Lán úr óláni Ísleifur Arnórsson skrifar 17. mars 2024 10:30 Ein helsta forsendan fyrir jöfnu aðgengi allra að námi hefur um langa tíð verið námslánakerfið. Nú er þetta kerfi í basli með að rækja hlutverk sitt og virðist ganga gegn sjálfri hugsjóninni sem stendur því að baki: að tryggja stúdentum fjárhagslega burði til að stunda nám. Samkvæmt könnun SHÍ á fjárhagsstöðu stúdenta sem gerð var í apríl síðastliðnum segja tæplega 65% nemenda að námslánin þeirra dugi ekki til að framfleyta þeim og um 60% myndu hætta í vinnu ef námslán væru hagstæðari. Það er því greinilegt að eitthvað er að, en hvað nákvæmlega er það og hvernig liti betra námslánakerfi út? Námslánum er úthlutað úr Menntasjóði námsmanna (MSNM). Honum er sett ákveðin sjálfbærniskrafa sem segir einfaldlega að hann verði að standa undir sér – það á ekki að fara meira fé til lánþega en þeir geta greitt til baka. Ein afleiðing sjálfbærniskröfunnar er sú að öll afföll námslána leggjast á aðra námslánataka í formi vaxtahækkana. En ef sjóðurinn er leið ríkisins til að hjálpa borgurum sínum í gegnum háskólanám, hví lendir það á lánþegum að tryggja hag sjóðsins? Ef markmið sjóðsins væri það að vera sem hagstæðastur fyrir ríkið, þá stæði hann sig frábærlega - en eins og áður var getið er það ekki hugsjónin að baki MSNM. Eins og frægt er þá er veitt 30% niðurfelling á námslánum MSNM ef námi er lokið á tilsettum tíma, en þetta er í mörgum tilfellum óraunhæf krafa. Ýmislegt getur tafið námsframvindu, t.d. persónuleg áföll eða vandkvæðin sem fylgja því að vinna meðfram námi. Námslánakerfið tekur ekki nægilegt tillit til aðstæðna nemenda og við í Röskvu viljum því að það sé sniðið eftir norskri fyrirmynd þar sem niðurfellingar upp á 40% eru veittar í lok hverrar annar. Það myndi veita nemendum nauðsynlegt svigrúm og gefa okkur færi á að ljúka náminu á eigin forsendum. Nú er sóknarfæri til þess að bæta lagarammann í kringum lánasjóðinn, endurskoðun á lögunum verður ekki gerð aftur í bráð og það er nauðsynlegt að rödd stúdenta setji tóninn í því samtali. Síðastliðin sjö ár hefur Röskva náð talsverðum árangri, og nú er sérstaklega brýnt að skýr sýn með hagsmuni framtíðarinnar í fyrirrúmi ráði för við endurskoðun laga um Menntasjóðinn. Við í Röskvu ætlum, eins og við höfum ávallt gert, að berjast fyrir réttlátara háskólasamfélagi, þar sem jafnrétti er ekki bara hugsjón, heldur raunveruleiki. Til þess þurfum við þitt umboð, kæri stúdent: kjósum Röskvu á Uglunni þann 20. og 21. mars! Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Hugvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram á Uglunni 20. og 21. mars næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ein helsta forsendan fyrir jöfnu aðgengi allra að námi hefur um langa tíð verið námslánakerfið. Nú er þetta kerfi í basli með að rækja hlutverk sitt og virðist ganga gegn sjálfri hugsjóninni sem stendur því að baki: að tryggja stúdentum fjárhagslega burði til að stunda nám. Samkvæmt könnun SHÍ á fjárhagsstöðu stúdenta sem gerð var í apríl síðastliðnum segja tæplega 65% nemenda að námslánin þeirra dugi ekki til að framfleyta þeim og um 60% myndu hætta í vinnu ef námslán væru hagstæðari. Það er því greinilegt að eitthvað er að, en hvað nákvæmlega er það og hvernig liti betra námslánakerfi út? Námslánum er úthlutað úr Menntasjóði námsmanna (MSNM). Honum er sett ákveðin sjálfbærniskrafa sem segir einfaldlega að hann verði að standa undir sér – það á ekki að fara meira fé til lánþega en þeir geta greitt til baka. Ein afleiðing sjálfbærniskröfunnar er sú að öll afföll námslána leggjast á aðra námslánataka í formi vaxtahækkana. En ef sjóðurinn er leið ríkisins til að hjálpa borgurum sínum í gegnum háskólanám, hví lendir það á lánþegum að tryggja hag sjóðsins? Ef markmið sjóðsins væri það að vera sem hagstæðastur fyrir ríkið, þá stæði hann sig frábærlega - en eins og áður var getið er það ekki hugsjónin að baki MSNM. Eins og frægt er þá er veitt 30% niðurfelling á námslánum MSNM ef námi er lokið á tilsettum tíma, en þetta er í mörgum tilfellum óraunhæf krafa. Ýmislegt getur tafið námsframvindu, t.d. persónuleg áföll eða vandkvæðin sem fylgja því að vinna meðfram námi. Námslánakerfið tekur ekki nægilegt tillit til aðstæðna nemenda og við í Röskvu viljum því að það sé sniðið eftir norskri fyrirmynd þar sem niðurfellingar upp á 40% eru veittar í lok hverrar annar. Það myndi veita nemendum nauðsynlegt svigrúm og gefa okkur færi á að ljúka náminu á eigin forsendum. Nú er sóknarfæri til þess að bæta lagarammann í kringum lánasjóðinn, endurskoðun á lögunum verður ekki gerð aftur í bráð og það er nauðsynlegt að rödd stúdenta setji tóninn í því samtali. Síðastliðin sjö ár hefur Röskva náð talsverðum árangri, og nú er sérstaklega brýnt að skýr sýn með hagsmuni framtíðarinnar í fyrirrúmi ráði för við endurskoðun laga um Menntasjóðinn. Við í Röskvu ætlum, eins og við höfum ávallt gert, að berjast fyrir réttlátara háskólasamfélagi, þar sem jafnrétti er ekki bara hugsjón, heldur raunveruleiki. Til þess þurfum við þitt umboð, kæri stúdent: kjósum Röskvu á Uglunni þann 20. og 21. mars! Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Hugvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram á Uglunni 20. og 21. mars næstkomandi.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun