Viðskipti erlent

Fjórða hvern tíma opnar ný 7-Eleven verslun í heiminum

Á fjórða hverjum tíma allan sólarhringinn á síðasta ári opnaði ný 7-Eleven verslun einhverstaðar í heiminum. Fjöldi þeirra á heimsvísu náði 40.000 um síðustu helgi.

Fjallað er um málið í Jyllands Posten en þar segir að frá því að 7-Eleven kom fyrst til Kaupmannahafnar árið 1993 er fjöldi 7-Eleven verslana í Danmörku orðinn 130. Bara í Bandaríkjunum eru 7-Eleven verslanir orðnar 8.800 talsins og þær velta samanlagt 60 milljörðum dollara á ári.

En 40.000 verslanir eru ekki nóg fyrir stjórnendur 7-Eleven. Þeir ætla sér að spýta í lófanna í ár og segja að enn sem komið er finnast 7-Elven verslanir í aðeins 16 löndum.

Joe DePinto forstjóri 7-Eleven segir að til dæmis séu engar 7-Eleven verslanir í löndum á borð við Indland og Brasilíu. Úr því verði bætt á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×