Olíuverð í krónum talið ekki hærra í tvo áratugi 23. febrúar 2011 12:21 Olíuverð á heimsmarkaði hefur ekki verið hærra í krónum talið undanfarna tvo áratugi eftir linnulitla hækkun frá haustdögum í fyrra. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að olíuverð hefur hækkað lítillega það sem af er morgni á Evrópumarkaði og kostar tunna af Brent-olíu nú 106,5 dollara. Síðustu vikur hefur óróinn í nokkrum N-Afríkulöndum verið helsti drifkraftur snarprar hækkunar á olíuverði, og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Líbýa, sem nú rambar á barmi borgarastyrjaldar, er 17. stærsti olíuframleiðandi heims. Nemur dagleg olíuframleiðsla Líbýumanna 1,6 milljónum tunna, sem samsvarar 2% af heimsframleiðslu. Þessa dagana flýja erlendir starfsmenn olíufyrirtækja hins vegar landið hver sem betur getur og óvíst er hversu mikið olíuframleiðsla landsins muni skaðast vegna þessa, en framleiðslan hefur þegar dregist saman um 300.000 tunnur á dag. Olíumálaráðherra Saudi Arabíu lét hins vegar hafa eftir sér að OPEC-ríkin myndu auka við framleiðslu sína ef þörf krefur vegna ástandsins í Líbýu. Brent-olía hefur nú hækkað um u.þ.b. 12.5% það sem af er ári, en olía á Bandaríkjamarkaði hefur hins vegar aðeins hækkað um 5%, enda áhrif af minna olíuframboði frá N-Afríku ekki eins sterk vestan hafs. Ýmsir á markaði eru þó farnir að bera saman þróunina nú við það sem gerðist fyrir tæpum þremur árum síðan. Þá hækkaði olíuverð hratt og náði hámarki í ríflega 140 dollara/tunnan um það leyti sem alþjóðlega fjármálakreppan skall á af fullum þunga síðsumars. Hækkun orkuverðs og annarra hrávara undanfarið setur raunar seðlabanka iðnríkja í nokkuð snúna stöðu. Hjá flestum þeirra eru stýrivextir nálægt sögulegu lágmarki á sama tíma og verðbólguþrýstingur hefur aukist verulega. Sá verðbólguþrýstingur er hins vegar ekki til marks um mikinn gang í efnahagslífinu, heldur hafa framangreindar hækkanir í rauninni þveröfug áhrif á hjól efnahagslífsins. Því kunna seðlabankar að gera illt verra ef þeir bregðast við slíkri kostnaðarverðbólgu með hækkun vaxta og slá þannig enn frekar á þann hægfara bata sem hefur í besta falli látið á sér kræla í flestum þróuðum ríkjum undanfarið. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Olíuverð á heimsmarkaði hefur ekki verið hærra í krónum talið undanfarna tvo áratugi eftir linnulitla hækkun frá haustdögum í fyrra. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að olíuverð hefur hækkað lítillega það sem af er morgni á Evrópumarkaði og kostar tunna af Brent-olíu nú 106,5 dollara. Síðustu vikur hefur óróinn í nokkrum N-Afríkulöndum verið helsti drifkraftur snarprar hækkunar á olíuverði, og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Líbýa, sem nú rambar á barmi borgarastyrjaldar, er 17. stærsti olíuframleiðandi heims. Nemur dagleg olíuframleiðsla Líbýumanna 1,6 milljónum tunna, sem samsvarar 2% af heimsframleiðslu. Þessa dagana flýja erlendir starfsmenn olíufyrirtækja hins vegar landið hver sem betur getur og óvíst er hversu mikið olíuframleiðsla landsins muni skaðast vegna þessa, en framleiðslan hefur þegar dregist saman um 300.000 tunnur á dag. Olíumálaráðherra Saudi Arabíu lét hins vegar hafa eftir sér að OPEC-ríkin myndu auka við framleiðslu sína ef þörf krefur vegna ástandsins í Líbýu. Brent-olía hefur nú hækkað um u.þ.b. 12.5% það sem af er ári, en olía á Bandaríkjamarkaði hefur hins vegar aðeins hækkað um 5%, enda áhrif af minna olíuframboði frá N-Afríku ekki eins sterk vestan hafs. Ýmsir á markaði eru þó farnir að bera saman þróunina nú við það sem gerðist fyrir tæpum þremur árum síðan. Þá hækkaði olíuverð hratt og náði hámarki í ríflega 140 dollara/tunnan um það leyti sem alþjóðlega fjármálakreppan skall á af fullum þunga síðsumars. Hækkun orkuverðs og annarra hrávara undanfarið setur raunar seðlabanka iðnríkja í nokkuð snúna stöðu. Hjá flestum þeirra eru stýrivextir nálægt sögulegu lágmarki á sama tíma og verðbólguþrýstingur hefur aukist verulega. Sá verðbólguþrýstingur er hins vegar ekki til marks um mikinn gang í efnahagslífinu, heldur hafa framangreindar hækkanir í rauninni þveröfug áhrif á hjól efnahagslífsins. Því kunna seðlabankar að gera illt verra ef þeir bregðast við slíkri kostnaðarverðbólgu með hækkun vaxta og slá þannig enn frekar á þann hægfara bata sem hefur í besta falli látið á sér kræla í flestum þróuðum ríkjum undanfarið.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira