Viðskipti erlent Járnblendiverksmiðjan í kínverska eigu Viðskipti með hlutabréf í norska iðnaðarrisanum Orkla voru stöðvuð um tíma í kauphöllinni í Osló í morgun. Þetta gerðist eftir að Orkla staðfesti samningaviðræður við kínverska félagið China National Bluestar um kaup þess á Elkem, þar á meðal járnblendiverksmiðju þess á Grundartanga. Viðskipti erlent 10.1.2011 10:03 Veruleg aukning í jólasölu Magasin du Nord Veruleg aukning varð á jólasölu Magasin du Nord í Kaupmannahöfn í fyrra miðað við árið á undan. Breska verslunarkeðjan Debenhams rekur nú Magasin. Viðskipti erlent 10.1.2011 09:37 DuPont gerir 740 milljarða tilboð í Danisco Bandaríski efnarisinn DuPont hefur gert 6,3 milljarða dollara eða rúmlega 740 milljarða kr. tilboð í danska matvælafyrirtækið Danisco. Danisco framleiðir m.a. ýmis aukaefni og ensím til matvælagerðar og segir DuPont að framleiðsla Danisco passi vel við starfsemi sína. Viðskipti erlent 10.1.2011 08:55 Álverðið komið yfir 2.500 dollara á tonnið Miklar hækkanir hafa verið á heimsmarkaðsverði á áli undanfarnar vikur og er það nú komið í 2.501 dollara fyrir tonnið á málmmarkaðinum í London (LME) miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Viðskipti erlent 10.1.2011 08:15 Rífandi gangur hjá House of Fraser Rífandi gangur var í jólaversluninni hjá bresku tískuverslunarkeðjunni House of Fraser. Salan jókst um 8,5% á síðustu fimm vikunum fyrir jólin miðað við sama tímabil árið áður. John King forstjóri keðjunnar segir að ef veðrið hefði ekki verið eins slæmt og raun bar vitni hefði mátt mæla aukninguna í tveggja stafa tölu. Viðskipti erlent 10.1.2011 08:01 Borguðu þó nokkra milljarða fyrir Hotel D´Angleterre Viðskiptablaðið Börsen segir að kaupverðið sem Henning Remmen og fjölskylda borguðu skilanefnd Landsbankans fyrir Hotel D´Angleterre hlaupi á einhverjum hundruðum milljóna danskra kr. eða a.m.k. að sex til átta milljarða kr. Þetta hefur blaðið hefur heimildum úr danska hótelgeiranum. Viðskipti erlent 7.1.2011 08:39 Bill Gates ekki lengur ríkasti maður heimsins Bill Gates stofnandi Microsoft er ekki lengur ríkasti maður heimsins samkvæmt árlegum lista Forbes tímaritsins. Viðskipti erlent 7.1.2011 07:50 Óveðrið gæti kostað flugfélagið marga milljarða króna Óveðrið í Bretlandi og víðar í Evrópu í desember gæti hafa kostað British Airwyas 50 milljónir sterlingspunda. Farþegum á vegum flugfélagsins fækkaði verulega miðað við sama tíma fyrir ári, vegna snjókomu og íss. Hundruð flugferða á vegum BA var aflýst og mörgum flugvöllum í Bretlandi, Evrópu og Norður Ameríku var lokað. Farþegar á vegum flugfélagsins voru 2,1 milljón nú í desember en voru 2,4 milljónir fyrir ári. Viðskipti erlent 6.1.2011 22:31 Norskt námufélag finnur gull á Svalbarða Norska námufélagið Store Norske hefur fundið gull á Svalbarða. Þetta kemur fram í frétt frá fréttastofunni NTB. Viðskipti erlent 6.1.2011 09:49 Matvælaverð aldrei hærra Heimsmarkaðsverð á mat hefur aldrei mælst hærra en í desember síðastliðnum, samkvæmt