Viðskipti erlent

Verðið á olíunni komið í 116 dollara á tunnuna

Heimsmarkaðsverð á Brent olíunni stendur í rétt tæpum 116 dollurum á tunnuna í morgun en það fór yfir 116 dollara um tíma í gærdag. Á sama tíma er verðið á bandarísku léttolíunni komið yfir 100 dollara á tunnuna.

Þessar hækkanir á olíu fóru illa í markaði bæði vestan hafs og austan og hlutabréfavísitölur enduðu daginn í rauðum tölum. Hið sama gerðist á Asíu mörkuðum í nótt.

Ástæðan fyrir olíuverðhækkunum er óttinn við að ástandið í Arabalöndunum muni fara versnandi í náinni framtíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×