Olíuverð í krónum talið ekki hærra í tvo áratugi 23. febrúar 2011 12:21 Olíuverð á heimsmarkaði hefur ekki verið hærra í krónum talið undanfarna tvo áratugi eftir linnulitla hækkun frá haustdögum í fyrra. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að olíuverð hefur hækkað lítillega það sem af er morgni á Evrópumarkaði og kostar tunna af Brent-olíu nú 106,5 dollara. Síðustu vikur hefur óróinn í nokkrum N-Afríkulöndum verið helsti drifkraftur snarprar hækkunar á olíuverði, og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Líbýa, sem nú rambar á barmi borgarastyrjaldar, er 17. stærsti olíuframleiðandi heims. Nemur dagleg olíuframleiðsla Líbýumanna 1,6 milljónum tunna, sem samsvarar 2% af heimsframleiðslu. Þessa dagana flýja erlendir starfsmenn olíufyrirtækja hins vegar landið hver sem betur getur og óvíst er hversu mikið olíuframleiðsla landsins muni skaðast vegna þessa, en framleiðslan hefur þegar dregist saman um 300.000 tunnur á dag. Olíumálaráðherra Saudi Arabíu lét hins vegar hafa eftir sér að OPEC-ríkin myndu auka við framleiðslu sína ef þörf krefur vegna ástandsins í Líbýu. Brent-olía hefur nú hækkað um u.þ.b. 12.5% það sem af er ári, en olía á Bandaríkjamarkaði hefur hins vegar aðeins hækkað um 5%, enda áhrif af minna olíuframboði frá N-Afríku ekki eins sterk vestan hafs. Ýmsir á markaði eru þó farnir að bera saman þróunina nú við það sem gerðist fyrir tæpum þremur árum síðan. Þá hækkaði olíuverð hratt og náði hámarki í ríflega 140 dollara/tunnan um það leyti sem alþjóðlega fjármálakreppan skall á af fullum þunga síðsumars. Hækkun orkuverðs og annarra hrávara undanfarið setur raunar seðlabanka iðnríkja í nokkuð snúna stöðu. Hjá flestum þeirra eru stýrivextir nálægt sögulegu lágmarki á sama tíma og verðbólguþrýstingur hefur aukist verulega. Sá verðbólguþrýstingur er hins vegar ekki til marks um mikinn gang í efnahagslífinu, heldur hafa framangreindar hækkanir í rauninni þveröfug áhrif á hjól efnahagslífsins. Því kunna seðlabankar að gera illt verra ef þeir bregðast við slíkri kostnaðarverðbólgu með hækkun vaxta og slá þannig enn frekar á þann hægfara bata sem hefur í besta falli látið á sér kræla í flestum þróuðum ríkjum undanfarið. Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira
Olíuverð á heimsmarkaði hefur ekki verið hærra í krónum talið undanfarna tvo áratugi eftir linnulitla hækkun frá haustdögum í fyrra. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að olíuverð hefur hækkað lítillega það sem af er morgni á Evrópumarkaði og kostar tunna af Brent-olíu nú 106,5 dollara. Síðustu vikur hefur óróinn í nokkrum N-Afríkulöndum verið helsti drifkraftur snarprar hækkunar á olíuverði, og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Líbýa, sem nú rambar á barmi borgarastyrjaldar, er 17. stærsti olíuframleiðandi heims. Nemur dagleg olíuframleiðsla Líbýumanna 1,6 milljónum tunna, sem samsvarar 2% af heimsframleiðslu. Þessa dagana flýja erlendir starfsmenn olíufyrirtækja hins vegar landið hver sem betur getur og óvíst er hversu mikið olíuframleiðsla landsins muni skaðast vegna þessa, en framleiðslan hefur þegar dregist saman um 300.000 tunnur á dag. Olíumálaráðherra Saudi Arabíu lét hins vegar hafa eftir sér að OPEC-ríkin myndu auka við framleiðslu sína ef þörf krefur vegna ástandsins í Líbýu. Brent-olía hefur nú hækkað um u.þ.b. 12.5% það sem af er ári, en olía á Bandaríkjamarkaði hefur hins vegar aðeins hækkað um 5%, enda áhrif af minna olíuframboði frá N-Afríku ekki eins sterk vestan hafs. Ýmsir á markaði eru þó farnir að bera saman þróunina nú við það sem gerðist fyrir tæpum þremur árum síðan. Þá hækkaði olíuverð hratt og náði hámarki í ríflega 140 dollara/tunnan um það leyti sem alþjóðlega fjármálakreppan skall á af fullum þunga síðsumars. Hækkun orkuverðs og annarra hrávara undanfarið setur raunar seðlabanka iðnríkja í nokkuð snúna stöðu. Hjá flestum þeirra eru stýrivextir nálægt sögulegu lágmarki á sama tíma og verðbólguþrýstingur hefur aukist verulega. Sá verðbólguþrýstingur er hins vegar ekki til marks um mikinn gang í efnahagslífinu, heldur hafa framangreindar hækkanir í rauninni þveröfug áhrif á hjól efnahagslífsins. Því kunna seðlabankar að gera illt verra ef þeir bregðast við slíkri kostnaðarverðbólgu með hækkun vaxta og slá þannig enn frekar á þann hægfara bata sem hefur í besta falli látið á sér kræla í flestum þróuðum ríkjum undanfarið.
Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira