Viðskipti

Ís­land verði leiðandi í þróun varna og við­skipta á Norður­slóðum

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vill að Ísland sé ekki aðeins þátttakandi heldur gegni leiðandi hlutverki um þróun viðskipta og hvernig varnarmálum verði háttað á Norðurslóðum. Þjóðaröryggisráð kemur saman í dag til að ræða drónaárásir og aðrar fjölþáttaógnir en viðfangsefnið var fyrirferðarmikið á leiðtogafundi sem hún sótti í Danmörku í gær. Kristrún segist þó ekki aðeins hafa mætt til Kaupmannahafnar til að ræða varnarmál.

Viðskipti innlent

Segja falda launa­upp­bót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins

Níu af hverjum tíu ríkisstofnunum greiða starfsfólki svokallaða fasta yfirvinnu, það er laun fyrir ótímamælda yfirvinnu. Þá er slíkt fyrirkomulag algengast hjá ráðuneytum og stjórnsýslustofnunum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs sem telur tímabært að taka á fyrirkomulaginu og greiða einungis fyrir tímamælda yfirvinnu.

Viðskipti innlent

Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug

Fyrrverandi forstjóri Play segir eðilegt að sögusagnir og getgátur fari á flug þegar stórt og þekkt félag fellur. Fólk telji að að baki maltneska dótturfélagi Play sé mikil og úthugsuð flétta. Málið sé þó allt mun einfaldara og því miður dapurlegra en kenningarnar bera með sér.

Viðskipti innlent

Einn stofn­enda Play og Leifur í fram­kvæmda­stjórn Icelandair

Staða framkvæmdastjóra rekstrar hjá Icelandair hefur verið lögð niður og tvö svið sem heyrðu undir hann heyra nú beint undir forstjóra. Samhliða því taka Leifur Guðmundsson og Arnar Már Magnússon sæti í framkvæmdastjórn. Arnar Már var einn af stofnendum Play og gengdi bæði stöðu forstjóra og framkvæmdastjóra rekstrar þar á bæ.

Viðskipti innlent

Ei­ríkur Orri til Ofar

Tæknifyrirtækið Ofar hefur ráðið Eirík Orra Agnarsson sem viðskiptastjóra nýs sviðs, Heilbrigðislausna, þar sem hann mun meðal annars leiða uppbyggingu og starfsemi Canon Medical á Íslandi.

Viðskipti innlent

Segir stjórn­endur ætla að skilja skuldirnar eftir á Ís­landi

Flugöryggissérfræðingur sem vann hjá bæði WOW og Play segir að fyrrnefnda félagið hafi hugsað betur um starfsfólk sitt en hið síðarnefnda. Það hafi einkum orðið ljóst eftir breytingar á stjórn Play í fyrra. Hún sakar stjórnendur Play um að reyna að skilja skuldirnar eftir á Íslandi og hefja rekstur upp á nýtt á Möltu.

Viðskipti innlent

„Við munum gæta réttar kröfu­hafa í hví­vetna“

Arnar Þór Stefánsson og Unnur Lilja Hermannsdóttir, sem skipuð voru skiptastjórar þrotabús Play í gær segja að skipti búsins séu á algjörum byrjunarreit. Tveimur kröfum hafi þegar verið lýst í búið en eftir eigi að auglýsa eftir kröfum. Kröfulýsingarfrestur verði að öllum líkindum fjórir mánuðir. Þau gera ráð fyrir því að skiptin verði yfir hausamótunum á þeim næstu misseri og benda á að skiptum á þrotabúi Wow air er ekki enn lokið, rúmum sex árum eftir gjaldþrot.

Viðskipti innlent

Við­kvæm staða í björgunar­að­gerðum Play Europe

Skuldabréfaeigendur í Play keppast nú við að bjarga dótturfélagi flugfélagsins á Möltu með því að ná samningum á ný við flugvélaleigusala svo starfsemin geti haldið þar áfram. Í upptöku  af starfsmannafundi dótturfélagsins á Möltu sem fréttastofu hefur undir höndum kemur fram að leigusalarnir hafi kippt að sér höndum við fall Play á Íslandi og staðan sé flókin.

Viðskipti innlent

Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu

Halldór Guðfinnsson, flugrekstrarstjóri Play og maltneska dótturfélagsins, fékk uppsagnarbréf hvað íslenska félagið varðar afhent fimmtán mínútum eftir starfsmannafund maltneska félagsins og sagði í kjölfarið upp störfum á Möltu. Á fundinum sagði hann að hann væri einn tveggja starfsmanna félagsins á Íslandi sem héldi vinnunni og hann væri viss um að starfsemin á Möltu væri fjármögnuð.

Viðskipti innlent

Sahara og Olís til­nefnd til tvennra al­þjóð­legra verð­launa

Auglýsingastofan Sahara og Olís hafa verið tilnefnd til  European Paid Media Awards 2025 fyrir herferðina Sumarleikur Olís 2024. Í tilkynningu segir að herferðin sé tilnefnd í tveimur flokkum: Paid Media Campaign of the Year og Paid Social Campaign of the Year, fyrir það sem kallað er „Engaging Gamification for Brand Loyalty“ á vefsíðu verðlaunanna.

Viðskipti innlent

Hreinsun þakrenna fyrir­byggir skemmdir

Haustið er tími fjúkandi laufa og rigninga og þá fer álagið að aukast á þakrennum landsmanna. Ágúst Ármann, framkvæmdastjóri Skrúbb, segir mikilvægt að sinna reglulegu viðhaldi svo forðast megi kostnaðarsamar skemmdir. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum sérhæft sig í hreinsun, viðgerðum og skiptum á rennum fyrir einstaklinga og húsfélög.

Samstarf