mælingum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Verðið er nú hærra en það var árið 2008, þegar uppþot brutust út í nokkrum löndum vegna verðhækkana á mat. Viðskipti erlent 6.1.2011 06:00 Telur evruna lifa af Evrulöndin munu að öllum líkindum halda myntsamstarfinu gangandi þrátt fyrir erfiðleika í kjölfar fjármálakreppunnar. Ekki er þó útilokað að Grikkland lendi í greiðsluþroti og að einstök ríki lendi í frekari vandræðum. Viðskipti erlent 6.1.2011 00:01 Leifur Eiríksson hannaður fyrir mjög erfið skilyrði Olíuborpallurinn Leifur Eiríksson er smíðaður til að athafna sig við mjög erfið skilyrði. Hann getur þannig borað eftir olíu þar sem hafsdýpi er allt að 2.300 metrar, og við miklar frosthörkur. Viðskipti erlent 5.1.2011 11:07 Cairn borar fjórar holur eftir olíu við Grænland Breska olíufélagið Cairn Energy hefur leigt tvo olíuborpalla og ætlar sér að bora fjórar tilraunaholur eftir olíu undan ströndum Grænlands á komandi sumri. Svo skemmtilega vill til að annar borpallurinn ber heitið Leifur Eiríksson. Viðskipti erlent 5.1.2011 09:23 Vísbendingar um að há laun gangi í arf Nýjar upplýsingar frá efnahagsráði dönsku verkalýðsfélaganna benda til að há laun gangi í arf. Viðskipti erlent 5.1.2011 07:48 Hækkandi olíuverð ógnar efnahagsbata í heiminum Síhækkandi heimsmarkaðsverð á olíu ógnar nú brothættum efnahagsbata í löndum víða um heiminn, að mati Alþjóðlegu orkustofnunarinnar IEA. Viðskipti erlent 5.1.2011 07:24 Útflutningur jókst um 20 prósent Verðmæti útfluttra sjávarafurða frá Noregi jókst sjöunda árið í röð í fyrra og nam þá um 1.100 milljörðum íslenskra króna sem er um 20 prósenta aukning frá 2009. Frakklands- og Rússlandsmarkaðir eru stærstu útflutningsmarkaðir norsks sjávarútvegs. Viðskipti erlent 5.1.2011 05:00 Konur eyða átta mánuðum af ævi sinni í að finna besta "dílinn" Meðalkonan í Bretlandi eyðir átta mánuðum á lífi sínu í það að finna góðan "díl" í verslunum. Þetta leiðir ný rannsókn í ljós en í henni voru verslunarvenjur 4000 kvenna rannsakaðar í þaula. Að meðaltali eyðir kona um 20 mínútum í að skoða föt í hverri verslunarferð og flestar konur fara í fataverslanir átta sinnum í mánuði, samkvæmt rannsókninni. Viðskipti erlent 4.1.2011 21:30 Flóðin í Ástralíu hafa áhrif á stálframleiðslu heimsins Hin gríðarmiklu flóð sem verið hafa í Queensland í Ástralíu síðustu daga geta haft áhrif á stálverð í heiminum til langs tíma. Ástæðan er sú að framleiðsla hefur stöðvast í stórum hluta kolanáma héraðsins en kol úr námunum eru notuð til þess að keyra helming allra stálvera heimsins. Sérfræðingar segja þó enn of snemmt að spá fyrir um áhrif flóðanna, það fari eftir hve lengi þau munu standa. Viðskipti erlent 4.1.2011 16:30 Markaðsvirði Facebook metið á tæpa 6.000 milljarða Facebook hefur aflað sér 500 milljóna dollara eða um 58 milljarða króna, með útgáfu nýs hlutafjár. Viðskipti erlent 3.1.2011 09:57 Dönsk stjórnvöld íhuga að greiða út eftirlaunin Dönsk stjórnvöld hafa áhuga á því að afnema svokölluð eftirlaun, eða efterlönsbidrag, og greiða þau út til dansks launafólks. Viðskipti erlent 3.1.2011 09:49 Gamlir peningaseðlar seljast eins og heitar lummur Gamlir peningaseðlar er nú orðnir helsta söluvaran á minjagripamarkaðnum í Zimbawe. Það er einkum 100 trilljóna dollara seðilinn sem er vinsæll en trilljón er milljón milljónir. Viðskipti erlent 3.1.2011 07:25 Vilja ekki láta Kaupþingsgögn af hendi Eigendur Havilland Banka, sem áður var Kaupþing í Lúxemborg, reyna nú hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að skjöl sem fundust í lögreglurannsókn á bankanum verði látin af hendi. Viðskipti erlent 2.1.2011 12:32 Mannkynið nær 7 milljörðum á árinu Mannkynið mun ná sjö milljörðum á þessu ári samkvæmt mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna. Þetta vekur sérstakan óhug í brjóstum margra enda hefur mankynið fjölgað sér með ógnarhraða undanfarin áratug. Viðskipti erlent 2.1.2011 10:45 Eistar með evru Eistar tóku upp evru í dag og varð Eistland þar með sautjánda aðildarríki myntbandalags Evrópusambandsins. Eistar leggja þar með gjaldmiðlinum kroon. Þrátt fyrir áhyggjur af stöðu evrusvæðisins nýtur upptaka evrunnar mikils stuðnings meðal eisnesku þjóðarinnar. Viðskipti erlent 1.1.2011 21:00 Jon Bon Jovi þénaði mest Bandaríski tónlistarmaðurinn Jon Bon Jovi þénaði mest á tónleikum á árinu eða rúmlega 200 milljónir. Hljómsveit hans tróð upp 80 sinnum á árinu. Viðskipti erlent 30.12.2010 07:52 Stjórnarformaður BAA segir úrbóta þörf vegna óveðursins Sir Nigel Rudd, stjórnarformaður BAA sem á Heathrow flugvöll í Bretlandi, segir að eigendur fyrirtækisins verði að samþykkja viðbrögð hans við ábendingum vegna ringulreiðar á Heathrow flugvelli í síðustu viku. Ellegar segi hann af sér stjórnarformennsku. Viðskipti erlent 26.12.2010 16:05 Meira keypt á Netinu en áður Mikil aukning virðist hafa orðið á verslun á Internetinu fyrir jólin víðs vegar um heiminn. Þetta á við um Ástralíu, Evrópu, Asíu og Bandaríkin, að því er fram kemur á danska viðskiptavefnum epn.dk. Viðskipti erlent 26.12.2010 13:22 Útivinnandi mæðrum fjölgar Um 2,2 milljónir breskra mæðra eru útivinnandi og eru mæður farnar að skilja börn allt niður í sex mánaða gömul við sig til að sinna vinnu. Á fréttavef Daily Mail segir að þetta sé til marks um hversu mikið hafi þrengt að breskum fjölskyldum. Viðskipti erlent 25.12.2010 12:16 Bill Gates orðinn viðskiptafélagi Kaupþings Bill Gates, stofandi Microsoft og auðugasti maður heimsins, er orðinn viðskiptafélagi slitastjórnar Kaupþings í gegnum bresku íþróttavörukeðjuna JJB Sports. Samkvæmt tilkynningu frá JJB Sports hefur Bill and Melinda Gates Foundation Trust ákveðið að taka þátt í að styrkja fjárhagslegan grundvöll JJB Sports um 31,5 milljón punda eða um 5,7 milljarða kr. Viðskipti erlent 25.12.2010 12:07 Ferðamönnum fjölgar í Bretlandi Ferðamönnum í Bretlandi mun fjölga um 300 þúsund á næsta ári, samkvæmt áætlunum VisitBritain, sem er bresk ferðamálastofnun. Viðskipti erlent 25.12.2010 11:46 « ‹ 242 243 244 245 246 247 248 249 250 … 334 ›
Járnblendiverksmiðjan í kínverska eigu Viðskipti með hlutabréf í norska iðnaðarrisanum Orkla voru stöðvuð um tíma í kauphöllinni í Osló í morgun. Þetta gerðist eftir að Orkla staðfesti samningaviðræður við kínverska félagið China National Bluestar um kaup þess á Elkem, þar á meðal járnblendiverksmiðju þess á Grundartanga. Viðskipti erlent 10.1.2011 10:03
Veruleg aukning í jólasölu Magasin du Nord Veruleg aukning varð á jólasölu Magasin du Nord í Kaupmannahöfn í fyrra miðað við árið á undan. Breska verslunarkeðjan Debenhams rekur nú Magasin. Viðskipti erlent 10.1.2011 09:37
DuPont gerir 740 milljarða tilboð í Danisco Bandaríski efnarisinn DuPont hefur gert 6,3 milljarða dollara eða rúmlega 740 milljarða kr. tilboð í danska matvælafyrirtækið Danisco. Danisco framleiðir m.a. ýmis aukaefni og ensím til matvælagerðar og segir DuPont að framleiðsla Danisco passi vel við starfsemi sína. Viðskipti erlent 10.1.2011 08:55
Álverðið komið yfir 2.500 dollara á tonnið Miklar hækkanir hafa verið á heimsmarkaðsverði á áli undanfarnar vikur og er það nú komið í 2.501 dollara fyrir tonnið á málmmarkaðinum í London (LME) miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Viðskipti erlent 10.1.2011 08:15
Rífandi gangur hjá House of Fraser Rífandi gangur var í jólaversluninni hjá bresku tískuverslunarkeðjunni House of Fraser. Salan jókst um 8,5% á síðustu fimm vikunum fyrir jólin miðað við sama tímabil árið áður. John King forstjóri keðjunnar segir að ef veðrið hefði ekki verið eins slæmt og raun bar vitni hefði mátt mæla aukninguna í tveggja stafa tölu. Viðskipti erlent 10.1.2011 08:01
Borguðu þó nokkra milljarða fyrir Hotel D´Angleterre Viðskiptablaðið Börsen segir að kaupverðið sem Henning Remmen og fjölskylda borguðu skilanefnd Landsbankans fyrir Hotel D´Angleterre hlaupi á einhverjum hundruðum milljóna danskra kr. eða a.m.k. að sex til átta milljarða kr. Þetta hefur blaðið hefur heimildum úr danska hótelgeiranum. Viðskipti erlent 7.1.2011 08:39
Bill Gates ekki lengur ríkasti maður heimsins Bill Gates stofnandi Microsoft er ekki lengur ríkasti maður heimsins samkvæmt árlegum lista Forbes tímaritsins. Viðskipti erlent 7.1.2011 07:50
Óveðrið gæti kostað flugfélagið marga milljarða króna Óveðrið í Bretlandi og víðar í Evrópu í desember gæti hafa kostað British Airwyas 50 milljónir sterlingspunda. Farþegum á vegum flugfélagsins fækkaði verulega miðað við sama tíma fyrir ári, vegna snjókomu og íss. Hundruð flugferða á vegum BA var aflýst og mörgum flugvöllum í Bretlandi, Evrópu og Norður Ameríku var lokað. Farþegar á vegum flugfélagsins voru 2,1 milljón nú í desember en voru 2,4 milljónir fyrir ári. Viðskipti erlent 6.1.2011 22:31
Norskt námufélag finnur gull á Svalbarða Norska námufélagið Store Norske hefur fundið gull á Svalbarða. Þetta kemur fram í frétt frá fréttastofunni NTB. Viðskipti erlent 6.1.2011 09:49
Matvælaverð aldrei hærra Heimsmarkaðsverð á mat hefur aldrei mælst hærra en í desember síðastliðnum, samkvæmt mælingum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Verðið er nú hærra en það var árið 2008, þegar uppþot brutust út í nokkrum löndum vegna verðhækkana á mat. Viðskipti erlent 6.1.2011 06:00
Telur evruna lifa af Evrulöndin munu að öllum líkindum halda myntsamstarfinu gangandi þrátt fyrir erfiðleika í kjölfar fjármálakreppunnar. Ekki er þó útilokað að Grikkland lendi í greiðsluþroti og að einstök ríki lendi í frekari vandræðum. Viðskipti erlent 6.1.2011 00:01
Leifur Eiríksson hannaður fyrir mjög erfið skilyrði Olíuborpallurinn Leifur Eiríksson er smíðaður til að athafna sig við mjög erfið skilyrði. Hann getur þannig borað eftir olíu þar sem hafsdýpi er allt að 2.300 metrar, og við miklar frosthörkur. Viðskipti erlent 5.1.2011 11:07
Cairn borar fjórar holur eftir olíu við Grænland Breska olíufélagið Cairn Energy hefur leigt tvo olíuborpalla og ætlar sér að bora fjórar tilraunaholur eftir olíu undan ströndum Grænlands á komandi sumri. Svo skemmtilega vill til að annar borpallurinn ber heitið Leifur Eiríksson. Viðskipti erlent 5.1.2011 09:23
Vísbendingar um að há laun gangi í arf Nýjar upplýsingar frá efnahagsráði dönsku verkalýðsfélaganna benda til að há laun gangi í arf. Viðskipti erlent 5.1.2011 07:48
Hækkandi olíuverð ógnar efnahagsbata í heiminum Síhækkandi heimsmarkaðsverð á olíu ógnar nú brothættum efnahagsbata í löndum víða um heiminn, að mati Alþjóðlegu orkustofnunarinnar IEA. Viðskipti erlent 5.1.2011 07:24
Útflutningur jókst um 20 prósent Verðmæti útfluttra sjávarafurða frá Noregi jókst sjöunda árið í röð í fyrra og nam þá um 1.100 milljörðum íslenskra króna sem er um 20 prósenta aukning frá 2009. Frakklands- og Rússlandsmarkaðir eru stærstu útflutningsmarkaðir norsks sjávarútvegs. Viðskipti erlent 5.1.2011 05:00
Konur eyða átta mánuðum af ævi sinni í að finna besta "dílinn" Meðalkonan í Bretlandi eyðir átta mánuðum á lífi sínu í það að finna góðan "díl" í verslunum. Þetta leiðir ný rannsókn í ljós en í henni voru verslunarvenjur 4000 kvenna rannsakaðar í þaula. Að meðaltali eyðir kona um 20 mínútum í að skoða föt í hverri verslunarferð og flestar konur fara í fataverslanir átta sinnum í mánuði, samkvæmt rannsókninni. Viðskipti erlent 4.1.2011 21:30
Flóðin í Ástralíu hafa áhrif á stálframleiðslu heimsins Hin gríðarmiklu flóð sem verið hafa í Queensland í Ástralíu síðustu daga geta haft áhrif á stálverð í heiminum til langs tíma. Ástæðan er sú að framleiðsla hefur stöðvast í stórum hluta kolanáma héraðsins en kol úr námunum eru notuð til þess að keyra helming allra stálvera heimsins. Sérfræðingar segja þó enn of snemmt að spá fyrir um áhrif flóðanna, það fari eftir hve lengi þau munu standa. Viðskipti erlent 4.1.2011 16:30
Markaðsvirði Facebook metið á tæpa 6.000 milljarða Facebook hefur aflað sér 500 milljóna dollara eða um 58 milljarða króna, með útgáfu nýs hlutafjár. Viðskipti erlent 3.1.2011 09:57
