stóra eignarhluti í framvirkum samningum í bankanum, auk Orra, eignarhaldsfélag í eigu Karls Wernerssonar og systkina hans. Það félag er komið yfir tíu prósenta hlut og fer því sjálfkrafa til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu. Helgi Magnússon er einnig með framvirkan samning við Landsbankann um eignarhlut í bankanum. Honum var flaggað á sínum tíma og fyrir liggja allar upplýsingar um áhættu hvors aðila um sig af viðskiptunum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira