Sport

Orri Sigurður kallar leik­mann Fram ræfil

Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Vals í Bestu deild karla í fótbolta, og jafnframt bróðir Ómars Inga Guðmundssonar, þjálfara HK, tók ekki vel í það þegar derhúfa Ómars Inga var slegin af honum eftir dramatískan 2-1 sigur á Fram í næstsíðustu umferð deildarinnar.

Íslenski boltinn

Fá annað tæki­færi: Lengd fram­lengingar kærð

Á miðvikudag mætast KA og Stjarnan að nýju á Akureyri í leik um Íslandsmeistaratitilinn í C-liða keppni 4. flokks drengja en þar spila drengir fæddir 2010 og 2011. Ekki verður allur leikurinn leikinn upp á nýtt heldur aðeins framlenging leiksins. Þá þarf KA að greiða ferðakostnað Stjörnunnar.

Íslenski boltinn

Arnór Ingvi skoraði eitt og annað dæmt af

Arnór Ingvi Traustason átti virkilega góðan leik þegar Norrköping gerði 1-1 jafntefli við Brommapojkarna í efstu deild sænsku knattspyrnunnar í kvöld. Arnór Ingvi skoraði mark sinna manna og bætti öðru við sem var því miður dæmt af vegna rangstöðu.

Fótbolti

Ör­lög HK ráðast í Laugar­dal

Mikil eftirvænting ríkir vegna lokaumferðarinnar í Bestu deild karla í fótbolta um næstu helgi. Nú er orðið ljóst að niðurstaðan í fallbaráttunni ræðst meðal annars af leik á heimavelli 1. deildarliðs Þróttar í Laugardal.

Íslenski boltinn

Þor­leifur vann og endur­heimti Ís­lands­metið

Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hófst í hádeginu á laugardag og lauk í nótt. Þorleifur Þorleifsson kom, sá og sigraði og sett nýtt Íslandsmet þegar hann kláraði 62 hringi, eða 415,4 kílómetraFylgst var með í Vaktinni hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.

Sport

Sár­þjáð Mari með tárin í augunum en neitar að gefast upp

Þrátt fyrir að vera búin að hlaupa í tvo sólarhringa og vera sárþjáð vegna meiðsla í hné neitar Mari Järsk að gefast upp á HM landsliða í Bakgarðshlaupi. Hún var með tárin í augunum þegar Garpur I. Elísabetarson ræddi við hana eftir að hún hafði hlaupið 48 hringi.

Sport

Al­gjör perla Jóhanns gegn sveinum Gerrards

Landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði stórbrotið mark fyrir Al Orobah í sætum sigri á lærisveinum Stevens Gerrard, Al Ettifaq, í sádiarabísku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld.

Fótbolti