Dönsk stjórnvöld íhuga að greiða út eftirlaunin Dönsk stjórnvöld hafa áhuga á því að afnema svokölluð eftirlaun, eða efterlönsbidrag, og greiða þau út til dansks launafólks. Viðskipti erlent 3.1.2011 09:49
Gamlir peningaseðlar seljast eins og heitar lummur Gamlir peningaseðlar er nú orðnir helsta söluvaran á minjagripamarkaðnum í Zimbawe. Það er einkum 100 trilljóna dollara seðilinn sem er vinsæll en trilljón er milljón milljónir. Viðskipti erlent 3.1.2011 07:25
Vilja ekki láta Kaupþingsgögn af hendi Eigendur Havilland Banka, sem áður var Kaupþing í Lúxemborg, reyna nú hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að skjöl sem fundust í lögreglurannsókn á bankanum verði látin af hendi. Viðskipti erlent 2.1.2011 12:32
Mannkynið nær 7 milljörðum á árinu Mannkynið mun ná sjö milljörðum á þessu ári samkvæmt mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna. Þetta vekur sérstakan óhug í brjóstum margra enda hefur mankynið fjölgað sér með ógnarhraða undanfarin áratug. Viðskipti erlent 2.1.2011 10:45
Eistar með evru Eistar tóku upp evru í dag og varð Eistland þar með sautjánda aðildarríki myntbandalags Evrópusambandsins. Eistar leggja þar með gjaldmiðlinum kroon. Þrátt fyrir áhyggjur af stöðu evrusvæðisins nýtur upptaka evrunnar mikils stuðnings meðal eisnesku þjóðarinnar. Viðskipti erlent 1.1.2011 21:00
Jon Bon Jovi þénaði mest Bandaríski tónlistarmaðurinn Jon Bon Jovi þénaði mest á tónleikum á árinu eða rúmlega 200 milljónir. Hljómsveit hans tróð upp 80 sinnum á árinu. Viðskipti erlent 30.12.2010 07:52
Stjórnarformaður BAA segir úrbóta þörf vegna óveðursins Sir Nigel Rudd, stjórnarformaður BAA sem á Heathrow flugvöll í Bretlandi, segir að eigendur fyrirtækisins verði að samþykkja viðbrögð hans við ábendingum vegna ringulreiðar á Heathrow flugvelli í síðustu viku. Ellegar segi hann af sér stjórnarformennsku. Viðskipti erlent 26.12.2010 16:05
Meira keypt á Netinu en áður Mikil aukning virðist hafa orðið á verslun á Internetinu fyrir jólin víðs vegar um heiminn. Þetta á við um Ástralíu, Evrópu, Asíu og Bandaríkin, að því er fram kemur á danska viðskiptavefnum epn.dk. Viðskipti erlent 26.12.2010 13:22
Útivinnandi mæðrum fjölgar Um 2,2 milljónir breskra mæðra eru útivinnandi og eru mæður farnar að skilja börn allt niður í sex mánaða gömul við sig til að sinna vinnu. Á fréttavef Daily Mail segir að þetta sé til marks um hversu mikið hafi þrengt að breskum fjölskyldum. Viðskipti erlent 25.12.2010 12:16
Bill Gates orðinn viðskiptafélagi Kaupþings Bill Gates, stofandi Microsoft og auðugasti maður heimsins, er orðinn viðskiptafélagi slitastjórnar Kaupþings í gegnum bresku íþróttavörukeðjuna JJB Sports. Samkvæmt tilkynningu frá JJB Sports hefur Bill and Melinda Gates Foundation Trust ákveðið að taka þátt í að styrkja fjárhagslegan grundvöll JJB Sports um 31,5 milljón punda eða um 5,7 milljarða kr. Viðskipti erlent 25.12.2010 12:07
Ferðamönnum fjölgar í Bretlandi Ferðamönnum í Bretlandi mun fjölga um 300 þúsund á næsta ári, samkvæmt áætlunum VisitBritain, sem er bresk ferðamálastofnun. Viðskipti erlent 25.12.2010 11:46