Skoðun

Hafa allir raun­veru­legan kosninga­rétt?

Árni Múli Jónasson skrifar

Það er óumdeilanlegt að það eru mjög mikilsverð mannréttindi fólgin í því að fá kjósa og taka þannig þátt í að velja þá fulltrúa til að setja lög og stjórna ríki og sveitarfélögum.

Skoðun

Ráð­herra rétt­lætir skað­lega þróun

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Það er dapurlegt að horfa upp á Vinstri græn og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra réttlæta þróun sem veldur því að rúmanýting á Landspítala er langt umfram það sem almennt er talið ásættanlegt á bráðasjúkrahúsum.

Skoðun

Örsaga úr Bónus

Hildur Inga Magnadóttir skrifar

Það er fimmtudagseftirmiðdagur, þú ert á leið heim eftir erfiðan vinnudag en manst þá að mjólkin er búin og að ekkert er til í kvöldmat. Bæði þú og fimm ára dóttir þín eruð frekar illa stemmd, það var jú líka mikið um að vera í leikskólanum hjá henni í dag. Þið neyðist til þess að hlaupa inn í Bónus.

Skoðun

Gefum heil­brigðis­þjónustunni tæki­færi

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Í íslenskum stjórnmálum er blessunarlega breið samstaða um að heilbrigðisþjónusta skuli vera aðgengileg fólki óháð efnahag þess. Við höfum í gegnum tíðina átt býsna gott heilbrigðiskerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Og svo þarf að vera áfram.

Skoðun

Án mót­mæla verða engar breytingar

Bryndís Bjarnadóttir skrifar

Frelsi til að kalla eftir breytingum og magna slíkt ákall í fjöldahreyfingu er mikilvægt í opnu, lýðræðislegu og réttindamiðuðu samfélagi. Mótmæli gera fólki kleift að tjá skoðanir sínar, krefjast samfélagsumbóta, benda á misrétti, krefjast réttlætis vegna mannréttindabrota og kalla eftir ábyrgðarskyldu stjórnvalda.

Skoðun

Hvað er að frétta af Sjúkra­þjálfunar­stofu ríkisins?

Þorgerður Sigurðardóttir skrifar

Um síðustu áramót gerðist sú óhæfa að ráðherra heilbrigðismála setti reglugerð sem svipti nýútskrifaða sjúkraþjálfara með fimm ára háskólanám fullu starfsfrelsi með því að meina þeim aðgang að starfi á stofum með greiðsluþátttöku ríkisins.

Skoðun

Hvað hafa sam­tök um endó­metríósu gert?

Kolbrún Stígsdóttir skrifar

Samtök um Endómetríósu voru stofnuð árið 2006 og til að byrja með snerist starf samtakanna um að vera vettvangur þar sem konur með endómetríósu gátu stutt hvor aðra. Við stofnun var jafnframt tekin sú ákvörðun að nota orðið endómetríósa um sjúkdóminn en ekki legslímuflakk.

Skoðun

Að selja frá sér hug­vitið

Guðbrandur Einarsson skrifar

Það eru ekki margar afurðir á heimsmarkaði sem við Íslendingar getum eignað okkur. Lambakjötið okkar er oft nefnt í þessu sambandi en það er svo sem framleitt annars staðar þó að við í belgingi teljum okkur framleiða besta lambakjöt í heimi.

Skoðun

Við lækkum skatta og álögur

Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Ragnar Sigurðsson skrifa

Sjaldan hefur verið jafn mikil ástæða og í núverandi árferði til að stuðla að uppsveiflu í þjóðfélaginu með hvataaðgerðum. Aukin umsvif og fjárfesting atvinnulífsins mun gera það að verkum að við náum að rétta af fjárhag ríkisins sem er forsenda áframhaldandi uppbyggingar á öllum sviðum og þeirra lífsgæða sem við búum við í dag.

Skoðun

Látum okkur þetta varða!

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar

Afganistan hefur lengi verið í umræðunni í tengslum við það stríð sem þar hefur geysað um áraraðir. Við höfum áður horft með hryllingi á þá meðferð sem konur hafa fengið af hálfu Talíbana, þær hafa ekki haft sjálfstæð réttindi, sjálfstæðan vilja til framkvæmda, menntunar, kosningarréttar og þeim gert að lifa eftir óraunhæfum kröfum Talíbana án allra mannréttinda og með enga rödd.

Skoðun

Hvernig á alþjóðasamfélagið að verja samfélag, sem ekki sýnir minnsta vilja eða getu til að verja sig sjálft?

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Fyrir nokkrum mánuðum ákvað Biden Bandaríkjaforseti, að draga til baka bandarískt herlið, sem þá hafði verið staðsett í Afganistan í 20 ár, þar sem hann taldi tilgangi hertökunnar og hersetunnar vera náð, og, að Bandaríkin og NATO hefðu lagt heimamönnum, þ.e. ríkisstjórn þeirra og herliði, til nægilegt liðsinni – fjármuni, leiðsögn og þjálfun – til að stand á eigin fótum.

Skoðun

Er ekki kominn tími á Af­reks­í­þrótta­mið­stöð Ís­lands?

Kjartan Ásmundsson skrifar

Nú er frábærum Ólympíuleikum nýlokið þar sem Japanir þreyttu algjört kraftaverk í framkvæmd íþróttaviðburðar. Allt í beinni útsendingu úr Efstaleitinu þar sem viðmælendur í sjónvarpssal skiptust einnig á skoðunum um sjálfa leikana og eins var afreksíþróttaumhverfið hér á landi tekið fyrir.

