Viðskipti erlent

Victoria Road er orðin dýrasta gatan í London

Victoria Road er orðin dýrasta gatan í London og hefur þar með velt Chester Square úr sessi en Chester Square hefur verið dýrasta gatan undanfarin tvö ár.

Í frétt um málið á BBC segir að meðaleign við Victoria Road kosti nú 6,4 milljónir punda eða um 1,2 milljarða kr.

Victoria Road liggur í Kensington hverfinu í vesturhluta London. Þar bjuggu eitt sinn ljóðskáldin TS Eliot og Robert Browning. Í næsta nágrenni má finna staði á borð við Royal Albert Hall og Þjóðminjasafn Breta.

Victoria Road var í tíunda sætinu yfir dýrustu götur London fyrir ári síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×