Skoðun

Út­brunnir starfs­menn slökkva elda

Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Það er löngu þekkt að á krísutímum þá koma brestir í innviðum fyrr í ljós. Margra ára sparnaður magnar áhrifin og orsakar keðjuverkun sem getur keyrt kerfi um koll. Þau okkar sem hafa starfað innan almannavarnakerfisins þekkjum vel þær takmarkanir sem margir innviðir okkar glíma við.

Skoðun

Heilbrigt kerfi?

Oddný G. Harðardóttir skrifar

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar segja að aldrei hafi verið settir eins miklir peningar í heilbrigðiskerfið og nú. Og skilja ekkert í fólki að vera að kvarta undan skorti á þjónustu og löngum biðtíma. En þjónustan er ekki alls staðar góð og fólkið sem þarf á henni að halda finnur fyrir því sjálft á eigin skinni, sama hvað ráðherrarnir segja.

Skoðun

Hjól og hundar

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Á ferðum mínum í sumar, bæði til vinnu sem og í fríum, tók ég eftir jákvæðum breytingum sem snúa að útivist hjá landanum. Í fyrsta lagi var allt löðrandi af hjólreiðamönnum um víðan völl og nánast annar hver bíll var með hjól á þaki eða hangandi aftan á bílnum.

Skoðun

Harm­leikurinn í Afgan­istan og á­byrgð okkar

Guttormur Þorsteinsson skrifar

Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn sem naut þjálfunar og hergagna frá Bandaríkjunum var þrjá daga að tapa stríðinu og forsetinn hefur flúið land.

Skoðun

Vald og vald­leysi

Árni Múli Jónasson skrifar

„Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“

Skoðun

Hún bíður eftir því að vera myrt

Tanja Teresa Leifsdóttir skrifar

Fyrir þremur vikum var ég stödd á ráðstefnu í Munchen. Á ráðstefnunni tók til máls ung kona, tveimur árum eldri en ég, Zarifa Ghafari, fyrsti kvenkyns borgarstjóri Afghanistan.

Skoðun

Að sýna þrautseigju í hliðstæðum veruleika

Ástþór Ólafsson skrifar

Ég skrifaði grein um Að afvopna kvíðann þar sem togstreitan á milli óttans og hugrekkisins var umræðuefnið. Þar fór ég inn á að hugrekki væri persónuleikaeinkenni sem væri hægt að þjálfa og kenna nemendum að tileinka sér til að vega upp á móti kvíðanum eða óttanum. En núna langar mig að einblína á annað persónuleikaeinkenni sem er þrautseigja.

Skoðun

Fátækleg hugmyndafræði

Halldóra Mogensen skrifar

Fátækt er afleiðing ákvarðana sem stjórnvöld taka hverju sinni. Ákvarðana sem viðhalda kerfislægri fátækt.

Skoðun

Tökum þátt í að forða loftslagshörmungum

Guðjón Sigurbjartsson skrifar

Ný skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsvána staðfestir að loftslagið er að hitna hratt og stórauka þarf aðgerðir til að forða ólýsanlegum hörmungum fyrir lífið á jörðinni næstu áratugi.

Skoðun

Alvöru McKinsey

Halldór Auðar Svansson skrifar

Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er með áhugavert kosningaupplegg um yfirstandandi Covid-bylgju. Hann segir það óásættanlegt að Landspítalinn ráði ekki við álagið vegna hennar og að það sé alveg bölvað að það þurfi að standa í sóttvarnaaðgerðum út af því.

Skoðun

Óli Björn og öfundsjúka liðið

Símon Vestarr skrifar

Mikið gladdi hún mig, grein Óla Björns Kárasonar á miðvikudeginum 11. ágúst, þar sem hann minnti mig (og íslenska kjósendur) á hugmyndaþurrð hægrisins. Hann skrifar eins og árið sé 1991, Davíð Oddsson spennandi nýr formaður og nýfrjálshyggjan ekki enn orðin augljós tímaskekkja.

Skoðun

Leiðarar úr leið

Tómas Guðbjartsson skrifar

Leiðarar stærstu dagblaða landsins sl. sólarhring valda miklum vonbrigðum - og sýna vanmat á því ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19 á Íslandi. Leiðarahöfundar virðast telja að bólusetning flestra fullorðinna hérlendis þýði að „alvarleg veikindi séu sjaldgæf“ og „verndi okkur nær algjörlega við ótímabærum dauðdaga“. Þetta stenst ekki skoðun.

Skoðun

Hlustum á heilbrigðisstarfsfólkið!

Logi Einarsson skrifar

Á síðustu dögum hefur heilbrigðisstarfsfólk lýst hrikalegu ástandi á Landspítalanum. Nú síðast Tómas Guðbjartsson hjartalæknir í sláandi viðtali við Rás 2 í gær.

Skoðun

Við heyrum í ykkur

Helga Vala Helgadóttir skrifar

„Það er sérstök áskorun fyrir mig sem heilbrigðisráðherra að standa með Landspítalanum“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala í janúar 2020. Tilefnið var ákall heilbrigðisstarfsfólks innan Landspítala til stjórnvalda vegna hættuástands á bráðamóttöku Landspítala.

Skoðun